Vísir - 11.09.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 11.09.1962, Blaðsíða 4
'f ' SiR Hvers vegna að fela Esjuna? Þriðiudagur 11. september 1962. 7) — Þetta er í þriOja skipti sem ég hef komið til íslands, hef komið hingað á tæplega tuttugu ára fresti að meðaltali. En Þór- unn systir mín hefur aldrei gist ættland sitt fyrr. Þetta er fyrsta koma hennar hingað til íslands. Á þessa lund fórust frú Ingi- björgu Johnsen ritstjóra vestur- íslenzka vikublaðsins Lögbergs- Heimskringlu orð þegar frétta- maður Vísis átti tal við hana um s.l. mánaðamót, en þá var hún á förum til Vesturheims aftur eftir 2ja mánaða dvöl hér á landi f sumar. — Ég kom hingað að þessu sinni í boði bæjarstjórnar Vest- mannaeyja, hélt frú Ingibjörg á- fram. Þetta boð var mér þeim mun kærara, sem ég er sjálf eyjarskeggi að uppruna, fædd í Mikley f Winnipegvatni. Ég hef alitaf kunnað vel við mig i eyjalandslagi og meðal sjó- Fyrstu landnemarnir komu frá Vestmannaeyjum. — Hvernig kunnir þú við þig í Vestmannaeyjum? — Dásamlega. Einn af feg- urstu stöðum, sem ég hef komið á. Var líka einstaklega heppin með veður. Fyrir mig sem Vestur-íslending hafa Vest- mannaeyjar ákveðna sögulega þýðingu, því að fyrstu íslend- ingamir sem settust að í Vest- urheimi fyrir fullt og allt, komu einmitt frá Vestmannaeyjum. Það voru mormónarnir, sem tóku sér búsetu í Utah. — Þú hefur verið á þjóðhátíð Vestmannaeyinga? — Já. Það var ógleymanlegt. Það er eins og Herjólfsdalur hafi verið gerður fyrir þessa þjóðhátfð þeirra Vestmannaey- inganna. Hann er eins og stórt hringleikahús, byggt af náttúr- unnar hendi. Vestmannaeyjaboði mínu lauk með því að bæjarstjórnin bauð mér í hringferð kringum land með Esju. Bráðskemmtileg ferð. Við fórum samt ekki alla leið, því að við systurnar vildum verða eftir á Akureyri og heilsa upp á gamla vini og ættingja. Var prestur á Grund. — Eruð þið ættaðar þaðan? — Föðurfólk okkar er ey- firzkt. Afi okkar var prestur á Grund. Ég hafði sérstaklega gaman af því að sjá enn uppi- standandi kirkjur, sem hann hafði messað f eins og kirkjurn- ar á Munkaþverá og Saurbæ. Þær standa enn uppi með sömu, eða svipuðum, ummerkjum og þegar afi minn var prestur í Grundarþingum. Grundarkirkja sjálf er nýrri. Ég hef ekkert hérað séð á Is- landi sem er jafn búsældarlegt og fagurt í senn og Eyjafjörður- inn. Og hvílík bylting þar hefur orðið frá því er ég kom þangað fyrir 16 árum! Því er naumast unnt að lýsa með orðum. — Útlendingar, sem til Is- lands koma á vissu árabili, geta manna bezt dæmt um breyting- ar og þá þróun, sem hér á sér stað. Miklu betur en við sjálfir. Hvað finnst þér um þá þróun sem orðið hefur hér á landi frá þvf að þú komst hingað síðast? — Það dregur enginn í efa að Islendingar eru stórhuga, svo stórhuga að þegar ég kom núna til Reykjavíkur þekkti ég naum- ast að það var sama borgin og ég hafði gist 1946. Svo stórkost- leg var þenslan og breytingin. Felið Esjuna. Það er ærin ástæða fyrir ykk- ur að vera varkárir f skipulagi Reykjavíkur — borgar sem vex jafn ört og hún gerir. Þið eigið nóg landrými. Samt eruð þið að reyna að fela Esjuna með bygg- ingu þessara háhýsa ykkar. Hvaða þörf er á þvf? Ég dáist að Bændahöllinni og minnist varla að hafa séð jafnvandað og full- komið hótel — jafnvel ekki í sjálfri Ameríku. Útsýnið þaðan er blátt áfram stórkostlegt. En þrátt fyrir allt! Þetta hús er vitlaust staðsett. Það skyggir á æðstu menntastofnun ykkar — Bara einn dag. Þá fékk ég nóg og hef ekki komið á hest- bak síðan. — Náttúrlega dottið af baki? — Það held ég nú ekki. En ég var öll helaum á eftir. Ég var þá á Grásíðu f Kelduhverfi og fór með öðru fólki í reiðtúr austur í Ásbyrgi. Ég fékk snjó- hvíta hryssu til reiðar, sem hét Drffa. En sem sagt, ég lagði þar með alla hestamennsku á hill- una. En svo ég vfki talinu aftur að Grásíðu get ég ekki gleymt hvað ég átti elskulega daga þar I gamla torfbænum. Torfbæirnir áttu svo vel við mig, svo falleg- ir, vinalegir og heimilislegir. Nú sér maður ekki torfbæ framar á Islandi. Ég sakna þeirra. — Hvenær komstu svo aftur hingað til Islands? — Það var 1946 með Einari Páli bónda mínum, en við dvöld- um hér þá um sex vikna skeið í boði ríkisstjórnarinnar og Þjóð- ræknisfélagsins. Við ferðuðumst þá víða, m. a. um Austurland, en þaðan var maðurinn minn ættaður, einnig um Suðurlands- undiriendið, Norðurland og víð- — segir Ingihjörg Johnson, ritstj. Lögbergs-Heimskringlu — háskólann. Ég vil ekki gagn- rýna ykkur, því þið eigið allt gott af mér skilið, en ég vil benda ykkur á það í fullkomnu bróðerni, að þegar þið byggið fyrir margar kynslóðir, að þið hafið framtíðarskipulag borgar- innar í huga. Ég veit að það er mikið vandamál. — Þú segist hafa komið hing- að tvisvar áður. — Ég kom hingað fyrst 1934. Mig langaði til að sjá land for- feðranna og kynnast þjóðinni. Ég er kennari að atvinnu og hugðist hafa ofan af fyrir mér með enskukennslu yfir veturinn en ferðast yfir sumarmánuðina. Ég var öllum ókunn þegar ég kom hingað haustið 1934, en hafði spurnir af blaðámanni, sem dvalið hafði nokkur ár í Vesturheimi. Það var Axel Thorsteinson blaðamaður við Vísi. Ég leitaði Axel uppi. Hann tók mér forkunnarvel og skrif- aði lofsamlega grein um mig i Vísi. Það varð til þess að ég fékk nemendur um veturinn. Auk þess kenndi ég við Sam- vinnuskólann annan veturinn minn hér. Hross og torfbæir. — Varstu hér tvo vetur? — Já tvo vetur og eitt sumar. Sumarið notaði ég til þess að ferðast, m. a. ferðaðist ég mikið gangandi, en líka með bifreið- um þar sem þeim varð við kom- ið. — En ríðandi? ar. Það var í alla staði mjög á- nægjuleg för. Ritstjóri i 40 ár. — Þú ritstýrir núna eina ís- lenzka vikublaðinu sem gefið er út í Vesturheimi, Lögberg — Heimskringlu. — Ég var ráðin ritstjóri Lög- bergs þegar maðurinn minn féll frá 1959, en hann hafði þá verið ritstjóri þess í 40 ár samfleytt. En rétt á eftir sameinuðust bæði vikublöðin, Lögberg og Heims- kringla, og ég tók við ritstjórn þeirra þá. — Nokkuð fengizt við blaða- mennsku áður? — Ekki nema það sem ég Frú Ingibjörg Johnson. nein og óeining út af samein- ingu blaðanna? Þau voru mjög á öndverðum meið áður fyrr. — Um skeið ríkti djúptækur skoðanamunur, jafnt í trúmálum sem stjórnmálum. Það var mikið rifizt. En nú var allur ágreining- ur Iiðinn undir lok, og bæði blöðin kepptu að sömu hugsjón- inni, þeirri að vera tengiliður milli ættlandsins og þjóðar- brotsins í vestri og svo líka að viðhalda móðurmálinu á meðan stætt væri. Allir aðilar sáu fram á að aðstaðan var sterkari með þvl að sameinast og þess vegna var það gert. Kaupendum fækkar ekki. — Er kaupendum ekki sí og æ að fækka? — Það er nú það merkilega, að enda þótt fólkinu sem les og talar Islenzku fækki eitthvað, þá hefur kaupendum blaðsins ?kki fækkað. Við erum líka að reyna ýmsar nýungar til að halda Iesendahópnum. Við höf- um t. d, birt þætti að staðaldri um íslenzka tungumálakennslu. Það er ekki svo lítill hópur af íslgnzku bergi brotinn, sem langar til að Iæra tungu feðra sinna. Þá er það hugmyndin að viss hluti blaðsins verði eftir- Ieiðis helgaður þeim lesendahóp hafði hjálpað manninum mínum. Hann lá sjúkur um nokkurt skeið áður en hann lézt, og enda þótt hann væri andlega hress allt fram I andlátið, fylgdist með öllu og stjórnaði blaðinu af beð sínum, hvíldi starfið samt að meir eða minna leyti á mér. Það var óumflýjanlegt. Ég hafði þess vegna fengið smjörþef af blaðamennsku þeg- ar ég tók við ritstjórn Lögbergs — Heimskringlu. — Varð ekki sundurþykkja sem ekki skilur íslenzku. Ann- ars er blaðið mikið meira lesið heldur en það er keypt. Það er sent milli vina og kunningja frá hafi til hafs. — Lögberg — Heimskringia flytur alltaf meira eða minna af fréttum héðan að heiman? — Já, við fáum öll íslenzku dagblöðin og nokkur fleiri blöð eins og t. d. Akureyrarblöðin. Við notum helztu fréttir úr þeim og stundum greinar. Að þessu er mikill stuðningur. En mér finnst þetta í raun og veru ekki nóg. Ég myndi vilja mælast til þess líka við bókaútgefendur að þeir sendi okkur bækur sínar til umsagnar. Fjölda Vestur-ls- lendinga langar til að fylgjast með því sem gerist á bóka- markaðnum heima og vilja kaupa góðar bækur sem hér eru gefnar út. Lögberg — Heims- kringla ætti að geta orðið tengi- liður í þessu efni, kynnt góðar bækur meðal landa vestra og orðið báðum aðilum að nokkru gagni. Eitt biað og þrjú tímarit. — Hvaða blöð eða tímarit önnur en Lögberg — Heims- kringla eru gefin út á íslenzku í Vesturheimi? — Áður komu mörg málgögn, bæði blöð og tímarit út á ís- lenzku 1 hinum ýmsu Islendinga- byggðum vestanhafs. En þeim fækkar óðum. Blöð koma, mér vitanlega engin út önnur en Lögberg - Heimskringla, en þrjú tímarit eru enn við líði. Það eru Tímarit Þjóðræknisfélagsins, Sameiningin sem íslenzka Kirkju félagið I Vesturheimi hefur gef- ið út I fjölda ára og loks Árdís, tímarit sem Bandalag lútherskra kvenna gefur út, bæði á fslenzku og ensku. Öll þessi rit eru prent- uð í einni og sömu prentsmiðju, þeirri sem Lögberg - Heims- kringla er prentuð í. Þar er Is- lenzkur setjari og íslenzk letur- gerð. Öðru vísi væri þetta ekki hægt. Ritstjórinn er eini blaðamaðurinn. — Hvað vinnur mikið starfs- lið við Lögberg - Heimskringlu? — Ef þú átt við blaðamenn þá er það ég ein. Hins vegar starf- ar ritnefnd við blaðið og hún hef ur skuldbundið sig til að leggja blaðinu til efni eftir þörfum. Sumir af þessum ritnefndar- mönnum eru mjög duglegir og á- hugasamir, alveg sérstaklega þó formaður nefndarinnar, dr. Phil- ip T. Thorláksson. Framhald á bls. 10.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.