Vísir - 11.09.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 11.09.1962, Blaðsíða 7
Aldrei utan jóla hafði Póststofan fengið svo stórt yerkefni, Þriðjudagur 11. september 1962.- VISIR David Ben-Gurion, for- iætisráðherra ísraéls, kem- ar hingað í opinbera heim- heimsókn á morgun mið- vikudag, 12. sept. í fylgd með forsætisráðherranum verða kona hans, frú Paula Ben-Gurion. Ytzhak Nav- on, skrifstofustjóri utanrík isráðuneytis ísraels, dóttir forsætisráðherrans, Dr. Renana Ben-Gurion-Les- heim. Auk þess verða með í förinni sex fréttamenn frá útvarpi og stærstu blöð Unum í ísrael og nokkrir ör yggisverðír. Ben-Gurion kemur í íslenzkri flug- vél ásamt fylgdarliði sínu, og er áætlaður komutími vélarinnar kl. 22.15. Á Reykjavíkurflugvelli taka á móti honum fors^tisráðherra Ól- afur Thors og frú og utanríkisráð- herra Emil Jónsson og frú. Auk þeirra verða viðstaddir Birgir Thor- lacius ráðuneytisstjóri og frú, Ni- els P. Sigurðsson, deildarstjóri í utanríkisráðuneytinu, og frú, sendi herrar Norðurlandanna og frúr og Sigurður Sigurjónsson, aðalræðis- maður ísraels og frú. Á flugvell- Hjálparbeiðni Hinn alþjóðlegi Rauði-kross hefur sent út hjálparbeiðni um alian heim vegna hinna stór- kostlegu jarðskjálfta í Persíu, sem eru meðal hinna mannskæð- ustu jarðskjálfta, sem sögur herma. En því miður er ástæða til að óttast að hjálpin komi of seint. \ Bandaríski flugherinn hefur skipulagt víðtæka loftbrú til Persíu, aðallega frá bækistöðv- um sínum í Evrópu. M. a. hafa þeir flutt þúsund sextán manna tjöld til Persíu. De GauIIe Frakldandsforseti sendi •Persakeisara samúðar- skeyti þegar er fréttir bárust af atburðunum og fylgdi um mill- jón króna fégjöf frá forsetanum persónulega. Samtímis hafa franskar flugvélar verið sendar af stað með hjálp. Tvær ítalskar flugvélar héldu og þegar í stað til Teheran með lyf og matvæli. Belgfski Rauði krossinn hefur sent flugvél austur með birgðir af blóði og lyfjum. Kanadíski Rauði krossinn ákvað þcgar að gefa um illjón krónur til kaupa á nauðsynlegustu hlutum. Heyrnarhjálpar- stöð sett á fót Um þessar mundir er staddur hér á landi dr. med. Christian Röjskjær, danskur yfirlæknir. Er hann hér staddur í frii sínu, ný- kominn frá Grænlandi, en vegna fyrirhugaðrar heymarhjálparstöðv- ar fyrir börn í barnadeild Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur, er hann aufúsu gestur, bæði til skrafs og ráðagerðar. Dr. med. Röjskjær er yfirlæknir og stjórnandi Statens Hörecentral í Óðinsvé á Fjóni er reyndur mað- ur á þessu sviði og nýtur mikils álits sem heyrnarlæknir. Heyrnarhjálparstöö sú sem hér um ræðir mun verða sett á stofn innan tíðar að mestu fyrir tilhlutan Zontaklúbbsins í Reykjavík. Hefur klúbburinn gefið bæði heyrnar- mælitæki, leikföng o. fl. Einnig hefur hann kostað sérmenntui' fóstru til þessa starfa, Maríu Kjeld. Á vegum , Zontaklúbbsins mun dr. Röjskjær halda fyrirlestur fyrir almenning í 1. kennslustbfu há- skólans þriðjudaginn 11. september ki. 8.30. Mun fyrirlesarinn beina orðum sínum til allrá þeirra sem áhuga hafa á að fylgjast með þess- um málum, en þó einkum til fóstra kennara, hjúkrunarfólks sem fæst við börn — og að sjálfsögðu til allra foreldra sem þetta mál kynni að snerta. Blaðamönnum gafst kostur á að ræðíi við dr. Röjskjær um starf hans i Danmörku og um heyrnar- deyfu barna almennt. Verður síðar greint frá ummælum dr. Röjskjærs hér í blaðinu. . inum munu forsætisráðherrarnir flytja stutt ávörp. Fimmtudaginn 13. sept. ræðast forsætisráðherrarnir við í Stjórnar- ráðshúsinu. Að því loknu verður farið í Þjóðminjasafnið. KI. 12.30 halda forsætisráðherra Ólafur Thors og frú hans hádegisverðar- boð að Hótel Borg. Um kvöldið snæða hinir erlendu gestir kvöld- verð í boði forsetahjónanna að Bessastöðum. Föstudaginn 14. verð ur farið til Þingvalla ,og segir dr. Sigurður Nordal prófessor ágrip af sögu staðarins að Lögbergi og síðan verður hádegisverður að Þingvöll- um. Á laugardag 15. sept. snæða hinir erlendu gestir hádegisverð í boði borgarstjórnar Reykjavíkur að Hótel Sögu. Kl. 16.00 heldur Ben- Gurion fund með fréttamönnum í Ráðherrabústaðnum, en um kvöld- ið hafa Ben Gurion og frú hans boð inni í Þjóðleikhússkjallaranum. Á sunnudagsmorgun fara svo hinir er- lendu gestir af landi brott frá Kefla víkurflugvelli. Starfsmenn póstsins sjást hér raða niður umslögum frá Umferðamefnd. 13þús. umslög hjá póstinum Ýtarleg umferðarkönnun framkvæntd í vikunni Póststofan í Reykjavík hefur nú í vikubyrjun fengið eitt stærsta einstaka hlutverk sem hún hefur nokkru sinni tekið að sér. Er það að bera út um 13 þúsund umslög til allra bifreiðaeigenda í bænum. Öll þessi umslög eru send út í sambandi við mikilvæga og mjög víðtæka umferðarkönnun í Rvík og nágrenni. Umferðarkönnunin er í því fólg- in að allir bílaeigendur í bænum eru beðnir um að útfylla aksturs- spjöld þar sem þeir rekja hvert þeir aka um bæinn og á hvaða tímum og ná spjöldin yfir mið- vikudag og fimmtudag f þessari viku. Það eru skipulagsyfirvöld ríkis- ins og þeirra bæjar og sveitarfél- aga, sem á þessu svæði eru, sem standa fyrir könnuninni. Nær hún yfir Reykjavík, Kópavog, Garða- hrepp, Álftanes, Hafnarfjörð, 5el- tjarnarnes og Mosfellssveit. Tilgangurinn með þessari um- ferðakönnun er að afla upplýs- ingar um umferðina svo að draga megi af því ályktanir um þörf á bifreiðastæðum o. fl. Er könnun- in þannig mikilvæg undirstaða að því að unnt verði að gera gott bæj arskipulag fyrir framtíðina og á það ekki sízt við um það heild- arskipulag alls þessa svæðis, sem nú er unnið að. Umferðarkönnunin er miðuð við það að skapa umferð- inni betri aðstæður og er því hags- munamál allra vegfarenda, að hún gefi sem réttasta mynd af aðstæð- unum eins og þær eru nú. Vafalaust munu bílaeigendur taka þessum tilmælum vel, því að þeirra er hagurinn, að mál þessi verði skipulögð sem bezt. Það er auðveldast fyrir hvern og einn að taka miðvikudagsspjaldið út f bíl sinn á miðvikudagsmorguninn og skrifa og merkja í hann jafnóðum. Eru spjöldin send til manna með póstinum og fylgja þeim ýtarleg ar leiðbeiningar. SkæBir burdugur milli Serkju iuabyrðis í Alsír Dr. Christian Röjskær Valdabaráttunni f Alsír má nú heita lokið með sigri Ben Bella. Sóttu hersveitir hans að Algeirs- borg úr austri og vestri og stóð- ust skæruliðasveitimar f 3. og 4. herstjómarsvæði þeim ekki snúing. Víða kom t” átaka og jafnvel harkalegra bardaga, en skæruliða- sveitimar máttu sín lítils gegn 30 þúsund manna fullvopnuðu her- liði Ben Bella. Áður en þær sóttu inn í Algeirsborg gerðu deiluaðilj- arnir samkomulag, sem var kallað málamiðlun, en mun tryggja völd Ben Bella. Hafði Ben Bella gefið hernum fyrirskipun um að hertaka Algeirsborg, en eftir að samningar náðust hefur hann tekið þá fyrir- skipun aftur og á Algeirsborg að vera vopnlaus. BARIZT í KASBAH M.a. kom til harðra bardaga í Arabahverfinu í Algeirsborg. Stóðu þeir bardagar heila nótt og er tal- ið að mörg hundruð manns hafi látið lífið í þeim. Herinn sem Ben Bella styðst við er undir stjórn Boumedennes hers- höfðingja. Hann kemur frá Mar- okko og Túnis, en þar var hann æfður og útbúinn rússneskum vopnum. Hermenn þessir börðust ekki f Alsír f uppreisninni gegn Frökkum og hefur engar aðrar hernaðaraðgerðir framkvæmt en að færa Ben Bella völdin. Skæruliðarnir, sem börðust í Alsír gegn Frökkum eru ekki hrifn ir af þessu háttalagi. Þeir eru illa búnir vopnum en undrast hin. full komna vopnabúnað „innrásarhers- ins“, sem hefur yfir að ráða fall- byssum og vélbyssum af nýjustu gerð. Skæruliðarnir reyndu að hindra framsókn hersins með veg- artálmunum og víða sló í smá- bardaga, en hvarvetna varð lið skæruliða að láta í minni pokann. MIKIÐ MANNFALL Sigur Ben Bella hefur verið dýrkeyptur. Er talið að í hinum hörðu bardögum í nágrenni AlgArs borgar hafi mörg hundruð jafnvel nokkur þúsund Serkja fallið. Á einum stað í nágrenni borgarinnai munaði minnstu að Ben Bella yrði sjálfur fyrir byssukúlu, er hann reyndi að stöðva bardaga. Síðustu fréttir herma að enn hafi bardagar blossað upp á nokkr- um stöðum í nágrenni Algeirsborg ar og eru þrír vígvellir nefndir: Aumale, Brazza og Massena. Er til efni þessara bardaga sagt það, að her Ben Bella hafi ekki virt ..n- komulagið um að Algeirsborg skuli vera vopnlaus en reynt enn að sækja inn til borgarinnar. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.