Vísir - 14.09.1962, Blaðsíða 13
Föstudagur 14. september 1962.
Bíla- og
búvélasalan
S £ L U R :
Ytuskófla D.T. 6, sem ný.
Vörubílar:
Volvo ’61
Ford ’55
Chevrolet ’61
Chevrolet ’47, ’52, ’59
Volvo ’55, ’47
Skania ’57 með krana
Mercedes Benz ’55, ’60, ’61
F ó 1 k s b f 1 a :
Mercedes Benz ’55, ’56, ’58
Opel Caravan ’60, ’61
Opel Record ’61 4ra dyra
Volkswr.gen ’55, ’56, ’58, ‘60,
’61, ’62
Chevrolet ’55, ’57, ’59
Plymouth ’54, ’ZZ, ’57
Dodge ’58
Ford ’55, ’57
Opel Caravan ’55
Alls konar Jeppar og Stadion-
bílar.
Salan örugg.
iíla- og
búvélosaian
við Miklatorg Sími 2-31-3r
Tækifæris-
gjafir
Falleg mynd er bezta gjöfin,
heimilisprýði og örugg verð-
mæ'ti,’ erinfremur styrkur list-
menningar.
Höfum málverk eftir marga
listamenn. Tökum f umboðssölu
ýms Iistaverk.
MÁLVERKASALAN,
Týsgötu 1, sfmi 17602.
Opið frá kl. 1,
Bíla- og
búvélasolan
Selur bílana
Örugg þjónusta.
Bíla- og
búvélasalan
v/Miklatorg
Sími 2-31-36
Gaml(| bílasalon
Nýir bílar
Gamlir bíjar
Dýrir bílar
Ódýrir bílar
GamBa bílasalan
Rauðará. Skúlagötu 55.
I Slmf 15812
VISIR
13
Viðtal dagsins -
Framhald af bls. 4.
skjátlast, en mistök úr 20—30
cm steinsteypu, járnbentri ofan
í kaupið, getur fátt úr bætt,
nema þá kannski helzt vellukk-
aður jarðskjálfti.
— Hvað finnst þér um há-
húsin?
— Ég er svo sem ekkert á
móti háum þúsum frekar en
þeim lágu. En mér finnst und-
arlegt að sjá hvernig háhúsum
og lághúsum ægir saman i Há-
logalandshverfinu. Eða þessi
þéttstæðu 4—5 hæða fjögurra
fbúða hús, án lyftu en með
lyftu þaki. Hvernig fá menn
leyfi til að byggja svona? Það
læðist að manni sá grunur, að
þar komi til sögunnar allt í
senn: pólitík, kunningsskapur
og smekkleysi. Það er nógu
slæmt út af fyrir sig að eyði-
leggja gömul og góð íbúðar-
hverfi með þvf að lyfta þök-
um. En þegar ný hverfi eru
byggð með svona herðakistils-
svip, þá fer að verða erfitt að
skilja, hvað fyrir mönnum vak-
ir. Annars hefur mér skilizt, að
það séu ýmsir, sem ekki láta
arkitekta teikna fyrir sig. Ætli
maður að fá bakaða köku, fer
maður ekki til járnsmiðs. En ef
maður ætlar að byggja skjól
utan um litlu börnin sfn með
bláu augun, þá virðist vera ó-
þarfi að leita ráða sérmenntaðs
manns. Ég veit ekki hvort þetta
stafar af kæruleysi eða gáleysi.
— Er fólk þá ekki að horfa í
kostnað og reynað að spara?
— Getur ekki verið að þar sé
verið að spara eyrinn en kasta
krónunni? Eflaust sparar mað-
ur eitthvað í teikningakostnaði
í fyrstu umferð. En er það ó-
sennilegt, að maður tapi minnst
tilsvarandi í notagildi hússins,
ef ályktað er á þann einfalda
hátt, að sérmenntaður maður sé
hæfari á sínu sviði en sá, sem
ekki hefur hliðstæða þekkingu?
Að maður tali ekki um, hvað
verður um arkitektúrinn.
— Mér er sagt, að þú ætlir
að fara að skipuleggja Hafnar-
fjörð.
— Já, mér lánaðist að fá
fyrstu verðlaun í samkeppni um
miðbæ Hafnarfjarðar. Skömmu
síðar var ég ráðinn til að vinna
úr þessu skipulagi á grundvelli
keppninnar. Þetta er mjög ögr-
andi verk, þótt það sé erfitt.
Það er erfitt vegna þess, sem
þegar er byggt og vegna stærð-
ar verkefnisins, en ögrandi
vegna'hinnar sérstæðu náttúru-
fegurðár og möguleika, sem bæj
arstæðið býr yfir. Mér virðist
mikill hugur og baráttugleði í
hafnfirzkum yfirvöldum að
koma þessu máli I höfn.
— Og þú ert að hefjast
handa?
— Já, það virðist vera nóg að
gera, og eiginlega kominn tími
til að fara að vinna fyrir sér.
— Hvaða álit hefur þú á slík-
um samkeppnum? Þær eru ekki
mjög algengar hér.
— Nei, það er aldeilis furðu-
legt, að íslendingar skuli ekki
hafa fyrir löngu gert sér grein
fyrir því, að slíkar samkeppnir
gefa undantekningarlítið beztu
lausn málanna. Enda liggur það
í hlutarins eðli, að það eru meiri
möguleikar á góðri lausn ef 20
— 30 arkitekar senda minnst
jafnmargar lausnir á sama verk-
efninu. Það' er ódýr vinnukraft-
ur.
— Hvað segirðu um „ráð- i
húsmálið" svokallaða?
— Mér finnst það satt að
segja alveg skelfilegt. Ég !
reyndi einu sinni að útskýra
þetta mál fyrir útlendum starfs-
bræðrum. mínum, sem ' spurðu
hvort ekki væri von á sam-
keppni um ráðhús hér, an ráð-
húskeppnir þykja mjög girni-
legar meðal arkitekta. En ég
varð að gefast upp við útskýr-
ingarnar, vegna þess að ég
hafði enga skynsamlega skýr-
ingu á þessu máli. Á Norður-
löndum byggja opinberir aðilar
vart hundakofa, án þess að um
hann sé höfð arkitektasam-
keppni, en íslendingar virðast
hafa efni á að hafa ekki sam-
keppni um ráðhús höfuðborgar
sinnar.
— Svo að lokum: Hvernig á
að leysa það vandamál að sam-
ræma notagildi hússins fegurð-
argildi byggingarlistarinnar?
— Ef hægt væri að gefa
patentlausn á því vandamáli,
væri vart arkitekta þörf. Nú-
tímaborgin krefst skýrrar að-
greiningar bústaða, atvinnulífs
og menningarmiðstöðva. Hin sí-
aukna bílavæðing krefst skarpr-
ar aðgreiningar gangandi fólks
og umferðar. Með eðlilegum
tengslum hinna ýmsu hluta og
hjarta borgarinnar, myndar þá
borgin lífræna heild, þar sem
tæknin er beygð undir vilja
manneskjunnar og í þágu henn-
ar. En þarfir manneskjunnar
eru margslungnar. Hús eða
borg, sem ekki fullnægja hinum
óræðu þörfum jafnframt því
sem hin tæknilega hlið málsins
er leyst, gegnir ekki hlutverki
sínu. Hús og skipulag er órofa
heild. Hér er svo margt, sem
leikur saman. Húsið sem slíkt
verður að sjálfsögðu að upp-
fylla þær þarfir, sem því er ætl-
að, hverjar sem þær eru. En svo
kemur fleira til greina, svo sem
afstaða hússins til landslags, til
næstu byggingar, heildarmynd
hverfisins og nýting þess fyrir
íbúana eða þá starfsemi, sem
þar á sér stað.
Og svo kemur tjáningarform-
ið til sögunnar, hvemig þú skap
ar hús eða borg. Það er alltaf
hið óræða, hvort sem menn
vilja kalla það list eða eitthvað
annað.
; Fégurð byggingar og borgar
á áð vera hin sjálfsagða fegurð,
sem sprottin er af svarinu við
þörfum manneskjunnar.
Smurbrauðsstofan
BJÖRNINN
Njálsgötu 49 . Sími 15105
ÓSKAST
Verzlunarsambandið hf.
óskar eftir íbúð fyrir
starfsmann í 6— 8 mán-
uði. — Upplýsingar í
síma 1-8560 eða 1-9187.
Auglýsing
eykur
vidskipfin
*
HÁRBÖND í mörgum
íltum, og fyrir HAUST-
IÐ gott úrval af nær-
ingarcreme.
SNYRTIVÖRUBÚÐIN
LAUGAVEGl 76 . Simi 12275
INGÓLFSCAFÉ
Gömlu dansarnir
I kvöld kl. 9. — Aðgöngumiðar frá kl. 8.
Dansstjóri Sigurður Runólfssson
INGÓLFSCAFÉ
m
1912 — 1961
Afgreiðslukona
Konur óskast til afgreiðslu- og veitingastarfa.
Upplýsingar gefur Sigvaldi Sigurgeirsson í
síma 18500 eða 20740 eftir kl. 5.
bifreiðakerti
fyrirliggjandi 1 flestar gerðir bif-
reiða og benzínvéla. BERU-kertin
eru „Original” hlutir I vinsælustu
bifreiðum Vestur-Þýzkalands —
50 ára reynsla tryggir gæðin —
SMYRILL
Laugavegi 170 — Sími 1 22 60
LAUS STAÐA
Staða ritara við lögreglustjóraem-
ættið í Reykjavík er laus til um-
ók\iar.
laun samkvæmt launalögum. —
Jmsóknum, ásamt upplýsingum
um menntun og fyrri störf, send-
ist skrifstofu minni fyrir 20. sept-
ember 1962.
Lögreglustjórinn í Reykjavík,
13. september 1962.