Vísir - 14.09.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 14.09.1962, Blaðsíða 9
Föstudagur 14. september 1962.- VISIR 9 Eftir Þorstein Thorarensen J]nn er Efnahagsbanda- lag Evrpóu efst á baugi. I síðustu viku, meðan prentaraverkfall stóð hér heima, fór de Gaulle Frakklandsfor- seti í opinbera heimsókn til Þýzkalands og hefur aldrei neinum erlendum gesti verið fagnað eins mikið og honum. Sýna þau fagnaðarlæti betur en nokkuð annað, hve Evrópuhugsjónin er orð- in gríðarlega sterk í Þýzkalandi. Því hefði aldrei verið trúað þeir fagna ekki myndun Efna hagstfandalags Evrópu og hugs- anlegri aðild Breta að því. Þvert á móti hafa þeir staðið á fætui hver á eftir öðrum og haldif uppi harðorðum árásum á Mac millan forsætisráðherra fyrir að hyggja á slíka aðild, sem mun sundra hinu brezka samveldi. Á meðan sat Macmillan þung búinn á fundinum og hlýddi á ádrepurnar. Fyrstur tók til máls Diefen baker forsætisráðherra Kan- ada. Hann sagði að ef Bretai gengju í EBE myndi það þýðs að tengslin við Bretland slitn uðu. „Þér segið að Bretland geti ekki einangrað sig frá Evrópu. — en hvað um okkur i Kan- ada, við hefðum alveg eins get- að sagt, að við gætum ekki ein- angrað okkur frá Bandarfkjun- um. I 100 ár hefur Kanada stað- izt aðdráttaraflið frá Banda- ríkjunum, en nú eruð þér að Skopmynd, er á að sýna Samveldisráðstefnuna í London. Rándýr Samveldislandanna ast að Macmillan dýratemjara. ráð- De Gaulle fyrsti forseti USE áður fyrr að frönskum þjóð- höfðingja væri tekið svo inni- lega í Þýzkalandi. En nú hafa sýnilega orðið þáttaskil, erfða- fjendurnir Frakkar og Þjóðverj- ar hafa lagt deilurnar á hilluna og stefna nú óðfluga að ríkja- bandalagi, hvort sem það verða Bandaríki Evrópu eða sam- bandsríki Frakklands og Þýzka- lands. Þegar mannfjöldinn hyllti de Gaulle í Hamborg, Munchen og Stuttgart, var hann ekki ein- ungis að hylla forseta Frakk- lands, heldur mann sem fólkið getur ímyndað sér að verði inn- an fárra ára einnig forseti Þýzkalands. Svo furðulegt sem þetta virðist.þá er þáð stað- reynd, að þannig hugsaði hinn þýzki borgari sem stóð á torg- unum og hlýddi á de Gaulle flytja ræður á þýzku. /~KG svo gerist það í þessari viku, að Samveldisráð- stefna Bretlands er sett í Lund- únum. Þangað hafa komið for- sætisráðherrar nær allra brezku samveldisríkjanna. En neyða okkur til að gerast fylgi- hnöttur þeirra.“ Nehru forsætisráðherra Ind- lands var og mjög opinskár. Hann sagði: — Ég get ekki séð hvernig Samveldið á að stand- ast ef Bretland gengur í Efna- hagsbandalagið með þeim kjör- um sem nú eru boðin. Nehru réðist jafnframt á Efnahags- bandalagið og sagði að efling þess myndi auka spennu milli Austurs og Vesturs. TjANNIG var hljóðið í öllum forsætisráðherrunum og ekki var það bezt hjá forsætis- ráðherrum hinna nýju og van- þróuðu ríkja, sem telja að inn- ganga Bretlands í Efnahags- bandalagið verði geysilegt áfall fyrir þau. Öllu þessu harmkveini svar- aði Macmillan forsætisráðherra að lokum og var hann nú á- kveðnari og harðari í afstöðu sinni en nokkru sinni fyrr. Hann sagði beint út, að það væri ó- hjákvæmilegt að Bretland gengi í Efnahagsbandalagið. Hann hélt þvf fram aö það væri ekki aðeins hagur Bretlands heldur þegar allt kæmi til alls hagur allra samveldisríkjanna. Þá sagði hann að pólitísk atvik gerðu það nauðsynlegt, að Bret- land styrkti Efnhagsbandalagið á alþjóðavettvangi. Með inn- göngu í það myndi Bretland hefja för sína á stórfelldri fram- farabraut við hliðina á vinaþjóð um 5Íipirrv,á ^neginlandinu og frá ' ðflSgU' samtökum myndi 'Síðan Teiða kraft fram- fara og bættra lífskjara um all- an heim. Hefur það nú komið fram í fyrsta skipti hjá Mac- millan, að hann virðist ákveð- inn f þvf að leiða Bretland inn í Evrópubandalagið og kemst málið við það á nýtt stig. CAMEININGARAFL Evrópu beinist ekki aðeins að efna- hagssviðinu, heldur einnig að stjórnmálalegri sameiningu. — Þjóðverjar og Frakkar virðast ákveðnir í að halda áfram á þeirri braut, en smáríkin í Efna- hagsbandalaginu eru hikandi og vilja ekki halda áfram pólitfskri sameiningu nema Bretland komi með. Fyrir nokkru birti danski ut- anríkismálaritarinn Erling Bjöl athyglisverða grein í blaði sínu Politiken, þar sem hann ræðir um stjórnmálaástandið í hinum hugsanlegu Bandaríkjum Ev- rópu, eða USE eins og hann skammstafar það. Þar gerir hann ráð fyrir að England, Dan- mörk og Noregur verði auk sex- ríkjanna sambandsrfki í Banda- ríkjum Evrópu. Síðan hrærir hann saman styrkleika hinna ýmsu stjórnmálaflokka á þjóð- þingum einstakra ríkja og fær út úr því flokkahlutföllin á sam bandsþinginu. »JÖL kemst að þeirri niður- stöðu, að Jafnaðarmanna- lokkurinn verði öflugastur með 137 þingmenn. Næstir komi Kristilegu lýðræðisflokkarnir með 136 þingmenn, íhaldsmenn muni verða 90 talsins, Frjáls- lyndir 43, Hægri menn (eða nokkurs konar nazistar) 12 og kommúnistar 44. Hann segir að enginn vafi geti leikið á því, að de Gaulle Frakklandsforseti yrði kjörinn forseti og bætir við innan sviga (af þeirri ástæðu einni, að de Gaulle myndi sjálfur aldrei fallast á stofnun Bandaríkja Evrópu nema hann yrði sjálfur forseti). Þá er það ljóst, að Par- ís verður höfuðborg Evrópu. jpN þá byrjar baráttan um það hver á að taka við embætti forsætisráðherra. De Gaulle vildi gjaman fela Adenauer það, en þar sem Jafnaðarmenn verða stærsti þingflokkurinn, verður hann að ganga fyrst til Gaits- kell, foringja brezkra jafnaðar- manna, og fela honum stjórnar- myndun. En Gaitskell, sem þarf stuðning 253 þingmanna, fær aðeins 179 í lið með sér. Þá kemur röðin að Adenauer, en honum gengur ekki heldur vel að mynda stjórn. Hann vantar fáein atkvæði upp á meiri hluta, vegna þess að 15 íhaldsþingmenn vilja ekki með nokkru móti fallast á að Þjóð- verji verði forsætisráðherra. Hann getur aðeins myndað stjórn með því að leita eftir stuðningi fimm ítalskra ný-fas- ista. En þegar hann byrjar að fara á fjörurnar við þá, rís upp ólga meðal stuðningsmanna Adenauers, sem neita að styðja stjórn með ný-fasistum. Svo Adenauer verður að gefast upp. Næst er Macmillan beðinn að reyna sig, en honum mistekst vegna mótstöðu franskra þing- manna og vegna þess að Amin- tore Fanfani hefur gefið nokkr- um fylgismönnum sínum merki um að bíða, þar sem hann sé sjálfur búinn að finna þá „com- binasione“, sem muni tryggja Evrópu sterka stjórn. CVO að loksins kallar de Gaulle á Fanfani og biður hann um að leysa-vandann. Það gerir hann síðan með sama hætti og á Ítalíu, með myndun samsteypustjórnar Jafnaðar- manna og Borgaraflokkanna. Þessi hugmynd Erling Bjöls er skemmtileg, því að þó að hún muni aldrei koma fram, þá gef- ur hún lesandanum innsýn 1 það, að stjórnmáladeilumar munu halda áfram eftir sem áður í Bandaríkjum Evrópu og að sú hugmynd manna, að borg araflokkarnir yrðu þar allsráð- andi, er fullkomlega röng. Það má einmitt búast við því að Jafnaðarmannaflokkur yrði all öflugur í Bandaríkjum Evrópu. /~iG svo maður reki áfram hug ^ myndir Erlings Bjöls, má að lokum gefa nokkurt yfirlit yfir það, hvernig hann ímyndar sér að fyrsta sambandsstjórn Bandaríkja Byrópu yrði skipuð: Forsætisráðherra Fanfani frá ítalíu, Utanríkisráðherra Spaak frá Belgíu, Efnahagsmálaráð- herra Ludwig Erhard frá Þýzka- Iandi, Fjármálaráðherra Gait- skell frá Bretlandi, Upplýsinga- málaráðherra Willy Brandt frá Þýzkalandi, Landvarnaráðherra George Brown frá Bretlandi, Landbúnaðarráðherra Sigge Mansholt frá Hollandi, Félags- málaráðherra Saragat frá Italíu, Ráðherra utanríkisverzlunar Mende’s France frá Frakklandi, Menntamálaráðherra André Mal raux frá Frakklandi, Dómsmála- ráðherra Jo Grimond frá Bret- landi og Fiskimálaráðherra Os- car Gundersen frá Noregi, og eru þá aðeins nokkrir, ráðherr- arnir taldir. ^ De Gaulle felur Fanfani myndun fyrstu stjórnar Evrópu Þannig gæti það litið út, en myndin var teíc> í París f fyrra þegar Fanfani kom þangað í opinbera heimsókn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.