Vísir


Vísir - 14.09.1962, Blaðsíða 1

Vísir - 14.09.1962, Blaðsíða 1
f VISIR 52. ár. — Föstudagur 14. september 1962. — 110. tbl. Var hótunin um sö/ustöðvun óþörf? Bessastöðum í gærkvöldi. Forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, býður Ben-Gurion og frú hans velkomin að Bessastöðum, Á myndinni eru forsetinn, Ben-Gurion, frú hans og dóttir og yzt til hægri forsætisráðherrann Ólafur Thors. WLU FORSETA í gærkvöldi sátu ísraelsku for- sætisráðherrahjónin kvöldverðar- boð forsetahjónanna að Bessa- stöðum ásamt föruneyti sínu, Is- lenzku forsætisráðherrahjónunum og fleiri gestum. í gærmorgun ræddust forsaetisráðherrarnir við í hálfa aðra klukkustund, en upp- haflega hafði verið áætlað, að við- ræður þeirra stæðu einungis £ hálfa klukkustund. Hefur forsætis- ráðherra Óláfur Thors lýst aðdá- un sinni á Ben Gurion og talið hann með allra viðfelldnustu mönnum, sem hann hafi^ nokkurn tfmann kynnzt. Að viðræðunum loknum skoðaði Ben Gurion og frú hans íslenzka Þjóðminjasafnið í fylgd dr. Kristjáns Eldjárns, þjóðminjavarðár, og Gylfa Þ.GísIa- sonar, menntamálaráðherra. Nánar, er skýrt frá þeirri heimsókn í Myndsjá á 3. síðu í blaðinu í dag. í morgun skoðuðu hinir erlendu gestir Háskóla íslands en héldu síðan til Þingvalla og snæddu þar hádegisverð. Mikill fjöldi íslenzkra og ísraelskra blaðamanna fylgdu þeim þangað. í kvöld sitja hinir er- lendu gestir kvöldverðarboð borg- arstjórnarinnar í Reykjavfk, og á morgun hefur Ben Gurion fund með Islenzkum fréttamönnum. Á sunnudagsmorgun halda hinir tignu gestir okkar á brott frá Keflavíkurflugvelli með þotu frá Israel. David Ben-Gurion, forsætisráðherra, frú Dóra Þórhallsdóttir, forsetafrú, og Ólafur Thors, forsætisráðherra, í kvöldverðar- boði forseta Islands að Bessastöðum í gærkvöldi. 1 dag var farið að selja mjólk ina á nýja og hærra verðinu, en samkomulag varð um það í sex manna nefndinni að yerð á land búnaðarafurðum hækkaði um 12% til samræmis við þær kaup hækkanir sem orðið hal'a. Verðið á lítra af mjdjlk verð- ur sem hér segir. 1 lausu máli kr. 4.60, f heilflöskum kr. 4,85 og í hyrnum kr. 5,25. Enn hef- ur ekkert verið ákveðið um verð á rjóma eða öðrum mjólk- ur'afurðum og ekkert verð á neinum öðrum !andbúnaðarvör- um og eru þær því enn seldar á gamla verðinu, en búast má við nýju verði eftir helgi. Eins og Vísir hefur skýrt frá náðist fullt samkomulag í sex manna nefndinni nú í vikunni um verðlagsgrundvöllinn og þarf málið því ekki að fara fyrir yfirnefnd að þessu sinni. Að undanförnu hefur mikið verið rætt um það á fulltrúa- fundum bænda að gera ráðstaf anir til undirbúnings sölustöðv- unar á Iandbunaðarvörum. Nú hafa samningar tekizt auðveld- lega og er full ástæða til að meta störf sex manna nefndar- innar í þessu efni. En sú spurn- ing hlýtur að vakna upp um leið, hvort það hafi ekki verið óþarfi hjá bændasamtökunum að fara að veifa verkfallsvopn- inu jafn ógeðfellt sem það er og alvarlegt, jafnt fyrir framleið- endur sem neytendur. Mraðskeyti til flugvélar Það gerðist dálítið óvenjulegur atburður, þegar Sinfóníuhljóm- sveitin var að fljúga norður til Ak- ureyrar í gær. Þegar flugvélin, sem var Ský- faxi, hafði verið á lofti í um 20 mínútur barst flugstjóranum skeyti með gleðilegum fréttum til eins hljóðfæraleikarans. Sendi hann flugfreyjuna Sigrúnu Marf- nósdáttur aftur f farþegarýmið með tilkynninguna. Hún gekk rakleiðis >að Birni Guðjónssyni trompetleikara og til- kynnti honum: Það var að berast skeyti um að þér hefðuð eignazt dóttur. Móður og barni líður vel. Eins og geta má nærri urðu mik- il fagnaðarlæti í flugvélinni meðal félaga Björns og óskuðu þeir hon- um til hamingju. Verðmætin fundin Vísir skýrði frá því í gær að skjalamöppu hafi verið stolið úr bifreið á Brautarholti í fyrra- kvöld. Nú er innihald möppunn- ar allt komið til skila, en mappan sjálf ekki. 1 gærmorgun þegar Bergþór Jónsson byggingameistari var að koma til vinnu sinnar að háhýs- inu við Hátún 6, sá hann blöð á víð og dreif kringum húsið. Hann veitti þessum blöðum athygli og þóttist sjá að þarna væri um plögg að ræða sem ekki væru einskis nýt Frarrv.^'^ # bls 5