Tölvumál - 01.12.1994, Blaðsíða 5

Tölvumál - 01.12.1994, Blaðsíða 5
Desember 1994 Frá varaformanni Eftir Hauk Oddsson Nú er að ljúka góðu starfsári Skýrslutæknifélagsins. Þátttaka félagsmanna í ráðstefnum, fund- um og annarri starfsemi hefur farið vaxandi og er skemmst að minnast metaðsóknar að ET deginum núna í byrjun desember. A undanfÖmum ámm hefur ekki verið laust við að félagið hafi orðið fyrirbarðinu áþeirri kreppu sem dunið hefur á landsmönnum. Þrátt fyrir það hefur tekist að reka félagið með afgangi þó ekki sé hægt að segja að um verulega fjárhagslega uppbyggingu hafí verið að ræða. Þó að auðsöfnun sé ekki á stefhuskrá félagsins er nauð- synlegt að ijárhagsleg staða þess sé sterk. Með sterkri Ijárhagslegri stöðu verður hægt að takast á við stæni og kostnaðarsamari verkefni án þess að draga úr annarri starf- semi. Þegar á heildina er litið er staða félagsins viðunandi en stefna stjórnar er að halda áfram hóflegri en ákveðinni fjárhagslegri upp- byggingu. Það er alltaf álitamál í iiverju starfsemi félagsins eigi að felast. Ekki má dreifa kröftunum um of og starfsemin verður að höfða til áhuga félagsmanna. Víst er að á næsta ári verður haldið áfram á svipaðri braut og mörkuð hefur verið. Ný viðamikil verkefni eru á næsta leiti. Útgáfa tölvuorðasafns í samstarfi við orðanefnd félagsins er viðamikið og kostnaðarsamt verkefni. Stofnaður hefur verið framkvæmdahópur um útgáfu orðasafnsins. í honum sitja fyrir hönd stjórnar SI þeir Heimir Sigurðsson og Douglas Brotchie, en fyrir hönd orðanefndar Signín Helgadóttir. I orðanefnd hefur verið unnið mikið og merkilegt starf. Það er löngu tímabært að koma því starfi á framfæri. Að lokum vill stjórn Skýrslu- tæknifélagsins óska félögum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Öllum þeim er lögðu hönd á plóginn á árinu þökkum við fyrir þeirra framlag. Þátttakendum í ráð- stefnum og fundum þökkum við áhugann og vonum að þeir hafi haft gagn og gaman af. Haukur Oddsson er for- stöðumaður tölvu- og upp- lýsingadeildar Islands- banka Þjóðlegar kröfur til upplýsingatækni 9. nóvember s.l. var sett á laggimar tækninefnd á vegum Fagráðs í upplýsingatækni og Staðlaráðs íslands um þjóðlegar kröfur í upplýsingatækni. Verkefni nefndarinnar er að ná sam- stöðu um þjóðlegar kröfur hér lendis til upplýsingatækninnar vegna útgáfu á íslenskum forstaðli. Síðan þarf að kynna niður- stöðurnar innanlands sem utan og koma þeim inn í Evrópuskrár um þjóðarkröfur til upplýsingatækni, bæði á læsilegu og tölvutæku formi. Rúmlega 20 manns sátu þennan fyrsta fund. Þetta er gert til að íslenskar sérkröfúr til upplýsingatækninnar séu skýrar og upplýsingar urn þær aðgengilegar framleiðendum og öðrum sem þurfa að vita af þeim. Gert er ráð fyrir því að tillaga að forstaðli verði tilbúin innan 6 mánaða. Síðan þarf að fá forstaðalinn samþykktan og skráðan inn í Evrópuskrá samtímis. Ákveðið var að stofna tvo vinnuhópa innan nefndarinnar. Annar á að ijalla sérstaklega urn stafatöflur en eins og margir vita em í notkun margar stafatöflur hérlendis. Hinn hópurinn á að vinna að tillögum um innihald staðalsins. Á fundinum komu fram ýmis sjónarmið um það hvað ætti að vera í staðlinum. Til dærnis að ekki væri rétt að binda þjóðlegar kröfur í staðla. Einnig kom fram að ef engin staðall væri gerður myndu framleiðendur taka ákvarðanir fyrir okkur. En þeir verja margir rniklu fé i að laga búnaðinn að þjóðlegum kröfum. 5 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.