Tölvumál - 01.12.1994, Blaðsíða 31

Tölvumál - 01.12.1994, Blaðsíða 31
Desember 1994 Hvað er nýtt? M yndræ n notendaskil eru flókin Hönnun notendaskila veröur aö taka alvarlega M eö biölara/m ný hönnunar Nýjum áhættuþáttum veröur aö mæta meö nýjum verklagsreglum iölara kom; 'kefni Gömlu aðferöirnar passa ekki viö ný verkfæri setningu og þá oft um leið í biðlara/ miðlara umhverfí. Öflug verkfæri eru komin á markað til þess að gera slík kerfi og eðlilegt að not- endur vilji nýta kosti þeirra. Það em þó ákveðin atriði sem huga þarf að til þess að halda gæðum í lagi og kostnaði innan skynsam- legra marka. Við gerð biðlara/miðlara kerfa er meiri þörf á skipulögðum vinnu- brögðum en áður. Að sjálfsögðu þurfa markmið og þarfír að vera vel skilgreind eins og áður en til viðbótar kemur að tæknilegt um- hverfí er flóknara og krefst mun betri skipulagningar. Þetta á við um net- og gagnasafnskerfi og uppbyggingu í hugbúnaðarkerf- inu sjálfu, hvað er gert á vinnu- stöð notandans og hvað er gert á miðlara, hvemig er kerfínu skipt upp í einingar o.s.f.v. Biðlara/miðlara kerfisgerð hefst með skoðun á viðkomandi starfsemi og skiptingu verkefnis í sjálfstæða áfanga, sem hver um sig hefur vel skilgreinda aíurð sem nýtist endanlegum notendum. Fyrir hvern áfanga er endurtekið þar til viðunandi lausn fæst gerð notenda- skila með frum- myndum, gagna- uppbygging, forritun og sam- skipti við önnur kerfi. í hverri endurtekningu eiu notendur virkir þátttakendur og úttektaraðilar. Næstu áfangar byggjasvoáþeirri reynslu sem fékkst við gerð fyrri áfanga. Með þessari aðferð kemst nothæfur hluti fyrr í gagnið og mun betri trygging er fyrir því að niðurstaðan henti viðskiptaþörfum. Hér á eftir er lýst helstu verkefnum og hjálpartækjum við gerð minni kerfa fyrir biðlara/miðlara og myndræna framsetningu. 1. Góð gagnaskipulagning er að minnsta kosti jafn mikilvæg fyrir biðara/miðlara kerfí og áður, ef ekki mikilvægari. Til viðbótar því að tryggja að gögnin geti svarað þörfum not- andans nú og í fýrirsjáanlegri framtíð kemur umíjöllun um hvar gögnin eru geymd og hvaða hluti þeirra er hugsan- lega endurtekinn til þess að bæta svartíma. Einindalíkan (gagnalíkan) ætti að gera fyrir öll kerfí hversu smá eða stór sem þau eru. Fyrir smæstu kerfin er það hugsanlega eina formlega hjálpartækið sem notað er við skipulagninguna. 2. Talið er að um 40% aukins notagildis myndrænna not- endaskila náist með bættri framsetningu og samhæfni framsetningar en um 60% með breytingu á grunnhugsun eða virkni þessara nýju kerfa. Grundvallaratriði í þessari nýju virkni er að notandinn velur "hlut" til að vinnameð og síðan aðgerð til að framkvæma á "hlutinn". Dæmiúrvörukerfí: Við móttöku á pöntun myndi sölumaður velja að vinna með "hlutinn" pöntun og síðan aðgerð- ina nýskrá. Skrá síðan pöntunina og velja vörur (annar hlutur) sem verið eraðpanta. Þegar skráningu Markmið myndrænna notendaskila er... Notagildi! 31 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.