Tölvumál - 01.12.1994, Blaðsíða 29
Desember 1994
rannsókna og þróunar í ein-
stökum löndum.
Hér kemur til athugunar
- einstaklingsbundin kennsla
(námsaðgreining) og aðferðir
í námi og kennslu þar sem
tölvutœknin kemur við sögu,
- notkun upplýsingtækni í
sérkemislu og til sérhœfðrar
aðstoðar við nemendur.
2. Implementering
- Þær niðurstöður sem fást úr
rannsókna- ogþróunarverkefn-
um svo og tilteknar aðgerðir
t.d. á sviði gæðastjórnunar í
skólurn sem beitt er í einstökum
löndum verði hafðar til
viðmiðunar í kennaramenntun
og endurmenntun kennara.
- Upplýsingatækni sem tæki fyrir
kennara. Því er haldið fram í
mörgum löndum að bilið milli
þeirra sem kunna að nota tölvur
og þeirra sem ekki kunna að
nota tölvur sé mjög breitt og
fari breikkandi. Það átak í
endurmenntun og kennslu-
foiTÍtagerð sem staðið hefur
síðustu 10 árin hefur fyrst og
fremst náð til tiltölulega fárra
áhugasamra kennara. Þessu
þarf að breyta. Kennararþurfa
að setjast niður og reyna að
ávinna sér þekkingu á því
hvaða þýðingu tölvan getur
haft í kennslunni.
3. Þróunkennslugagnaoggagn-
kvæm skipti á þeim
Enn sem komið er er norræni
markaðurinn ekki það stór að hann
geti íjármagnað vönduð og dýr
kennsluforrit. Mun víðtækari
notkun tölva í skólastarfi er
forsenda íyrir því að þetta geti
orðið. Það er ljóst að gerð kennslu-
forrita flyst í auknum mæli yfir til
einkaaðila og til kennslugagna-
framleiðenda. Náið samstarf við
þessa aðila er því mjög mikilvægt.
Óháð því hvort þeir sem sinna
þessum málum eru einkaaðilareða
hið opinbera, er æskilegt að nota
norrænt ijármagn til að stuðla að
samstarfí milli aðila og styrkja
verkefni sem unnið er að sam-
eiginlega.
4. Fjarkennsla
- Norrænt samstarf milli stofn-
ana og samtaka sem vinna að
mismunandi formum fjar-
kennslu.
- Aukin framlög til aðgerða á
sviðinu hafa mikið að segja
fyrir "VestNorden".
5. Aðgangur að tölvunetum og
gagnagrunnum
Fyrr á þessu ári ákváðu
menntamálaráðherrar Norður-
landa að koma á fót norrænu skóla-
neti. Það er ljóst að hér opnast
möguleiki til einfaldari samskipta
rnilli kennara og stofnana en nú er
völ á, auk þess sem unnt verður að
komast í samband við fleiri gagna-
grunna en nú er unnt með góðu
móti.
6. Höfundaréttur og samningar
um hugbúnað, gagnagrunna
og tölvunet.
I tengslum við norrænt sam-
starf á sviði upplýsingatækni má
búast við að upp komi vandamál í
sambandi við höfúndarétt. Lagt er
til að komið verði á fótnorrænum
hópi sérfróðra aðila á sviði
höfundaréttar til þess að finna
lausn á slíkum málum.
Áhyggjuefni:
1. Núverandi starfsumhverfi
kennara gefur ekki tilefni til að
þeir leggi sig fram um að taka
upp þá tækni sem tölvumar
bj óða upp á og breyta kennslu-
háttum í samræmi við það.
Tæknin gerir það að verkum
að þeir þurfa að breyta starfs-
háttum sínuin og jafnvel við-
horfum til starfsins.
2. Ein forsenda þess að þróunin í
skólastarfínu verði í samræmi
við þá möguleika sem fyrir
hendi em, er að til komi auknar
ijárveitingar. Ef þetta gerist
ekki hef ég vemlega áhyggjur
af því hver staðan verður innan
nokkurra ára.
3. Auka þarf rannsóknir á sviði
tölvunotkunar í skólum. Nauð-
synlegt er að greina þörfina og
gera sér grein fyrir því sem
gera þarf og á hvaða forsend-
um hægt er að byggja.
Hörður Lárusson er
deildarstjóri í mennta-
málaráðuneytinu
Punktar...
Harðari samkeppni
Búi maður í Bandaríkjun-
um og kaupi að minnsta kosti
tvo hugbúnaðarpakka frá
ákveðnum stómm framleið-
anda hugbúnaðar eða einka-
tölvu ffá vissum vélbúnaðar-
framleiðanda þá getur flug-
miði fylgt með í kaupunum.
Þó verða kaupin að eiga sér
stað fyrir jól og flugmiðinn
kostar tíu dollara en gildir á
öllum flugleiðum tiltekins
flugfélags. Ef fest eru kaup á
bæði hugbúnaðinum og tölv-
unni fást tveir miðar. Þetta
gildir þó aðeins um vissa hug-
búnaðarpakka ætlaða til
heimanotkunar. Gert er ráð
fyrir því að næsti stóri mark-
hópurinn sem á að fá til að
íj árfesta i upplýsingatækninni
sé einmitt heimanotendur og
sérstaklega eru bundnar vonir
við margmiðlunina þar.
29 - Tölvumál