Tölvumál - 01.12.1994, Blaðsíða 18

Tölvumál - 01.12.1994, Blaðsíða 18
Desember 1994 miðað við að eiginleikar efna, sem efnismassa, haldi sér. Flest efni hætta að hegða sér eins og við eigum að venjast þegar þykkt eða rúmmál þess fer niður fyrir u.þ.b. 1000 frumeindir (eða um 250nm (0,25|am) fyrir hálfleiðara- sameindir). Þegar búa á til hluti sem hafa minni víddir en sem svarar nokkur hundruð frum- eindum þá taka við önnur lögmál, sem ekki eru eins vel þekkt og þau sem gilda fyrir efnin í heild sinni. Vídd sameinda í hálfleiðurum er um fj órðungurúr nanómetra (0,25 nm). Þess vegna hefúrtæknin, sem þarf til að búa til hluti úr einstökum sameindum, oft verið kölluð nanótœkni. Skoðum fyrst hversu langt hægt verður að komast með því að nota sérhinavenjulegu eiginleikaefna við að smíða MOS rásir. Nú- veranditækni leyfirsmíðiörgjörva með meira en lgm nákvæmni. Hinn nýi PowerPC 601 gjörvi er smíðaður með 0,65umnákvæmni, en talið er að miðað við þær fram- leiðsluaðferðirsemfyrirsjáanlegar eru séu neðri mörkin nákvæmni uppáum0,15|mn. MOSrásirem byggðar upp sem nokkur lög mismunandi leiðandi efna. Eflögin sem eiga að vera einangrandi verða of þunn þá er hætt á að rafeindir getikomistámilli leiðandi laganna og haft áhrif sem ekki er ætlast til. Neðri mörkin á þykkt einangrandi efnis til að koma í veg fyrir þessa smitun á milli laga virðast vera af stærðargráðunni 5 nm. Á rann- sóknarstofnunum hafa nú þegar hafa verið framleiddar MOS rásir sem eru nálægt þessum mörkum. Þau rafsegulsvið sem myndast í hálfleiðararásum setja smækkun þeirra ákveðin takmörk. Ef raf- segulsviðið verður of sterkt þá missir efnið alla stjóm á rafeind- unum og úr getur orðið óstjórnleg aukning í rafstraumi. Þessi mörk eru mismunandi eftir efnum, en í kísli koma þessi vandamál fram við 3* 105 V/cm. Þar sem lág- marksnothæf spenna í kísilrás er um IV, þá kemur i ljós að lág- marksviðbragðstími kísilrásar er um 10" sek., eða 0,01 ns. Nú er reyndar að verða algengara að frumeindum af öðmm gerðum sé “blandað saman við” kísilfrum- eindimar til að fá fram betri eigin- leika (kallað “doping”). Þegarrök- rásir smækka án samsvar- andi minnk- unar i raf- spennu þá veldur það auknum hita sem þarf að losa úr rás- inni. Þeir gjörvar sem einnig hafa mjög háa klukkutíðni leggja enn meiri byrðará kælitæknina. Pentiumgjörvimifrá Intel er 2,9 cm2 að flatarmáli og notar allt að 16 vött, eða 5,5 W/ cm2. Tilhliðsjónarerorkuþéttleiki hellu á eldavél um 3 W/cm2. Takmörkin eru þó enn ekki í Mynd 3. Skipting afkastaaukningar milli samhliða vinnslu og hraðaaukningar augsýn því tekist hefur að kæla kísilflögumeð 1000 W/cm2. Hversu hratt er þá fræðilega mögulegt að framkvæma grunn- bitaaðgerðirnar í tölvum? Það er ekki auðvelt að svara þessari spurningu. Hingað til hefur afkastageta tölva nokkurn veginn tvöfaldastá2-3árafresti. Ekkier öll sú aukning vegna aukins hraða, heldur er farið að nota samhliða vinnslu meir en áður. Efvið lítum einungis á hraða einstakra bita- aðgerða þá eru á þeim augljós efri mörk, sem er hraði ljóssins í gegnum þær sameindir sem nauð- synlegar eru til að búa til aðgerð- ina. Það tekur ljósið um 10-17 sek. að fara í gegnum 10 frumeindir efnis. I hraðvirkustu rökrásum í dag tekur ein bitaaðgerð um 10- 1 1 sek. þannig að í framtíðinni er varla er hægt að búast við nema(!) í mesta lagi milljónfaldri hraða- aukningu. Tilþessað veldisaukn- ingin í afkastageta tölva geti haldið áfram næstu árin er augljóst að sífellt stærri hluti þeirrar aukningar verður að koma frá samhliða vinnslu. Nú þegar er samhliða vinnsla orðin mikilvægur þáttur í afköstum flestra örgjörva (sbr. pípun, "superscalar", o.fl.). Á mynd 3 sést gróf spá um hvemig hlutur samhliða vinnslu í afkasta- aukningu mun vaxa næstu áratugi. Nanótölvur Eins og fram hefur komið að ofan verður varla nægilegt að nýta eingöngu stórsæja (e. macro- scopic) eiginleika efna nema í einn til tvo áratugi í viðbót. Þá verða menn væntanlega að fara að smiða tölvur úr einstökum sameindum. Mikið hefur verið rætt og ritað að undanförnu um þau vinnubrögð sem nota þarf á þessum stærðar- þrepum. Tækni þessi kallast nanótækni vegna þess að stærð- irnar eru mældar í nanómetmm. 18 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.