Tölvumál - 01.12.1994, Blaðsíða 15

Tölvumál - 01.12.1994, Blaðsíða 15
Desember 1994 að takast á við þær hættur sem ekki er hægt að minnka eða eyða. Akvarða þarf neyðarstig sem unniðereftirhverjusinni. Neyðar- stig gætu til dæmis verið ijögur: 1 .Húsnæði og búnaður með öllu ónothæft. 2.Húsnæði ónothæft en helsti búnaður nothæfur. 3 .Húsnæði og búnaður að rnestu nothæft. 4.Bilun í vélbúnaði. Á mynd 1. má sjá flæðirit sem sýnir þær aðgerðir sem viðhafðar eru fyrir 4. neyðarstig eða vélar- bilun. Þriðja stigið er að setja saman neyðaráætlunina sjálfa þannig að hún verði aðgengileg og auðlesin. Á þessu stigi verður að vera búið að framkvæma alla undirbúnings- vinnu auk þess sem skipa verður starfsmönnum í neyðarhópa. Á síðasta stiginu er áætlunin prófúð aftur og aftur og breytingar og leiðréttingar framkvæmdar rniðað við niðurstöður úr próf- unum. Notkun neyðaráætlunar Eintök af neyðaráætlun þurfa að vera til á ýmsum stöðum og allir sem sjá urn stjórnun neyðar- aðgerða eiga að hafa eintak hjá sér. Við áfall þarf að meta hvert neyðarstigið er ogheija síðan strax endurreisnarstarf á viðeigandi stigi samkvæmt neyðaráætlun. Með vel hannaðri neyðar- áætlun er hægt að takast á við næstumhvaðaáfall semeráskipu- legan hátt. Jónas Sturla Sverrisson er tölvuöryggisfrœðingur og starfar hjá Tölvuöiyggi og TVÍ. Punktar... Ástarsögur um tölvunet Carnegie-Mellon háskól- inn hefur bannað allt sem tengist erótík á innanhús tölvu- netinu. Þessu mótmæla hástöfum margir og benda á að það væri allt eins hægt að banna bækur Henry Miller á bókasaíninu. Reyndar er ákvörðun há- skólans í samræmi við það sem er að gerast á Internetinu, það er á þeirn tölvum háskóla sem því tengjast. En þetta er að því leytinu sérstakt að Carnegie-Mellon háskólinn hefur lengi verið framarlega á sviðitölvutækni. Gaman væri að vita hvort slíkt bann er í gildi hér á landi. Einkatölvaskilyrði Þrír háskólar í Los Angeles, Bandaríkjunum, íhuga að gera það að skilyrði fyrir inngöngu í skólann að væntanlegur nemandi eigi einkatölvu. Þessir skólartelja að einkatölvan sé svo mikil- væg að ekki sé hægt að mennta sig án aðstoðar hennar. Þetta er talið sérstaklega rnikil vægt nú þegar hafðar eru í huga allar upplýsinganrar sem hægt er að nálgast á Internetinu. Punktar... Gagnabankar Samkvæmtnýlegri saman- tekt eru núna um 5.1 milljón áskrifenda að gagnabönkum í Bandaríkjunum. Compuserve er þeiira stærstur en Prodigy og America Online eru í næstu sætum. Fjölgun notenda er hröð eins og sjá má af því að á rnilli áranna 1993 og 1994 var aukning um 75%. Á næstunni er gert ráð fyrir fleirum í slaginn urn efsta sætið eins og Microsoft og Apple. Gert er ráð fy rir minnst þremur milljónum áskrifenda til viðbótar á árinu 1995. Þýðing samtímis Ef maður íekur þátt í um- ræðurn í tilteknum gagna- banka, skiptir ekki máli hvort töluð er franska, þýska eða enska. Þýðing fer frarn jafn- óðurn og eitthvað er lagt til málanna. Þýðing virkar þokkalega þótt ekki sé hún fúllkomin, enda erlitt að nota tölvutæknina til að skilja öll blæbrigði málsins eða mállýskur. Og ekki er aðeins þýtt úr viðkomandi mál i heldur einnig á. Hvort eða hvenær ástkæra yl hýra málið okkar fær að vera með er óljóst en ef svo væri opnaði það mörgurn dyr að íslenskrimenningu. 15 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.