Tölvumál - 01.12.1994, Blaðsíða 16

Tölvumál - 01.12.1994, Blaðsíða 16
Desember 1994 Grundvallartakmarkanir í tölvutækni Eftir Hjálmtý Hafsteinsson Inngangur Öll höfum við fylgst með því hvemig afkastageta tölva hefur margfaldast á síðustu áratugum. Þessi þróun er einsdæmi í rnann- kynssögunni, en samt er eins og þeir sem lifa og hrærast í tölvu- heiminumlíti áþessaveldisaukn- ingu á tölvuhraða sem sjálfsagðan hlut. Afkastaaukning undanfarinna ára hefur náðst með betri fram- leiðslutækni, hentugri efnum, en ekki síst með sífellt meiri smækk- un rökrása. Nú er það svo að í eðlisfræðinni eruýmis lögmál sem í framtíðinni munu væntanlega setja smíði hraðvirkari tölva ákveðnar skorður. Þar má nefna ljóshraðann, óvissulögmál Heis- enbergs og ýmis lögmál tengd byigjulengdrafsegulbylgja. I þessari grein mun ég skoða nánar þessar takmarkanir og velta upp ýmsum afleiðingum þeirra. Umijölluninverðurtvíþætt. Fyrst verður hugað að því hvort útreikn- ingar í tölvum kreíjist einhverrar lágmarksorku, en síðan lítum við á takmarkanir á hámarkshraða tölva. Vegna ljóshraðans tengist hámarkshraði lágmarksstærð, svo að við munum aðallega velta fyrir okkur hversu smáar tölvur hægt er að smíða. Lágmarksorka Menn hefur lengi langað að vita hvort til sé einhvert lágmarks- orkumagn sem þarf til að fram- kvæma einstakar grunnaðgerðir í tölvum. Johnvon N eumann var einn afþeim fyrstu sem skoðuðu þessa spurningu, en síðan hafa margir fleiri lagt sitt af mörkum. Það er tiltölu- legaauðveltaðsjá fyrir sér ákveðin neðri mörk sem byggjast á þeirri hreyfiorku sem allar sameindir efna hafa við ákveðið hitastig. Sameindir allra joulc Mynd 1. Orkunotkun grunnbitaaðgerðci efna eru á sífelldri handahófs- kenndri hrey fingu sem er háð hita- stiginu. Hreyfiorka einstakra sam- einda er nokkuð breytileg, en hún er veldisdreifð með meðaltal kT joule, þar sem k er Boltzmann fastinn, sem er um 1.38 * 10'23 joule per Kelvin gráðu, og T er hitastigið í Kelvin gráðum. Við stofuhita cr/cfþví um4.14 *10'21 joule. Til þess að varðveita stöðu eins bita í rökrás tölvu verður ákveðinn orkuþröskuldur að vera til staðar, annars myndu hinar óreglulegu hreyfmgar sameind- annabreytahenni. Vegnaveldis- dreifingar á orkustigi einstakra sameinda verðurþessi orkuþrösk- uldur að vera þó nokkuð hærri en kT. Bitaaðgerðir rökrásarinnar felast hins vegar í því að breyta gi ldum einstakra bita og þær þurfa því að yfirvinna orkuþröskuldinn. Þar af leiðandi kreíjast þær orku sem er heldur hærri en kT. Nútíma tölvur eru enn nokkuð langt frá þessunr neðri mörkum þó að orkunotkun tölva hafi lækkað mjög mikið frá því þær komu fyrst fram. Á mynd 1 sést hvemig orkunotkun per grunnbita- aðgerðhefurþróast. Afmyndinni má ráða að þessi þróun getur ekki haldið áfram nema í tvo til þrjá áratugi til viðbótar. Til gamans má geta þess að þegar firumur eru að afrita DNA sameindir þá tekur hver aðgerð 10"3 sek. og notar um 20Æreðaum 10"l9joule. Náttúran er því mun nær þessari lágmarks- 16 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.