Vísir - 29.09.1962, Síða 4
VÍSIR . Laugardagur 29. september 1962.
Hvað veizt þú um
þjóðfélagsmál?
Einn vetur hefir ný-
stárleg stofnun starfað
hér í höfuðborginni. —
Hún heitir Félagsmála-
stofnunin og veitir Hann
es Jónsson félagsfræð-
ingur og fulltrúi í Utan-
ríkisráðuneytinu henni
forstöðu. Markmið stofn
unarinnar er að kenna
mönnum hagnýt þjóðfé-
Iagsvísindi — gegn vægu
gjaldi.
Hér er ekki um ríkis-
stofnun að ræða heldur
einkaskóla, sem settur
Hefir verið á laggimar
vegna þess að forstöðu-
manni hans þykir sem
við íslendingar séum of
vankunnandi í þeim
fræðum, er fjalla um
þjóðfélagið sjálft, grund-
völl efnahagslífsins og
samskipti þegnanna.
Okkur á Vísi fannst
vel til fundið að spjalla
dagstund við Hannes um
skóla hans og fer viðtal-
ið hér á eftir.
—Hver er tilgangurinn með
stofnun Félagsmálastofnunar-
innar?
— Þegar Félag'smálastofnunin
var skrásett 24. október, 1961,
var tekið fram, að tilgangur
hennar væri þríþættur
1) að annast alþýðufræðslu
um félags-, efnahags- og verka-
lýðsmál.
2) að annast rannsóknarstörf
á sviði félags- og efnahagsmála.
3) að annast útgáfustarfsemi.
Námsflokkastarfsemin, sem
miðar að því að fullnægja fyrsta
Iiðnum, hefur verið mest áber-
andi í starfseminni fram að
þessu. Eigi að síður hefur verið
unnið að hinum atriðunum af
fullum krafti, eins og koma mun
í ljós á næstunni".
— Og hvernig varð nú reynsl-
an af þessari nýstárlegu starf-
semi f fyrra?
— Betri en búizt var við. 105
nemendur tóku þátt f námskeið-
unum sl. vor og náðu allir nokkr
um árangri og sumir ágætum.
— Hvaða greinar voru kennd
ar í fyrra?
— Tvær greinar: Fundarstörf
og mælska og erindaflokkur um
verklýðs- og efnahagsmál. Er-
indaflokkurinn byggðist á rann
sóknarstörfum, sem sérfræðing-
ar þeir, er erindin fluttu, höfðu
annazt. Úrval erindanna er nú í
prentun og kemur að forfalla-
lausu út í fyrstu viku október
undir nefninu Verkalýðurinn og
þjóðfélagið. Þetta verður fyrsta
bókin í bókasafni Félagsmála-
stofnunarinnar.
— Hvers konar bækur verða
í þessu bókasafni?
— Fyrst og fremst skemmti-
legar og fróðlegar bækur á sviði
félags- og efnahagsmála, sem
vonandi eiga eftir að vera góðar
handbækur fyrir stjórnmála-
menn, verkalýðsleiðtoga og
félagsmálafrömuði. Motto bóka-
safnsins er: Smáar bækur, mikið
efni“.
ir þátttöku í námsflokkunum?
— Hún er lang-mest eftir
— Nú verða greinarnar fjór-
ar, þ. e. fundarstörf og mælska,
verkalýðsmál, þjóðfélagsfræði
og hagfræði".
hæfni okkar og mælsku.
— Þessu til viðbótar má geta
þess, að árangursrík ástundun
sumra atvinnugreina byggist að
verulegu leyti á þvf, að viðkom*
andi hafi þjálfað sig í framsagn-
arlist og í að skipuleggja mál
sitt. Þetta á að sjálfsögðu fyrst
og fremst við um kennarana en
einnig um lögfræðinga, presta o.
fl. Ég held t. d. að kennarinn,
sem kallaður er „lélegur" kenn-
ari sé yfirleitt ekki verr að sér
í þeirri grein, sem hann kennir,
heldur en kennarinn, sem kallað
ur er „góður“. Það, sem í flest-
um tilfellum gerir gæfumuninn
fyrir þá og nemendurna, er, að
sá „góði“ hefur þjálfað sig í að
skipuleggja betur efni máls síns
en hinn og e. t. v. lagt sig eftir
áheyrilegri framsögn. — En
þetta eru jú tvö undirstöðuatrið
in, sem við tökum fyrir við
mælskukennsluna.
— En hvað um þjóðfélags-
fræðina? Er hún ekki merkileg
en vanrækt fræðigrein hér á
landi?
Hannes Jónsson félagsfræðingur.
um gagnfræðaskólum, öðrum
ekki, er kennd félagsfræði 1
tíma í viku í efsta bekk. í
Menntaskólanum er talið að ein
hvert kennslukák fari fram í
félagsfræði samhliða sögunámi;
í iðnskólum, sjómannaskólum
og húsmæðraskólum er félags-
fræði yfirleitt ekki kennd. Og,
það sem mér finnst alvarlegast
af öllu, Kennaraskóli íslands
hefur félagsfræði ekki m.jðal
sérmenntaðra eða „hvítflibba"-
launþega“.
— Er þá að verða breyting
á íslenzkri stéttaskiptingu?
„Þjóðfélags- og atvinnuþróun-
in það sem af er þessari öld
virðist stöðugt hafa verið að
breyta tölulegri þýðingu at-
vinnugreinanna, og framleiðslu-
og þjónustuhlutverk stéttar
vinnuseljenda virðist stöðugt
v^ra að fá breiðari grundvöll.
SvoWð er oð finna hjá Félagsmálastofnuninni
— Og hverjir kenna þessar
greinar?
— Bjarni Bragi 'Jónsson, hag-
fræðingur, kennir hagfræðina en
ég hinar greinárnar.
—■ Er eftirspurnin sæmileg eft
fundarstörfum og mælsku.
— Eru það þá helzt upprenn-
andi stjórnmálamenn, sem sækj
ast eftir mælskuþjálfun?
— Það má vera, að eitthvað
sé af þeim. Hins vegar er það
mikill og almennur misskiln-
„Jú, það er víst óhætt að
segja hvort tveggja. Þjóðfélags-
fræðin fjallar fyrst og fremst
um ríkið og einkenni þess,
stjórnvöldin og samband hins
opinbera og einstaklingsins og
félagshópa innan ríkisins, rétt-
indi og skyldur einstaklinga og
stjórnvalda, samskipti ríkisins
við önnur riki svo og kenning-
ar um stjórnskipulagið. Um það
verður, held ég, ekki deilt, að
fræðigrein, sem fjallar um þetta
ingur, að mælskan sé Iærdóms-|
grein stjórnmálamanna einvörð-
ungu. Margvísleg fundarstörf
eru undirstaða hins þingræðis-
lega Iýðræðisskipulags, sem hér
ríkir, og allir erum við meðlimir
f margs konar félagshópum, svo
sem íþróttafélögum, verklýðs-
félögum, starfsmannafélögum o.
fl. félögum, og ef við viljum
taka virkan og ábyrgan þátt í
starfi þéirra, þá reynir á funda-
efni, er hin merkilegasta, og
lýðræðisþjóðfélag, sem ekki
hefur tekið þessa fræðigrein inn
í hið almenna skyldunám sitt,
hlýtur að teljast vanþróað á
þessu sviði og má búast við
stjórnmálaþroska þegnanna í
samræmi við það. Eftir þvf sem
ég veit bezt, þá hljóta börn þau,
sem ljúka skyldunámi 14 ára
hér á landi, enga skipulega
fræðslu í félagsfræði, en í sum-
nájnsgreinanna. Við þetta má
1 svo bæta, að þar sem félags-
fræði er kennd hér á landi, þá
er kenndur aðeins lítill angi af
henni, þ. e. íslenzk þjóðskipu-
lagslýsing. Þetta stafar, held ég,
m. a. bæði af kennslubókar-
skorti og kennaraskorti.“
— En hvað viltu segja okkur
um rannsóknarstörfin? Hvaða
rannsóknir eru t .d. í gangi
núna?
„Þær eru tvær. Önnur Fjöl-
skyldan og hjónabandið, og nið-
prstöður hennar verða væntan-
lega birtar á vornámskeiði Fé-
lagsmálastofnunarinnar um
sama efni. Hin er um íslenzk
launþegasamtök, mikið verk,
sem ég býst ekki við að ljúka
að fullu fyrr en 1964/5.“
— Liggja nokkrar athyglis-
verðar niðurstöður fyrir ennþá
varðandi launþegasamtökin?
v.Já, ég býst við að það rnegi
segja það. Bráðabirgðatafla um
umfang íslenzkra launþegasam-
taka 1960 sýnir t. d„ að það
fólk, sem lengi var talið mynda
hina eiginlegu verkalýðsstétt,
þ. e. verkamenn, sjómenn, verka
konur og iðnverkafólk, telur að-
eins um 58% af meðlimafjölda
launþegasamtakanna, en 42%
launþega er í félögum iðnlærðra,
— En við skulum ekki fara nán-
ar út í þetta núna, þar sem að
rannsóknin er skammt á veg
komin og bráðabirgðatölurnar
verða birtar í bókinni Verka-
lýðurinn og þjóðfélagið, sem
kemur út á næstunni.“
— Má ég að síðustu spyrja,
hvers vegna þú rekur Félags-
málastofnunina í formi einka-
fyrirtækis? Væri ekki æskilegt
að stofna ríkisfyrirtæki um
þessa starfsemi?
„Þægilegra, öruggara og á-
hættuminna fyrir þann, sem að
þessu vinnur, jú. En æskilegra?
Það er annað mál. Mér virðist,
að það sé hagstæðara fyrir alla
aðila að svona starfsemi sé rek-
in af óháðum aðila, sem ,allt
hpfur að vinna við að halda sér
utan við pólitíska togstreytu.
Ríkið gæti svo veitt starfsem-
inni nokkurn styrk til fræðslu-
og rannsóknarstarfa eins og það
gerir jafnan til einkaskóla og
skóla í félagseign. Ég held að
það yrðu slæm skipti fyrir ríkið
ef sett yrði á stofn ríkisstofn-
un um slíka starfsemi, þar sem
að þess konar ríkisstofnun
mundi að líkindum fljótlega
unga út embættismönnum og
kostnaðarliðum í samræmi við
Parkinsonlögmál."
t