Vísir - 29.09.1962, Síða 6

Vísir - 29.09.1962, Síða 6
6 VlSIR . Laugardagur 29. september 1962. -★ Nýr maður hefur ver- ið kjörinn forseti Sam- einuðu þjóðanna. Þegar valið fór fram var fund- arsalurinn fullur því and rúmslofti, sem gerist nú æ sjaldgæfara á sam- kundum þar. Það var andrúmsloft samhugar og hrifningar. Syo mik- ill var einhugurinn um val hins fágaða og tungu mjúka Pakistanbúa, hins 69 ára Muhammed Zaf- rulla Khan. Hann hefur alla tíð verið ein- lægur baráttumaður fyrir auknu efnahagslegu og andlegu Sir. Muhammed Zafrulla Khan. Hinn nýi forseti allsher j ar þingsins sambandi milli austurs og vesturs, hefur aldrei getað sætt sig við þá frægu setningu Kiplings: „Austrið er austrið og vestrið vestrið — og aldrei geta þau mætzt“. Það sýnir bezt hugarfar hans og sannar þá trú sem hann hefur á samvinnu, að hann var frá barnæsku,' þrátt fyrir múhammeðstrú lands- manna sinna, í sértrúarflokki (shmadija) sem átti flesta á- hangendurna meðal mennta- manna i Indlandi. Sú sértrú sóttist eftir árangursríku „sam- bandi milli þekkingar og vizku Vesturlanda og trúarstyrk múhammeðstrúarmanna." Eins og svo margir af hinum eldri stjórnmálamönnum hóf hann feril sinn sem lögfræðing- ur. Menntun sína hlaut hann fyrst og fremst í Englandi, þar sem hann tók próf sín við Kings College í London. Eftir heim- komu sína varð hann brátt einn af mest virtu og frægustu mála- l’lutningsmönnum við hæsta- réttinn í Lahore. Til áhrifa. Þegar hreyfing kom á heima- stjórnarmálið, varð hann auð- vitað einn af þeim fyrstu sem Bretarnir kölluðu til viðræðu og var gerður margfaldur ráð- herra. Á sama tíma var hann einn áhrifamesti meðlimur þeirrar nefndar sem valdi for- setann. Þar var einnig með honum „faðir Pakistan", Mohammed Jinnah. En vinsældir hans áttu eftir að fá skjótan enda í þessari fyrstu lotu. Hann trúði á frjálst Indland og sjálfstætt Pakistan, en hann trúði jafnframt á mátt samræðnanna og þróunarinnar en ekkl byltingu og blóðsúthell- ingar. Englendingarnir mátu þetta auðvitað og sæmdu hann titlinum „Sir“, en Indverjarnir skildu ekki baráttuaðferðir Khan og gerðu hann brottræk- an úr kjörnefndinni. Vaxandi vinsældir. En jafnvel óvinir hans áttu sftir að sjá villu sína og Khan fékk uppreisn æru sinnar. Sem formaður f fjölda indverskra nefnda á alþjóðaráðstefnum starfaði hann með sínum kyrr- látu en árangursríku aðferðum — og á endanum var það hann, en ekki hinir róttækari sam- Iandar sem gátu þakkað sér mikið af því sem vannst í sjálf- stæðisbaráttunni. Irídland varð ekki aðeins frjálst land, heldur rættist einnig draumur Pakistan. Einn var sá maður sem kunni að meta verk Khan. Það var Jinnah og eitt af síðustu erhbættisverkum hans var að skipa Mohammed Zafrulla Iíhan sem utanríkisráðherra. Þeirri stöðu hélt hann við vax- andi orðstír eftir því sem oftar var skipt um stjórn. Staða þessi var þó engan veginn auðveld viðureignar og Khan stóð frammi fyrir tveim- ur lífshættulegum vandamál- um: Kashmir og indversku skipaskurðaráætluninni, sem virkuðu eins og hótanir fyrir tilveru Pakistan. Með öðrum, ekki eins liprum og tungu- mjúkum utanríkisráðherra, hefðu þessi vandamál ‘geta orð- ið að blóðugum og hræðilegum átökum. Gegn nýlendustefnu. Síðan hefur það verið hið kalda stríð og hin vaxandi kommúnistahætta, sem hefur helzt haldjð vöku fyrir Khan. Hann trúði ekki á hlutleysis- stefnuna eins og Nehru, og það var þess vegna sem hann leitaði til Bandaríkjanna og NATO- rfkisins Tyrklands. En á sama tíma stefndi hann að voldugri múhammeðskri samtökum, þar sem stærsta ríki þess sambands, Pákistan, yrði leiðandi. Það markmið hans hefur aldrei rætzt, en með tilliti til þessa, verður mað ur að skilja andstöðu hans gegn öllu þvi sem lyktar af „evrópskri nýlendustefnu meðal múhammeðskra ríkja“. Það var þess vegna sem hann barðist fyrir fullu sjálfstæði Lybíu — og hann, þrátt fyrir að Pakistan væri í brezka sam- veldinu, snerist gegn Englend- ingum bæði varðandi olíuna í Persíu og Suezskurðinn - og það er ekki sízt þess vegna sem hann var á bandi Túnis i deilu þeirra við Frakka á þingi Sameinuðu þjóðanna. Hann er nefnilega gamall í hettunni i allsherjarþinginu. Þar hefur hann bæði verið fulltrúi gamla stóra-Indlands og seinna hins sjálfstæða lands Pakistan — en það er í síðari hlutverkinu sem hann hefur áunnið sér frægð sína. Dómari — forseti. Eitt sinn var hljótt um Muhammed Zafrulla & f Khan uian- ríkisiráöherra Pakistan hann. Það var á tímabilinu, þeg ar hann klæddist dómarahemp- unni í alþjóðaréttinum. Það var sagt að þegar hann gerðist aftur fulltrúi í sendinefnd Pak- istan, þá hafi ró dómarans enn verið yfir honum. Það er þó ekki alls kostar rétt. A. m. k. var hann mjög mælskur dómari sem ekki er alltof algengt. Hann er einn af þeim fulltrúum i Allsherjarþinginu sem heldur hvað lengstu ræðurnar. Þannig talaði hann í þrjá tíma sam- fleytt þegar Kashmirdeilan stóð á milli Pakistan og Ind- lands. Það má líka fylgja með, að ekki einum einasta manni leiddist meðan á ræðunni stóð. Stóran þátt í því á eflaust sú aðferð hans að nota aldrei hand rit. Hann kynnir sér ætíð mál- efnið ítarlega, skrifar niður helztu punktana og talar svo og talar. Sem þaulreyndur stjórnmála- maður og dómari hefur Khan mikla möguleika til að verða mikilhæfur stjórnandi á virðu- legri samkundu. Kraftinn skort- ir ekki þrátt fyrir hin 69 ár og hann vanrækir ekki heilsu sína. Á hverjum morgni tekur hann sér langa göngu áður en hann mætir á skrifstofu sinni. RITFREGN íslenzk - rússnesk orðabók Islenzk-rússnesk orðabóÍc. — Samið hefur Veterij P. Bér- kov með aðstoð Árna Böð- varssonar. Moskvu 1962. 1032 blaðsíður. Verð 97 kr. Skortur á handhægum orða- bókum hefur vafalaust átt drjúg an þátt í því, að kynni útlendra þjóða af íslenzkri tungu og bók- menntum hafa ekki orðið meiri en raun ber vitni. Hingað til hefur ekki verið um aðra nothæfa orðabók yfir íslenzka tungu handa stórþjóðunum að ræða en orðabók Cleasbys og Guðbrands Vigfússonar. Hún er að vísu ágæt og ítarleg um málið að fornu og fram eft:r öldum, og raunar hefur Guð- brandur tekið með töluvert af orðum úr talmáli. Hins vegar er hún alls ófullnægjandí heim- ild um íslenzka tungu á vorum dögum. Orðaforðinn hefur stór aukizt með breyttri tækni síðan Guðbrandur gekk frá verkinu. Þeir útlendingar, sem læsir eru á dönsku, munu jafnvel oft finna til þess, hve margt hefur bætzt við af orðum, síðan Sig- fús Blöndal lauk við hina miklu orðabók sína fyrir nokkrum áratugum. Hin nýja orðabók þeirra Árna Böðvarssonar þg Bérkovs er einkum gerð handa Rússum, en hún verður vafalaust hin nyt- samlegasta handbók handa ís- lenzkum námsmönnum, sem leggja stund á rússneska- tungu. Og á hinu getur heldur enginn vafi leikið, að orðabók þessi verður notuð víða um heim, meðan hliðstæðar orðabækur yfir íslenzkt nútímamál eru ekki til' með þýðingurn á ensku, frönsku eða þýzku. Það er í rauninni ekki 'vanzalaust, hve lengi það hefur dregizt, að sam- in yrði góð íslenzk-ensk orða- bók yfir nýja málið. í hinni nýju íslenzk-rússnesku orðabók eru 35 000 orð. Við lauslega athugun virðist mér sem orðavalið hafi tekizt prýði- lega, en um rússnesku þýðing- arnar er ég ekki dómbær. Með hverju uppsláttarorði fylgir hljóðritun, sem er mjög ná- kvæm, en á hinn bóginn hefði hún að skaðlausu mátt vera ein- faldari. Það er til að mynda al- ger óþarfi að gera greinarmun á hálfröddyuðum og órödduðum samhljóðum. Og hljóðtáknin eru einnig óþarflega mörg. En þess- ar aðfinnslur eru smámunir ein- ir, enda hefur hljóðritunarkerfi Árna Böðvarssonar þann kost, að fylgt er aðferð Björns Guð- finnssonar, sem mörgum útlend- um málfræðingum er löngu kunn. Með orðabókinni fylgir ágrip af íslenzkri málfræði eftir Árna Böðvarsson. Hér er í raumnni um töluvert rit að ræða, því að það er tæpar 90 síður á lengd. Auk Árna Böðvarssonar hef- ur annar Islendingur komið við útgáfu orðabókarinnar, því að Framh. á bls. 7 I naA, ■■■■■■■? , p . kafaldsU bylur tkfca :vai (4)sþ i :1- vr] m Bbróra, ðypáH; —mugga [-”my§:a] f nácMýpnaa noró^a co cneronáaoM; —stormur [-sdorm- m cm. kafaidsbylur. i [k^a^vari] m -a, -f HHpáiIbfflríK; aOflHSH kafd? [kbavði otn kefja. kaffi [khaf;i] n i tr. í.'**' ItaíIB i X3 Sýnishom úr orðabókinni.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.