Vísir - 17.10.1962, Page 5

Vísir - 17.10.1962, Page 5
* V í SIR . Miðvikudagur 17. október 1962. 5 Sjóslysið í Bjarnarvík: Velktust lengi í brímgarðinum í fyrrakvöld vildi það sviplega slys til að v.b. Helgi Hjálmarsson GK 278 frá Hafnarfirði fórst i brim garðinum í svokallaðri Bjarnavik fyrir vestan Þorlákshöfn og einn þriggja bátsverja, Valgeir Geirs- son, Skúlaskeiði 30 í Hafnarfirði, drukknaði. Hinir tveir, Hlöðver Helgason, Urðarstíg 10 í Hafnar- firði og Unnsteinnn Jónsson Sól- bergi við Nesveg í Reykjavík björguðust fyrir einskæra mildi. Skipstjóri og eigandi bátsins var Hlöðver Helgason og kvaðst hann hafa verið búinn að eiga hann í þrjú ár, en báturinn var upphaf- lega smíðaður 1930, en endur- byggður seinna. Hann var 30 lest- ir að stærð. Vísir hitti þá Hlöðver og Unn- stein rétt sem snöggvast að máli í gærkveldi, en þá voru þeir fyrir nokkru komnir austan úr Þorláks höfn til Hafnarfjarðar. — Við vorum á dragnótaveið- um, sagði Hlöðver. Höfðum verið það um skeið. Á mánudagsmorgun vorum við staddir í Þorlákshöfn, en lögðum þaðan kl. 11 árdegis áleiðis til Hafnarfjarðar. Þegar við lögðum af stað var sæmilegt veð- ur, um 5 vindstig af suð-suðaustri. Seinna snerist vindurinn til suð- vesturs. Kæruleysi - Framhald ai bls. 1. Þessi staðreynd er ein af á- stæðunum fyrir því að það fer nú mjög £ vöxt að lögreglan taki fólk ósjálfbjarga vegna of- notkunar deyfilyfja. Er ekki nokkur vafi á því að notkun þeirra hefur farið vaxandi, a. m. k. í Reykjavík. Nokkra síð- ustu daga hafa verið fleiri frétt- ir en áður, sem eiga rætur sín- ar í deyfilyfjanotkun. Deyfilyfseðlaskrá. Vísir hringdi í Arinbjörn Kolbeinsson, formanni Lækna- félags Reykjavíkur og spurði, hann um álit sitt á þessu máli. Arinbjörn kvað nauðsynlegt að setja þessi lyf á skrá, þannig að hægt sé að fylgjast með því hverjir fái þessi lyf og hver skrifi lyfseðilinn. Ætti svo að fara yfir hana vikulega og senda nöfn þeirra sem fá áber- andi mikið, til læknanna. Þetta taldi hann i verkahring land- iækn' og Lyfjaeftirlits ríkisins, svo og það mál, hvaða ráðstaf- anir sé hægt að gera til að stemma stigu fyrir vaxandi nötkun deyfilyfja. Aðeins til samlags- sjúklinga. Sigurður Ólafsson, lyfjafræð- ingur og forstjóri Reykjavíkur apóteks taldi það sína skoðun og stéttarbræðra sinna, að iæknar ættu aðeins að afgreiða deyfilyfseðla til sinna sjúkra- samlagssjúklinga, og ekki fyrr en eftir nákvæma rannsókn á þeim. Báðir voru þessir menn sam- mála um að læknar gæfu út deyfilyfseðla „dálítið óvarlega“, svo notuð séu orð Sigurðar Ólafssonar. — Hvaða óhapp kom fyrir? — Um það bil klukkustund eftir að við lögðum af stað bilaði vél- in í bátnum. Hún brotnaði og okk- ur var þegar ljóst að það voru engin tiltök að gera við hana. Við kölluðum á aðstoð í gégnum tal- stöðina, en fengum ekkert svar. Það hefur enginn heyrt til okkar. — Hvað var báturinn langt und- an landi? — Ég hygg um 8 sjómílur, þeg- ar hann bilaði. En hann rak ört undan veðri og vindi, f áttina til lands. Klukkustundu eftir að vélin bilaði, og enginn svaraði okkur í talstöðina, létum við akkerið falla til að draga úr ferðinni. En þetta dugði lítið, því akkerið fékk hvergi neina botnfestu. Báturinn hélt áfram að reka til lands. — Hvernig var útlitið upp við ströndina? — Það var ljótt. Haugabrim upp við svartan klettavegg. Landtaka þar var engum okkar tilhlökkunar- efni eins og á stöð. — Hvenær báruzt þið upp í brim garðinn? — Þegar klukkan var hálfsex um kvöldið áttum við aðeins eftir um hálfa mílu upp I klettana. Skammt undan var brimgarðurinn, hroðalegur og uggvekjandi — og enginn hafði enn svarað okkur £ talstöðina. Ur þessu gat eng- in hjálp birzt nógu fljótt, — Hvað tókuð þið til bragðs? — Það var um tvennt að velja. Annað það að vera kyrrir £ bátn- um og láta skeika að sköpuðu hvernig færi. Hitt var að yfirgefa farkostinn og fara i gúmmibjörg- unarbátinn og freista þess að kom- ast á honum gegnum brimgarðinn. Við völdum siðari kostinn, ekki sizt vegna þess að við bjuggumst við að berast fyrir með honum gegnum brimgarðinn og vildum reyna að ná landi á meðan enn var bjart. — Hversu gekk? — Það leið fyrst nokkur stund áður en brimið hreif okkur. En rétt áður sáum við að Helga sleit upp og nú barst hann óðfluga í áttina að brimgarðinum og það mátti heita svo að við bærumst samtímis inn í hann. Þá var klukk- an um hálfátta. — Hvernig stóðst gúmmíbjörg- unarbáturinn eldraunina? —- Hann fleytti kerlingar eftir öldutoppunum ýmist á réttum kili, á rönd eða hvolfi. Hann var eins og tuska í þessu æðisgengna brim- róti. Það var engin leið að gera sér neina grein fyrir því sem þarna gerðist. Ég held samt að ég, og sennilega Valgeir heitinn líka, hafi kastazt út úr bátnum strax £ fyrsta brotinu. En Unnsteinn barst með bátnum enn um stund, unz hann sá fram á að bezt myndi að losa sig úr honum og það gerði hann. Hann velktist lengi í briminu eftir þetta, náði haldi á steini upp við klettana og hélt sér þa, stundarkorn, barð- ist annars til og frá innan um urð- ina og stórgrýtið. Það var furðu- legt að hann skyldi sleppa lifandi. En hann slapp furðu fljótt lítið meiddur. Annars hefði hann ekki bjargazt. — Hvernig fór fyrir þér sjálf- um? — Ég kastaðist upp að berginu í fyrstu brotunum sem riðu yfir en sogaðist með öldunni út aftur. En í þriðja skiptið sem brimið þeytti mér upp í klettana, náði ég hald- góðri festu í klettasyliu og þar gat ég haldið mér. Ég tel að það Hlöðver Helgason, skipstjóri (t. h.) og Unnstein n Jónsson. hafi nokkuð hjálpað mér að ég var léttklæddur og björgunarbeltislaus — gaf mér ekki tíma til að spenna það á mig þegar við yfirgáfum björgunarbátinn. Fyrir bragðið var ég léttari í sjónum og var jafn- framt liðugra um allar hreyfingar. Bæði Unnsteinn og Valgeir heit- inn voru með björgunarbelti, en ég held að þau hafi þyngt þá niður. — Sástu til féiaga þinna? — Ég sá alltaf til Unnsteins, þar sem hann var að veltast í brim- inu. Ég vissi lengi vel ekki hvor þeirra það var. Til hins sá ég aldr- ei. Það var ekki langt á milli okk- ar Unnsteins og reyndi ég að sitja um færi til að fikra mig niður í bergið og ná til hans. Loks tókst það. Ég náði í hendina á honum, en í sama bili reið ólag yfir og það mátti engu muna að við færum þá báðir. Unnsteinn kaffærðist alveg, en sjórinn náði mér upp undir hendur. Unnsteinn bað mig að sleppa sér. Sér væri sama hvað um sig yrði úr þessu, ég skyldi bjarga mér. Sem betur fór missti ég ekki af takinu, og enda þótt nokkuð væri af félaga mínum dregið, gat hann hjálpað talsvert til sjálfur að fikra sig upp á bjargbrúnina. Ég hefði heldur ekki megnað að bjarga hon- um ef hann hefði sjálfur verið ó- sjálfbjarga. Hann var of þungur til þess. — Þið höfðuð ykkur upp. — Þótt bergið virtist vera þver- hnípt til að sjá að neðan voru í því stallar og syllur sem við gátum fikrað okkur eftir. Klukkan hef- ur sennilega verið um hálfátta þeg- ar við komum upp á brúnina. Næsti hálftíminn fór í að svipast um eftir Valgeiri, en það bar ekki árangur. Það var líka skollið á myrkur. — Lögðuð þið þá af stað til Þorlákshafnar? — Það var ekki um annað að I ræða. Þar var næsta mannabyggð. En það var sannkölluð píslarganga. j Unnsteinn hafði misst stígvélin af sér í briminu, svo að hann var 'á sokkaleistunum og síðast alveg berfættur, en á leiðinni til Þor- Iákshafnar var yfir eintómt eggja- grjót að fara. Hann var orðinn mjög sárfættur, enda allur bólg- inn á fótunum á eftir. — Sáuð þið til Ijósa í Þorláks- nöfn? — Nei, það var myrkursþoka, svo svört að við sáum oftast ekki milli símastauranna, en síminn var leiðarvísirinn okkar, því við töldum það vera styttri leið og betri heldur en að þræða meðfram sjónum. Það sem þjáði okkur þó allra j mest á þessari píslargöngu var borstinn Við vorum að sálast úr þorsta. A einum stað á leiðinni fundum við rekinn olíutank í fjör- unni. Hann hafði dældazt í átök- unum við stórgrýtið, og í einni dældinni hafði safnazt saman svo lítið rigningarvatn. Það svolgruð- um við í okkur. Líklega hefur það ekki verið sérlega bragðgott, en okkur fannst það. Seinna reyndum við að ná £ vatn, sem safnazt hafði á klappir, en það var svo lítið, rétt vætti Varirnar og var auk þess sand ur £ þvf. — Varð ykkur ekki kalt á leið- inni? — Jú, mér var orðið hrollkalt, ég var svo illa klæddur. Annars fann hvorugur okkar til kulda á meðan við vorum að þvælast i sjónum. — Hvenær komuzt þið til Þor- lákshafnar? — Við vorum 4 klukkustundir að komast þangað. Komum um miðnættið. En móttökurnar voru stórkostlegar og ógleymanlegar. Við biðjum Vfsi að flytja fólkinu þar okkar hjartanlegustu þakkir. Björgun Framhald at bls. 1. inn rak engu að sfður f átt til lands. Skipverjunum tókst ekki að ná radiosambandi. Var þeim fljót- lega ljóst að þeir yrðu að yfirgefa bátinn, sem hlaut að brotna i spón þegar hann lenti f briminu. Fóru félagarnir i gúmmfbát. Þá var kl. um 17.30. Eftir meira en klukkustund bar aldan gúmmfbátinn inn f brimið. Kastaðist hann þá skyndilega til. Hrukku Hlöðver og Valgeir útbyrð is Sást Valgeir ekki eftir það. Hlöð ver tókst með herkjubrögðum að f gúmmbátnum, sá að hann yrði að Hlöðvers. Unnsteinn meiddist s komast gegnum brimið á land Unnsteinn sem hafði verið einr í gúbbíbátn jm, sá að hann yrði af reyna að synda í briminu þar serr báturinn sogaðist ýmist út eða inn. Tókst honum það með hjálp Hlöðvers. Unnsteinn meiddist á fæti og höfði. Féll steinn ofan á annan fót hans, þegar hann var við það að ná landi. Gat Unnsteinn komizt undan steininum með hjálp Hlöðvers. Þegar ekkert sást til Valgeirs Geirssonar ákváðu þeir félagar að ráðast til uppgöngu um klettana, sem voru ofan við fjöruna. Tókst þeim með erfiðismunum að komast upp og lögðu þeir þegar af stað til Þorlákshafnar, og fylgdu símalín- um. Komu þeir þangað rétt fyrir miðnætti í fyrrakvöld, þrekaðir mjög, en hresstust fljótlega við góða aðhlynningu. Þeir komu heim til sín , gærda0. (Sjá viðtal bl.s 5). Prófið var sr. — Það er meira hvað hann séra Sigurbjörn er ern! sagði Ágúst Bjarnason, þegar hann sá myndina á baksíðu Vísis í gær af tveimur kirkjunnar þjón í fréttinni stóð að hinn nýi Víkurprestur, sr. Páll Pálssan, stæði við hlið biskupsins, herra Sigurbjarnar Einarssonar. En eins og lesendur munu .afa /1 séð birtist önnur mynd og á henni er vígslubiskup Bjarni Jónsson með hinum unga presti Biður Vísir lesendur sfna ve. virðingar á þessari myndavíxl- ^an. /WWWW\WVWVW\AA. Framhald aí bls 1 þannig tilhögun undirbúningsprófs- ins að erlendir stúdentar geti búið sig undir það að öllu leyti og tekið það f heimalandi sínu, og er ó- þarfi að taka fram hversu miklu hægara það er fyrir nemendur á allan hátt. Búast má við, að hægt sé að taka licenciat-gráðu eftir 2 —3 ár með góðri ástundun, eftir að undirbúningsprófinu er lokið. Rjúpan — Framh. at 16. síðu: því eindregið til þess að menn noti haglabyssur. Hann sagði þá sögu f því sambandi að f hittið fyrra hefðu um 40 menn gengið til rjúpna dag einn, en fljótlega hefðu 12 þeirra komið aftur til byggða sökum þess að ýmsir ungir menn notuðu riffla og riffilkúlurn- ar hvinu allt í kring. Færði Gunnar ýmis rök fyrir því að stórhættu- legt gæti verið að nota riffla á rjúpnaveiðum þar sem margir væru í sömu landareign.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.