Vísir - 01.11.1962, Síða 2

Vísir - 01.11.1962, Síða 2
20—30stiga mun" — er álit íslenzkra á leiknum sem ekki varð, landsleik Skota og íslendinga Stórgóður undirbúningur skozkra körfuknattleiksmanna „fór í vask- inn“, eins og sumir kalla það, þeg- ar snjókoman í Reykjavík á mánu- daginn frestaði flugi frá Reykjavík hvað eftir annað. Hér í Glasgow fylgdust margir íslendingar spennt- ir með framvindu málanna. Lengi vel leit út fyrir að íslenzka lands- liðið yrði að fara beint af flugvelli til nýju íþróttahallarinnar við Glas- gow University. Svo fór þó ekki, því flugvélin lenti ekki fyrr en kl. rúmlega 10 um kvöldið og fslend- ingarnir fóru beint til hótelsins, sem þeim hafði verið útvegað, þar sem þeir snæddu síðbúinn kvöld- verð, — án forystumanna Skota, að einum undanteknum, en allir voru farnir til síns heima, enda margir komnir langt að. Margt manna hafði safnazt sam- an í íþróttahöll háskólans klukkan 8,30, er landsleikurinn skyldi hefj- ast, en tilkynnt var þegar að leikn- um yrði aflýst vegna seinkunar á flugi íslendinganna. I" þessum hópi voru einir 20 íslendingar, sem marg ir höfðu komið langt að til að hvetja landa sína. í stað landsleiksins sá- um við tvö beztu úrvalslið Skota í leik -— úrvalslið Austur og Vestur „líganna", en „lígurnar“ eða deild- irnar í skozkum körfuknattleik eru tvær, austur með 16 lið, en vestur með 14. Álit okkar að þeim leik loknum: ísland hefði sigrað með minnst 20 — 30 stiga mun. Leikur Skotanna var mjög frumstæður á margan hátt. Þeir „dribbluðu" hátt, þannig að leikur einn var að kom- ast inn í leik þeirra. Þeir voru stirð ir og klunnalegir, gripin voru ófull- komin í hæsta máta, og síðast en ekki sízt voru Skotamir margir komnir af bezta aldri, margir vel yfir þrítugt, þar sem okkar menn eru flestir rétt um og yfir tvítugt. Þrátt fyrir þetta eiga Skotar bezta körfuknattleikslið á Bret- landseyjum og fyrir ári unnu þeir Wales og Engl., en Englendingar unnu nokkru síðar Svía í landsleik. E. t. v. er þetta hagstæð vísbend- ing fyrir okkur, en með stóran sig- ur í malpokanum hefðu okkar menn staðið enn betur að vígi á föstu- daginn, er þeir leika fyrsta leik sinn í POLAR CUP í Stokkhólmi. Rætt var við forystumenn Skota um að koma á nýjum landsleik og rætt er um að reyna að koma leik á, þegar íslenzka liðið verður á heimleið. Ekki hefur neitt verið á- kveðið, en mikið rætt um föstu- daginn 8. nóvember í þessu sam- bandi. Er vonandi að af þessu verði, því kvöldið í gær var virkiiega dap- urlegt fyrir okkur, sem ætluðum að horfa á góðan leik og fjölda landa, sem lögðu mikið á sig til að hvetja okkar menn. LORD PROVOST - Madame Jean Robertson hafði boðið körfuknatt- Ieiksmönnunum íslenzku til te- drykkju f ráðhúsi Glasgow, en það sem annað fórst fyrir vegna seink- unar flugvélarinnar. Myndin af frúnni er tekin þegar St. Andrew Hall brann nú fyrir helgina, en þar voru miklir hljómleika-, listaverka og íþróttasalir og kvöldið fyrir brunann fór einmitt fram Iands- keppni í hnefaleikum við Rúmena i salnum. Undir eifurlyfjarannsókn — H amhaia ai lö síðu. um, peningaskáp, kössum úr tré og pappa, gömlum hægindastól- um, stórum hlaða af grammó- fónplötum og óteljandi öðrum hlutum smáum og stórum. Hérna sat Eirlkur Helgason f einum stólnum innan um allt þetta drasl og sagði við blaða- mennina: Við spyrjum hann hvort hann hafi ekki leitt ógæfu yfir aðra. Þekkir hinn illa orðróm. — Yður er kunnugt um þann sterka orðróm, sem gengur í ailri borginni, að þér hafið byrl- — Já, hvort ég hef heyrt það. Þeir tala um eiturlyf, nektar- dans, vændi. Allt er þetta tóm- ur uppspuni og rógur frá rótum. Hérna í næsta húsi býr kona, sem er talandi fréttablað borgar- innar. Það er hún, sem útbreiðir þetta. Og gamall viðskiptafélagi minn byrjaði að breiða þetta út, þegar ég hætti að drekka fyrir fjórum árum. Sjálfur gat hann ekki hætt að drekka og öfund- Eiríkur Hclgason, stórkaupmaður. Engar sannanir? — Ég er alveg með hreinan skjöld. í dag sögðu lögreglu- mennimir við mig að það væri ekkert hægt að sanna á mig — og samt heyri ég nú í kvöldút- varpinu að lögreglustjóri og saksóknari hafi skrifað bréf til ráðherra, þar sem þeir segja enn, að einn maður liggi undir grun um að selja eiturlyf, — og allir vita, að þar eiga þeir við mig. — Það er annars sama. Þeir eru hvort eð er búnir að eyði- leggja allt líf mitt. Héðan af fæ ég aldrei uppreisn og allar leiðir em lokaðar fyrir mér. Þeir hafa lengi ætlað sér að brjóta mig niður. Þannig sjá blaðamennirnir þegar við fyrstu sýn þennan mann, sem sterkur grunur leik ur á að hafi selt ungum stúlk- um og öðrum deyfi- og örvun- arlyf í trássi við lögin. að unglingum, ungum stúlkum inn eiturlyf og að með því náið þér valdi yfir stúlkunum og not- færið þær til vændis. Þetta er sá orðrómur, sem gengur staf- laust um borgina og margir þykj ast hafa þetta fyrir satt. Þér hafið heyrt þetta sjálfur? aði mig af velgengninni, því að mér gek’- vel fyrir nokkrum ár- um, sigldi á hverju ári og græddi á viðskiptum. Ég hef aldrei á minni lífsfæddri ævi, hvorki byrlað inn eiturlyf, selt þau né rekið vændi. Það hefur aldrei neinn borið \ V í S IR . Fimmtudagur 1. nóvember 1962. vitni um að ég hafi nokkru sinni sc’.t eiturlyf. En síðan þessi róg- ur kom upp, eru margir farnir að koma hingað með tóm glös og biðja mig um pillur — en ég hef engar pillur. Keypti pilluglasið samdægurs. — En hvað þá með töflurnar, sem fundust í peningaskápnum yðar? — Já, þetta glas með pillun- um, örvunarlyf, var reyndar inni í peningaskápnum og ég opnaði hann sjálfur fyrir lögregluna. En má ég ekki sjálfur eiga slíkar pillur og éta þær ef ég vil, kem- ur það nokkrum við? Reyndar nota ég ekki sjálfur pillur. Ég hafði aðeins keypt þær, af því að ég var jafn forvitinn og aðr- ir, að vita hvaðan þær kæmu, hverjir sæju um að dreifa þeim. Ég ætlaði líka að hreinsa sjálf- an mig af þessu og koma sfðar upp um hverjir selja pillurnar. Ég hafði keypt þær sama dag- inn og þær fundust og borgað fyrir þær eitt þúsund krónur. — Hafið þér þá skýrt lögregl- unni frá því af hverjum þér keyptuð þetta glas? — Já, ég hef gert það. — Megum við þá spyrja, hver var seljandinn? — Ég veit það ekki, ég veit ekki hvað hann heitir, en ég virti hann vel fyrir mér og hef gefið lögreglunni nákvæma lýs- ingu á honum. Ég myndi þekkja hann strax og ég sæi hann aft- ur. Hann kom til mín hingað í skrifstofuna og ég greiddi hon- um f peningum, Það voru tvær stúlkur hjá mér hér í herberg- inu fyrir innan og þær vissu um þetta . Straumur stúlkna. Þegar hér er komið frásögn Eiríks er barið að dyrum og þegar þær eru opnaðar kemur ung stúlka í ljós og viil fá að tala við Eirík. — Ég er upp- tekinn segir hann, — þú verð- ur að fara. Þegar þetta gerist er komið yfir miðnætti og það setur ó- hugnanlegan svip á þennan blaðamannafund, að alltaf er við og við verið að berja að dyrum, stundum fer Eiríkur fram fyrir, stundum koma gest- irnir inn eða standa f gættinni. Þetta eru nær allt kornungar stúlkur og þær sem berja að dyrum síðast áður en við för- um eru varla meir en 15-16 ára. Við blaðamennirnir, sem sjáum þær erum á eftir sam- mála um að framkoma þeirra sé í hæsta máta undarleg, annað hvort eru þær ölvaðar eða eitt- hvað annað. Þær sækja á að fá að tala við Eirík, en hann svar ar þeim hranalega að hann sé upptekinn og rekur þær burt. — Þessi kemur einu sinni f viku til að gera hreint hjá mér, segir hann um eina, og í ann- að skipti segir hann: — Það er mikið að gera á miðvikudög- um. — Geturðu skýrt þennan straum ungra stúlkna til þfn spyrjum við hann einu sinni. Þær eru ekki til þess fallnar að hrinda neinum grun. ) — Hvf má ég ekki hafa sel- skap eins og aðrir. Ég er lfka einhleypur núna. Konan er skil- in við mig. Og á borðinu við hliðina á öskubakka liggur skiinaðarúrskurður. Yfir gnýr tónlist úr sterofoni sem hann ' leikur stöðugt og segir: Þetta er það sem unglingarnir sækj- ast eftir. — Nú en víkjum aftur að manninum, sem seldi þér pillu- glasið, var það íslendingur? — Nei, það var Ameríkani. Ætti að skjóta þá. — Hefurðu gert fleira til að hrinda af þér grun? — Já, sl. vor voru tveir menn hér í bænum að selja pillur, sem þeir fengu frá sjó- mönnum. Ég benti lögreglunni á þá og bauðst til að hjálpa henni við að koma upp um þá, en lögreglan kom ekki á stað- inn. Þessir tveir voru í bíl, sem faðir annars þeirra átti, stöðv- uðu fyrir framan Þórskaffi og seldu stelpum pillurnar. Ég hugsa að þeir hafi haft mikinn markað. Þetta voru auðnuleys- ingjar. Líklega hafa þeir selt glös með 30 pillum á hundrað krónur. Ef ég mætti ráða lög- um, myndi ég Iáta skjóta þá. Það er glæpsamlegt að selja unglingum pillur, jafnvel þó að það sé ekki annað en örvandi lyf. Á enga vini lengur. — Og þú hefur aldrei átt slík viðskipti? — Nei, heldurðu að ég sé einhver 25 aura bissnessmað- ur? — En það er búið að spinna upp rógssögur um mig og eyði- leggja lff mitt. Ég fæ alltaf skítkastið. Það er kallað á eftir mér á götunni, að ég selji eitur Iyf og það er ráðizt á mig þar sem ég sit á veitingahúsum. Vlnir mínir eru hraktir frá mér ég á enga vini lengur, konan er farin frá mér og lögregluþjónn, sem hefur verið vinur minn og með mér f baráttunni þorir nú ekki lengur að koma til mín. Það er búið að yfirheyra 20-30 manns, þar á meðal margar stelpur sem ég þekki og þeim er hótað öllu illu jafnvel 3 mán aða fangelsi ,ef þær leysi ekki frá skjóðunni. En enginn hefur borið á mig neinar sakir nema ein 19 ára stelpa, sem segist hafa fengið hjá mér 4 töflur. Það er næstum ár sfðan hún hefur komið til mfn og þetta eru helber ósannindi. Margar fleiri spurningar leggjum við fyrir Eirík, sem of Iangt mál yrði að rekja allar. Við spyrjum, hvernig hafi stað ið á methadon-skömmtunum f peningaskáp hans, en það efni er skylt hinu hættulega eitur- lyfi morfíni. Hann gefur þá skýringu, að maður einn sem er forfallinn morffnisti hafi beðið sig um að geyma þetta fyrir hálfu ári og aldrei sótt það. Engin viðskipti í heilt ár. — Hvaða atvinnu stundarðu núna? — Það er lítið. Heildverzlun- in er orðin að engu, engin við- skipti f heilt ár. Það eru helzt Juke-boxin (glymskrattarnir eins og þau eru kölluð). En eitt Jukeboxið brann í Geithálsskál- anum og þó konan, sem rak hann hefði verið búin að lofa að vátryggja hann, sveik hún það og þar tapaði ég 100 þús- und krónum. Ég á enn tvö Juke box f gangi á Akureyri, en þar á að loka sjoppum um áramótin og eitt á ég f Kefla- vík. Svo liggja tvö tæki í toll- inum, vegna þess, að tollgæzlu stjóri neitar að viðurkenna fakt úrurnar. Annars gæti ég fengið að reka þau í Lido í sambandi við þær breytingar sem verið er að gera á staðnum til að gera þetta að æskulýðs- skemmtistað. Aðgerðir tollgæzlunnar eru einn hluti í ofsóknum gegn mér. Þannig á að brjóta mig niður og gera mig gjaldþrota Aleiga mfn liggur í tollinum Þar er haldið fyrir mér fata- sendingu, sem er 400 þús. kr virði. Þannig er í stuttu máli eigin saga mannsins, sem hef- ur verið nafnlaus f fréttunum að undanförnu.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.