Vísir - 01.11.1962, Page 3

Vísir - 01.11.1962, Page 3
öv Ein af þeim íþróttum, sem iítið hefur borði á hér á Iandi, er judo, eða japönsk glfma. Þó æfa hana hér um 60 manns f vetur, sem er meira en sumar aðrar íþróttir geta státað af. Er það Glímufélagið Ármann, sem stendur fyrir þessu. Kennari í íþrótt þessari er Sigurður Jóhannsson, sem hefur hæstu gráðu sem hægt er að fá, áður en mcnn teljast tll hóps meistara. Er við komum á æf- ingu hjá honum, sagði hann okkur meðal annars að margir kæmu í æfingamar fyrst, tii að Iæra slagsmál, en það breyttist þó fljótlega. Menn fengju fljótt áhuga á þessu sem íþrótt. Mikilvægasta atriðið, sem mest þarf að þjálfa, er jafnvæg- isskyiyð. íþróttin byggist á því að menn missi aldrei jafnvægið og haldi því við þyngdarpunkt líkamans, sem er rétt neðan við mittið. Ekki eiga venjulegir menn mikla möguleika á því að ráða við þá sem hafa þjálfað þetta. Lendi þeir í átökum við menn sem Iært hafa vita þeir varla hvað komið hefur fyrir, þegar þeir liggja f gólfinu. Sigurður sýndi blaðamanninum nokkur tök og fór vægilega að, en ekki verður séð í fljótu bragði að neinar vamir séu við þeim brögðum sem beitt er. Á efstu myndinni sést svoköll uð gólfglíma, sem á japönsku er nefnd katame-waza. Á myndinni að neðan til hægri sést bragð þar sem mót- stöðumanninum er kastað yfir öxiina. Til vinstri er svo bragð, sem Sigurður segir að mætti kalla sniðglfmu á lofti. Takið eftir' því að önnur höndin stendur alltaf út frá likamanum. Er það gert til að geta barið henni í gólfið, rétt áður en aðrir hlutar líkamans kom við. Minnkar þetta höggið mjög, þegar menn koma niður og kemur f veg fyr- ir beinbrot. Þetta er það fyrsta sem mönnum er kennt, áður en þeir byrja að æfa glfmuna. (Ljósm. Vísis, B.G.) E

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.