Vísir - 01.11.1962, Side 8
8
Utgefandi: BlaðaUtgáfan VISIR.
Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson.
Fréttastjóri: porsteinn Ó. Thorarensen.
Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178.
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3.
Áskrifstargjald er 55 krónur á mánuði.
I lausasölu 4 kr. eint. — Slmi 11660 (5 línur).
Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f
wmii iinijimu—iiiiiiihihii n ■UHmWIIWiH'—WMIWI—>!■
Mikiö alvörumál
Dómsmálaráðherra Bjarni Benediktsson lýsti því
yfir á þingi í gær að það hefði ekki verið að ófyrir-
synju, sem vakin var athygli á aukinni neyzlu deyfi-
iyfja hérlendis. Væri hér um vandamál að ræða, sem
rannsaka þyrfti til hlítar. Vitnaði hann í skýrslur
embættismanna um að neyzla deyfilyfja hefði auk-
izt hér allverulega síðustu árin.
Vísir hóf fyrstur blaða skrif um þessi mál fyrir
hálfum mánuði og vakti athygli á því að hér væri að
skapast nýtt þjóðfélagsvandamál. Ýmsir aðilar, m. a.
bæði önnur dagblöð og nokkrir lyfjafræðingar, risu
þá upp og töldu hér mjög ýkt og hæpið að orða þessi
mál opinberlega.
Yfirlýsing dómsmálaráðherra sýnir að þessir að-
ilar höfðu á röngu að standa.
Það var sjálfsagt og bráðnauðsynlegt að varpa
ljósi á þessi mál og draga þau fram úr skúmaskotum.
Og það er hlutverk blaðanna að vara við og vekja at-
hygli á slíkum vandamálum. Því hlutverki gegna þau
ekki með úrtölum eða þögninni.
Það er gleðilegt að dómsmála- og réttargæzlu-
yfirvöld skuli hafa hrundið af stað ítarlegri rannsókn
í þessu máli og jafnframt að nákvæmar skýrslur hafa
verið gerðar opinberar. Fram hefir þar komið, að
nokkrir læknar virðast hafa verið allt of örlátir á
deyfilyfjaseðla. Listi með nöfnum þeirra er í höndum
lögreglu og dómsmálayfirvalda og eftirlit mun verða
mjög hert með þessum litla hóp manna.
Deyfilyfin bjóða eiturlyfjanautn heim. Því ber að
byrgja brunninn í tæka tíð. Það verk er nú hafið og
fagnar Vísir því að svo er.
Beð/ð úrskurðar
Þess er að vænta, að sjúkrahúslæknarnir virði
þau tihnæli ríkisstjórnarinnar að gegna áfram störf-
um þar til Félagsdómur hefir kveðið upp dóm í ágrein-
ingsefni því sem fyrir honum iiggur. Ríkisstjórnin lýsti
því yfir að hún mundi gera sitt til þess að málinu
yrði hraðað sem unnt væri fyrir dómnum. Ljóst er,
að uppsagnir læknanna munu skapa vandræðaástand
á sjúkrahúsunum og með tilliti til þess virðast það
engir afarkostir að þeir gegni störfum sínum áfram í
fáa daga þar til úrskurður dómsins er genginn.
Heimildin til handa yfirlæknum, sem veitt var !
gær, þess efnis að þeim sé heimilt að kveðja til sér-
fróða lækna til einstakra brýnna nauðsynjaverka, mun
þó koma í veg fyrir að neyðarástand skapist í þess-
um efnum og var það skref rétt og sjálfsagt.
Bæði ríkisstjórnin og allur almenningur hafa full-
an skilning á málstað lækna og kröfum þeirra um
kjarabætur. Hins vegar er það réttarágreiningurinn,
sem tafið hefir málið, ágreiningurinn um það, hvort
uppsagnir þeirra eru löglegar.
V í SIR . Fimmíuúugur 1. nóvti..'uer 1962.
Erích Honecker
æfði unga
kommúnistG!
í meðferð
skotvopnn
Tjegar rætt er um hver muni
verða eftirmaður Ulbrichts
sem foringi austur-þýzkra
kommúnista mun Erich Honec-
ker verða einn þeirra sem lík-
legastir verða taldir í þessa
æðstu stöðu á yfirráðasvæði
Rússa í Þýzkalandi. Stjómmála
ferill hans I kommúnistaflokkn
um hófst fyrir fjórum árum.
þegar hann hélt ■ ræðu til að
styrkja Ulbricht, og dæmdi ,
mjög harkalega fyrri foringja
flokksins Schirdewan og félaga
hans sem hann kallaði óvini
fiokksins. I dag er þessi stofn-
andi og foringi æskulýðsfélags
kommúnista F.D.J. (Frjáls þýzk
æska) Erich Honecker valda-
mesti maður næst Ulbricht.
Áhrif hans í austur-þýzkum
stjórnmálum eru þannig miklu
meiri en þau virðast á yfir-
borðinu. Erich Honecker.
■:
1
j^rich Honecker er sonur
námuverkamanns sem var
kommúnisti af lífi og sál. Hann
fæddist í Saar fyrir fimmtíu
árum og ólst upp í hugsjóna-
heimi æskulýðsstarfs kommún-
ista. Þegar hann var tíu ára
lét faðir han: skrá hann í sam-
tök ungra kommúnista sem köll
uð voru „Ungir brautryðjend-
ur“. Tveim árum seinna gekk
hann í unglingafélagið og þeg-
ar hann var 18 ára varð hann
meðlimur kommúnistaflokksins.
Þegar nazistar tóku stjórn
Þýzkalands f sínar hendur hafði
Honecker unnið sér nafn sem
ung - kommúnisti og skipulagði
félög ungmenna. Hann vann að
þessum störfum sínum á ólög-
legan hátt en í Berlín komst
upp um störf hans og Gestapo
handtók hann og dæmdi hann
í tíu ára þrælkunarvinnu.
■%7brið 1945 þegar Rauði her-
inn hertók Mið-Þýzkaland
varð Erich Honecker leystur úr
fangelsi og tók hann þegar að
skipuleggja æskulýðsstarf
kommúnista á svæðum þeim
sem voru undir sovézkum yfir-
ráðum. Á fyrsta þingi „frjálsrar
æsku“ sem var haldið í Brand-
enburg í marz 1947 var honum
falin forysta F.D.J. samtaka
ungra kommúnista í Austur-
Þýzkalandi. Þau níu ár sem
hann var í þeirri stöðu skipu-
lagði hann samtökin eftir
sovézkri fyrirmynd. Hann átti
iíka stærstan þátt í að þjálfa
austur-þýzka æsku í meðferð
skotvopna og það var hann sem
stóð fyrir hinni mjög svo árang
urslausu baráttu gegn kirkju-
iegri unglingastarfsemi. Árið
1955 þegar hann lét af störf-
um sei.. forystumaður F.D.J.
hafði hann unnið sér ótakmark-
að traust hjá Ulbricht oð öðrum
starfsmönnum kommúnista
flokksins.
m
ím
ÍW
m
■
★
Fyrir nokkru lauk í Vestur-
Berlín 13. iðnsýningunni,
sem oft hefir verið nefnd
„verzlunargluggi hins frjálsa
aeims“. Rúmlega 900 fyrir-
tæki — 179 útlend, 182 starf
andi í Vestur-Berlín og 550
vestur-þýzk — sýndu fram-
leiðslu sína á 50,000 ferm.
>tóru sýningarsvæði. Yfir 30
\fríkuþjóðir höfðu sameigin
lega sýningu undir samheit-
inu „Félagar í framförum, og
ít myndin tekin, þegar dr.
Ludwig Erhard, efnahags-
nálaráðherra Vestur-Þýzka-
lands, ræðir við hljómsveit,
5em Afríkuþjóðirnar sendu á
iýninguna til að skemmta
neð afrískri.tónlist.