Vísir


Vísir - 01.11.1962, Qupperneq 10

Vísir - 01.11.1962, Qupperneq 10
10 VlSIR . Fimmtudagur 1. nóvember 1962. —WBMB—III 111111111 I .I III IIHl—III Roger Poore enskur kappakst- ursmaður er að semja við Onassis um að kaupa af honum hlutabréfin í Spilavítinu í Monakó. Onassis hefur átt meiri liluta í fyrirtækinu en vill nú selja fyrir 4 milljónir sterlings- punda eða um 500 milljónir króna. Margir efast um að það séu góð kaup, því að allt sé nú á niðurleið í Monte Carlo. Kennedy forseti lét skyndilega kalla nokkra áhrifamikla þing- menn og nefndarmenn til Washington áður en hann tók á kvörðun sína í Kúbu-málinu. Meðal þeirra var Hale Boggs þingmaður fyrir Louisiana. Hann var þá í fríi og var að veiðum í bát um 30 mílur úti í hafi. Allt í einu flaug herfiugvél yfir bát hans og varpaði flösku niður í fallhlíf. Þeir náðu í flöskuna og i henni var miði með svofeildri orðsendingu: „Hringið strax í símastúlku nr. 18. Hún hefur áríðandi skeyti til yðar frá forseta Bandaríkj- anna. + Linda Christian kvikmyndaleik- kona flaug nýlega frá Róma- borg til New York. Hún segist sjá eftir að fara þá för, því að á leiðinni var stolið frá henni skartgripum að verðmæti um 5 milljónir króna. Meðal þeirra voru demantar sem Tyrone Power hafði gefið henni í morg ungjöf eftir brúðkaup þeirra fyr ir mörgum árum. Linda segir að skartgripir þessir hafi ekki ver- _ ið vátryggðir og hafi hún því tapað nærfellt aleigu sinni. í Japan gerði vasaþjófur tilraun til að stela skjalatösku af manni sem var í verzlunarferð í stóru vöruhúsi. En þjófnaðurinn mistókst, þar sem eigandi tözk- unnar var Miyake heimsmeist- ari í lyftingum og í töskunni voru 50 kg. af blýi. Þjófurinn var handtekinn. Melina Mercouri gríska kvik- myndaleikkonan sem fræg hef- ur orðið af kvikmyndinni Aldrei á sunnudögum tilkynnti blaða- mönnum (auðvitað síðastliðinn sunnudag), að hún ætlaði á næstunni að giftast leikstjóran- um Jules Dassin. Það þykir ekki seinna vænna, þvf að þau hafa verið saman í fimm ár, en ekki fengið hjónavígslu þar sem bæði voru gift áður. * Andrej Smirnov sendiherra Rússa f Bonn ætlar að halda einhverja mestu veizlu sem um er vitað í Þýzkalandi á afmælis- degi byltingarinnar 9. nóvem- ber. Hann hefur þegar boðið yfir þúsund gestum til veizlunn ar. Á borðum verða m. a. nægar biygðir af kavíar. í New York er til sölu sérstök Yoga-vél. Hún er þannig að eigandi hennar getur notað hana til að standa á höfði. Get- ur hann svo staðið á höfði eins lengi í vélinni og hann vill, eða þangað til sannleikur Yoga- vísindanna rennur upþ fyrir honum. Abbe Lane söngkona og hljóm- sveitarstjórinn Xavier Cugat, sem bæði eru víðkunn fyrir tónlist sína hafa sett merkilegt met af Hollywood-búum að vera. Þau hafa nú verið gift í 10 ár og þykir það miklum tfð- indum sæta. Blaðamenn spurðu Xavier hvernig þetta hefði mátt verða. Hann svaraði: — Ég sleppi aldrei augunum af henni. Stan Xenton hljómsveitarstjóri í Bandaríkjunum hefur stofnað í Hollywood „Klúbb fráskilinna manna" og er þátttaka f honum þegar mjög mikil. Klúbburinn hefur það hlutverk að veita frá- skildum mönnum ánægju í ein- manaleikanum með félagsskap þeirra sem beðið hafa slíkt skip brot. / Carroll Baker er varð fræg á sínum tfma fyrir leik sinn í kvikmyndinni „Baby Doll“ rak upp ákaft neyðaróp, er hún var að leika í leikhúsi einu við Broadway. Maður einn á fremsta bekk kastaði böggli til hennar. Carroll æpti af skelf ingu. Hún fmyndaði sér að þetta væri sprengja. I reyndinni var þetta aðeins vesæll stefnuvott- ur, sem hafði hvergi getað fund ið Carroll fyrr en á sviði. Var í bögglinum stefna Warner Brothers kvikmyndafélagsins, sem krefst um 3 milljón króna skaðabóta af Carroll fyrir samn ingsrof. * Lana Turner hefur fengið skiln- að í Mexíkó frá 'fifrrhitá':éígin*- manni sínum. Hann heitir Fred May og er 45 ára, en Lana er nú 42 ára. Það er uppi orðróm- ur um að Lana sé þegar búin að klófesta þann sjötta væntan- Iegan eiginmann sinn. * Pablo Picasso hefur gefið eitt af málverkum sínum til hjálpar því fólki sem verst varð úti f fióðunum miklu í Barcelona. Málverkið verður boðið upp á næstunni og selt hæstbjóðanda. Vafalaust verður þar um milljónaupphæð að ræða. Snowdon Iávarður eiginmaður Margrét prinsessu lagðist inn á sjúkrahús f London. Þar mun konunglegur læknir rann- saka Tony eins og hann er enn kallaöur. Hann þjáist af þvf hvað hann er taugaveiklaður. í Bandarískunum eru þjónar á veitingahúsum sammála um það að menn sem koma á veitinga- hús með ljóshærðum konur.i gefa yfirleitt meira þjórfé en aðrir. Tónabíó sýnir um þessar mundir kvikmyndina Dagslátta Drottins, sem er mest selda skáldsaga allra tíma. Er mér ekki grunlaust að hún hafi frekar selzt fyrir það hve mik- ið hún gerir úr kynferðismálunum, en því hve góð hún er. í myndinni tekst með ágætum að sneiða hjá hinum tíðu ástarsenum, sem í bókinni eru, án þess að tapa þræði sögunnar. Myndin fjallar um fátæka fjöl- skyldu í Georgia. Faðirinn (Robert Ryan) er kynlegur kvistur, sem hefur leitað að gulli á jörðinni sinni í 15 ár, að sjálfsögðu án þess að finna neitt. Syni á hann þrjá, tvo sem hjálpa honum að grafa og einn sem kvænzt hefur ríkri ekkju og flutzt burt. Dætur á hann tvær, aðra gifta atvinnulausum manni í nálægri borg og hina ólofaða og léttlynda sem enn er heima. Þá hefur annar sonurinn sem heima er kvænzt stúlku (Tina Lousie), sem er til vandræða falleg. Girnast hana bæði einn bróðirinn og tengdasonurinn á heimilinu. Mynd- in fjallar um líf þessa fólks og er það sérlega vel gert. Myndin er gerð af samúð með sögupersónun- Framh. á bls. 5. Ekki af einu saman — Framhald af bls. 6. Sannanir fyrir þvl að ráð æðstu samstarfsmanna hans hafi ekki gefizt vel eru margar til bæði skjalfastar og munnlegar. Eitt auðskildasta dæmi um hvernig komið er tel ég þá hörmulegu staðreynd, að íslenzka kennara- stéttin, einhver friðsamasta og elskulegasta stétt í heimi, sem flest lætur bjóða sér, hefur tví- vegis á þessu ári verið reiðubúin til hópuppsagna. í fyrra skipti vegna þess að engar efndir feng- ust á ádrætti um bætt kjör stétt- inni til handa hjá fyrrnefndum ráðamönnum. í seinna skiptið vegna þess, að allt var I óvissu um gildi erindisbréfs, sem kenn- urum var sent. Um tíma var eins vel útlit fyrir að gefa ætti út nýtt bréf og gera þannig að engu þau mannréttindi, sem búið var að veita 1 hinu fyrra. Raunar bera þessi erindisbréf sömu vanhæfni- merkin og svo margt annað, sem frá fræðslumálastjórn kemur. T. d. segir í erindisbréfi skólastjóra orðrétt. „Verði ágreiningur milli skólastjóra og meiri hluta kenn- arafundar, getur hvor aðili um sig skotið máli sínu undir úr- skurð fræðslumálastjórnar". Ekk- ert er tekið fram um það í þessu sambandi hver eigi að stjórna skólanum meðan fræðslumála- stjórn fellir sinn úrskurð. Allir góðir menn hljóta að fagna þvl, að enn er ekki farið að setja skipstjórum slík erindis- bréf. Væntanlega ætti þá að vísa ágreiningi milli skipstjóra og á- hafnar til sjávarútvegsmálaráðu- neytisins og skipið að vera stjórn laust á meðan. l"kg þar erum við komin að kjarna málsins. Fræðslumál- in hafa árum saman verið svo stjórnlítil að stappar nærri fullu stjórnleysi. Ekki verður úr þessu bætt með því að áfellast menn, sem ekki geta bet’ur gert. — En það má gera annað! Þáð má fá fræðslumálastjóranum annað eða jafnvel betra starf svó hann þurfi einskis I að missa og skipa I hans stað menntamanna, sem veit hvað er að gerast I mennta- og upp- eldismálum heimsins og skil- ur hvers þjóðin þarfnast og getur tekið á málum samkvæmt því. Nágrannaþjóðir okkar á Norð- urlöndum hafa á seinni árum gert miklar og gagnlegar breyt- ingar á fræðslumálum sínum. Æska þessara landa nýtur I vax- andi mæii aðstoðar og ráðlegg- inga alls konar .fagmanna á þess- um sviðum I þeim tilgangi að þegar skólavist lýkur geti ung- mennin gengið út í atvinnulífið með þekkingu á því sem um er að velja og góða undirbúnings- menntun, sem tryggi þeim traust- an grundvöll að hverju sem þau stefna. íslenzku fræðslumálastjórninni hefur æ ofan æ verið bent á, að eitthvað svipað yrði að gera hér — alls konar samtök for- ustumanna í atvinnu- og fræðslu- málum ásamt Alþingi hafa beint þeim tilmælum til ríkisstjórnar- innar, að hún geri nú verulegt á- tak til að koma til móts við æsk- una, þar sem nauðsynin er mest. Eftir langa bið kemur svarið loks. Fræðslumálastjórn stuðlar að dansnámskeiði fyrir kennara eir, sem eiga börn á æskuskeiði og láta sig framtíð þeirra einhverju varða geta ekki unað við þetta ástand lengur. Yfir- völdin geta ekki sóma síns vegna horft upp á drykkjuskap og pillu- át unglinga án þess að hafast eitthvað að og það verður að byrja á byrjuninni. Það verður að viðurkenna, að uppeldi þjóðarinn r er í molum og það verður af fela færustu og beztu mönnum sem völ er á að byggja það upp. Ólafur Gunnarsson.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.