Vísir - 02.11.1962, Side 6

Vísir - 02.11.1962, Side 6
?? Gott að sýna í Einn hinna yngri listmálara okkar, Hafsteinn Austmann, er að reisa sér hús suður í Kópa- vogi, nánar tiltekið að Kastala- gerði 7. Nú hefur hann brugðið á leik og hengt upp listaverk f þessu nýja húsi sínu og hefur þar sýningu á 42 olíu- og vatnslitamyndum, sem málaðar eru á sfðustu fjórum árum. Allt eru þetta abstrakt myndir. Aðspurður kvað Hafsteinn erfitt að lýsa myndum sfnum f orðum, það kæmi tæpast að notum, nema menn skoðuðu þær. Þetta mætti ef til vill flokka sem einhvers konar millistig á milli tachisma og geometrisma, réttasta nafnið væri líklega abstrakt-express- jónismi. Hvað er langt síðan þú byrj- aðir að mála? Ég er búinn að mála síðan 1948. Ég byrjaði í Myndlistar- skólanum í Reykjavik 1950 og var þar í eitt ár, en síðan var ég í Handíða- og myndlistar- skólanum 1952-54. Að því loknu fór ég til sjálfsnáms í Frakk- landi og var í eitt ár í París. Hefur sú dvöl kannski mót- að þig að mestu? Ég veit það ekki. Það er eigm bæði hægt að tala um þýzk, frönsk og amerfsk áhrif, þó er líklega mest frá franska skól- anum, en þá verður að hafa í huga , að það eru ekki bara Frakkar, sem hafa skapað þann skóla, heldur koma þar við sögu áhrif vfðs vegar að. Hvar heldur þú, að mynd- Iistin standi með mestum blóma sem stendur? Það er áberandi, hvað Banda- ríkjamenn eru í mikilli fram- sókn. Það stafar lfklega af þvf, að þeir ráða yfir miklu fé. List- in blómgast, þar sem velmegun er mest. Það sannaðist í endur- reisnarstefnunni á Italíu, á Spáni. Þegar Hollendingar tóku að auðgast á verzlun, hófst einnig blómaskeið listarinnar þar. Og hvernig er svo að vera málari hér? Það er gott að vera hér. Ég gæti hvergi hugsað mér að eiga heima annars staðar. Hins veg- ar er erfitt að lifa af myndlist hér og ekki nema fáir mynd- listarmenn, sem geta lifað af list sinni. Þetta stafar auðvitað mest af því, hve fólk er hér fátt og listamenn tiltölulega margir. Þó kaupir almenningur Þó nokkuð af málverkum, enda eru þau hvergi eins ódýr. Aftur á móti vantar hér þau málverka kaup safna, sem eru listamönn- umdivað mestur styrkur erlend- is. Auðmenn á íslandi safna ekki málverkum, þeir safna bíl- um. Ef maður stendur í Banka- stræti, þá renna framhjá manni nokkrar milljónir á fáum mín- útum. húsi “ Hvernig er að sýna í Kópa- vogi? \ Ég hef fengið meiri aðsókn þar en þegar ég sýndi f Boga- salnum síðast. Fólki gengur bara misjafnlega vel að rata. Líklega er meira um ungt fólk en fullorðið. Annars er miklu betra að tala um húsbyggingar. Maður verður svo heimskur af því að tala um málverk. V í S1R . Föci'.idasur 2. nóvember 1962. Hjartans þökk! — 25. okt. 1962 — Sumarið hvarf í húmið. Ég horfði dapur á eftir því. Þá komu ykkar hlýju kveðjur og kveiktu gleðina á ný! Og hugar míns hörpustrengir hljóma tóku sem þakkargjörð um söngvanna sólþrungnu geima og samtengdu himin og jörð! Hvers ætti ég frekar að óska — ofan við grænan foldar-svörð — en eiga að ævi-lokum ítök á himni og jörð! Sá auður hlýjar mér huga, svo hjarta mitt enn af gleði slær! f guðs friði! — Af hrærðum huga ijartans þökk! — fjær og nær! Helgi Valtýsson. Hafsteinn Austmann listmálari Er ekki gott að sýna í sfnu eigin húsi? Jú, það er ágætt að sýna f sínu eigin húsi. Ég held það sé fleiri að hugsa um að taka þetta upp. Þetta hefur líka ver- ið gert áður m.a. gerði Engil- berts þetta, þegar hann var að byggja. Hvað liggur þér á hjarta f list þinni? Ég \iit eiginlega ekki hvort manni liggur í rauninni eitt- hvað sérstakt á hjarta. Ég er ekki frá þvf, að það sé stund- um orðum aukið. Mig langar alltaf til þess að mála. Þetta er mitt líf og yndi, og þess vegna geri ég það. HROSSA ÚTFLUTMILWR ER VIDKVÆMT MÁL Vegna umræðna og frásagna út af óhöppum, sem orðið hafa í hrossaflutningum miili landa í haust sneri Vísir sér til Páls A. Pálssonar yfirdýralæknis á Keldum og leitaði umsagnar hans. — Jú, það er eitthvað hæft í því að óhöpp hafi komið fyrir f hrossa- útflutningi í haust. Það skeði seint í september með m.s. Selfossi. Skip ið lenti í vitlausu veðri nokkru eftir að það lagði af stað frá Rvík, 10—11 vindstigum og við það brotnuðu básar, sem hrossin voru geymd í. Þau meiddust eitthvað og voru aflífuð. Hve mikil þau nieiðsli voru, er mér ekki kunnugt um. — Eru hrossin flutt út í til þess gerðum hólfum eða básum? — Það er farið að gera núna, að óskum Dýraverndunarfélagsins og að ýmsu leyti á að fara betur um skepnurnar í þessum básum. En ef það hins vegar kemur til þess að básamir velta um koll í sjógangi, eða ef þeir brotna, þá er fyrirkomulag þetta ófullnægjandi. Annars eru þessi flutningaskip okkar ekki sniðin fyrir hrossaflutn inga, og það þarf engum að koma á óvart þó að óhöpp eigi sér stað í misjöfnum veðrum. Skipin bíða heldur ekki af sér veður af þess- um sökum. Þau hafa stranga áætl- un og fylgja henni. Svo er það líka oft, að skipin neita að taka hross til flutnings, vegna þess að hætta er á óþrif- um af þeim og að þau samrýmist ekki öðrum flutningi skipsins. — Þetta getur skeð þegar mestar lík- ur eru fyrir góðu veðri, og þá verð ur að sæta öðru tækifæri, sem ekki reynist jafn gott. — Hver ber ábyrgð á útbúnað- inum? — Það má segja, að það heyri undir mig sem yfirdýralækni. Ég skoða líka öll hross, sem út eru flutt, því þess er krafizt að það fylgi hverju einu hrossi heilbrigð- isvottorð. — Hvaða ráð telur þú til úr- bóta? — Það ákjósanlegasta er að sjálfsögðu að fá sérstök hesta- flutningaskip með til þess gerðri loftræstingu ( og öðrum útbúnaði, sem æskilegur er til flutninganna. En það kostar jafnframt það, að flytja þarf út 400—500 hross hverju sinni, og sá markaður er ekki ævinlega fyrir hendi. Slík skip hafa samt komið hingað oft- ar en einu sinni og reynzt ágæt- lega. — Hefur Dýraverndunarfélagið látið þetta mál til sín taka? — Mjög. Þetta virðist helzta áhugamál þeirra, sem stendur og mikið um kvaijtanir, sem frá for- ráðamönnum þeirra berast. Nú, að sjálfsögðu er þetta viðkvæmt mál og leiðinlegt þegar illa tekst. En mér skilst samt að ekki væri síð- ur ástæða til að gera veður út af ýmsu öðru, sem miður fer heldur en þessu. Jörgen Bitsch berst við anacondaslönguna. í Tjarnarbæ er nú sýnd mynd, sem gerð er af Dananum Jörgen Bitsch og nefnist Amazonas, eða Gull og grænir skógar. Fjallar hún um ferð sem hann fór upp eftir Amazonfljótinu, og heimsókn hans í hina gömlu bústaði Inka-indíán- i anna í Andesfjöllum. Sjást á í myndinni miklar fornleifar frá Inkunum og sést meðal annars er upp er grafin 1600 ára gömul múm ía og vafið utan af henni. Þá sést ferð upp Amazonfljótið, sem hefur verið mjög erfið, ef trúa skal textanum, sem með mynd inni er, en hann er allur á íslenzku. Er þar mikið af myndum af indíánaky.,stofni, sem enn er á steinaldarstigi. Virðist það frið- sælasta fólk og glímir svo kurteis lega að ekki þarf einu sinni að fella andstæðinginn til að vinna glímuna. Nóg er að dómarinn á- kveði að það sé ljóst að annar aðili I sé sterkari. Skemmtilegasta atriðið í myndinni er þó þegar Bits_h berst , við átta feta langa, 200 punda þunga anaconda kyrkislöngu. Er sú barátta tvísýn mjög. Myndatakan er mjög góð, miðað við þær aðstæður, sem við vai unnið. Myndin er þó frekar afreks verk en listaverk. Öllum þeim serr áhuga hafa á náttúru og Iandkönn- un er ráðlagt að sjá þessa mynd. Laugarásbíó sýnir núna sérleg: skemmtilega mynd, sem nefnis „Næturlíf heimsborganna". Er húi tekin á skemmtistöðum í ýmsun borgum heims, svo sem Kaup mannahöfn, Hamborg, London Paris, New York, Tokyo og víðar Eru sýnd þarna alls kyns skemmti kraftar, fimleikamenn, „strip tease", söngvarar og fleira. Eins oj fyrr segir er myndin mjög skemmt leg, ekki sízt vegna þess, að meni sjá þarna ýmsa skemmtistaði, sen þeir kunna að hafa heimsótt : ferðum sínum erlendis. Það e heldur ekki ; vegi að fá að sj: við hvað menn skemmta sér borgum þar sem hægt er að f^ kaffibolla eftir klukkan hálf tóf að kvöldi og meira að segja hæg að fara að skemmta sér, án þes að vera neyddur til að fara í rúml fyrir miðnætti, nema tvo daga vik unnar. Sérlega skemmtileg og ve tekin mynd í litum, með dönski tali. - Ó. S. /

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.