Vísir - 02.11.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 02.11.1962, Blaðsíða 5
VlSIR . Föstudagur 2. nóvember 1962. 5 Sovézkt geimskip á SeiB til Marz Sovézkt geimskip er á leiðinni til plánetunnar Marz og mun vera 7 mánuði á Ieiðinni. í morgun var það komið 150.000 mílur vegar. — Sovézkir vísindamenn segja, að ef ailt gangi að óskum, kunni að fást óyggjandi vissa um það, hvort líf sé á Marz, en löngum hefur verið álit vísindamanna, að sé líf ijúpur — Framhald af bls. 16 firðingar þráfaldlega orðið varir við skyttur sem komið hafi sunn an Kaldadal og farið síðan að skjóta niður undir bæjum Borgar- fjarðarmegin. — Telur þú að það sé lítið um rjúpu? — Ég held,, sagði Guðbjörn, að það sé dálítið af henni, en ekki mikið. Og þessa dagana verðum við mjög lítið varir við hana vegna þess að til fjalla er algerlega hag- laust fyrir hana. Hún heldur sig sennilega meira niðri í Þjóðgarðin- um, þar sem er kjarr og lyng og auðveldara fyrir hana að ná sér í fæðu. Aðeins einn — Framhald af bls. 1. urvöktum, sagði Hauk- ur að lokum. í heimild ríkisstjórnarinnar er tekið fram, að yfirlæknar megi kalla sérfræðinga til að- stoðar ef um brýna lífsnauðsyn er að ræða. Getur þetta orðið mjög teygjanlegt og hafa lækn arnir ekki komið sér saman um hvernig þeir eigi að skilja þetta. Þannig vita þeir ekki hvort þeim er heimilt að kalla til lækna á bakvaktir, þ.e.a.s. fá lækna til að hlaupa fyrir sig í skarðið ef um útkall er að ræða að nóttu til. Einnig er þeim ekki ljóst hvort nota má heimildina í því tilfelli að þeir geti ekki annað þörfum sjiíklinga, sem eru ekki í brýnni lífshættu. Einhverjar viðræður munu hafa farið fram um þetta mál, en niðurstaða hefur ekki feng- izt. Sennilegast er þó að hver yfirlæknir verði að taka sjálf- stæða afstöðu til þessa atriðis í mörgum tilfellum. Aðeins einn læknir hefur not að heimildina til aðstoðar sér- fræðings þegar þetta er skrif- að, það er Óskar Þórðarson, yfirlæknir Borgarsjúkrahússins. Hins vegar steðja alls kyns vandamál að yfirlæknunum og fyrirsjáanlegt að þeir þurfi aukna aðstoð. á öðrum stjörnum, sé helzt að vænta, að það sé á Marz. — Geim- skipið nefnist Marz I. Eldflaug af nýrri gerð bar geim- skipið á braut kringum jörðu og því næst var því skotið á braut áleiðis til Marz. Athuganir hafa leitt f ljós, að Marz I fer næstum þá braut, sem gert var ráð fyrir. Geimskipið vegur 893,5 kg, og er útbúið hinum fulikomnustu ljós- mynda- og sjónvarpstækjum, auk margvíslegra vísindatækja. Vonir standa til, að sjónvarpsmyndir ná- ist af Marz. Verður slíkra mynda beðið af eftirvæntingu. Það er vitað, að gufuhvolfið á Marz er þunnt og kuldi mikill, en þar fyrir ætla vísindamenn, að þar kunni að vera líf, og er bent til þess, að líf þróist einnig á jörðu við erfið skilyrði, m. a. af völdum kulda. / Síldarleit Framhald af bls. 16 togarinn), sem kom hingað til lands, og verið gerður út á tog- veiðar, nema á síldarvertíðinni í sumar var hann með hringnót. Vísir spurði Jón hvort hann hefði frétt nokkuð um, að síldar hefði orðið vart í flóanum. Hann kvað Ægi hafa orðið iftils háttar varan í Miðnessjó fyrir skömmu, en hann hefði aðeins leitað ef tæki færi var til frá öðrum störfum, og þess væri að geta að tfð hefði ver- ið umhleypingasöm að undanförnu og leitarskilyrði ákaflega erfið. Líkiegt er að Guðmundur Péturs verði tilbúinn til sfldarleitar um eða upp úr næstu helgi. Fundur var haldinn í gær- kvöldi um síldveiðikjörin, og náðist ekki samkomulag. Blað- inu er ekki kunnugt, að nýr fundur hafi verið boðaður. Kirkjuþing — Framh. af 1. síðu. ur í sér, nái fram að ganga. Frumvarp um að leggja niður prestskosningar hefur verið bor ið fram á Alþingi. Gerðu það Sigurður Bjarnason og Gylfi Þ. Gíslason, en það náði ekki fram að ganga. í dag er síðasti fundur kirkju- þings. Bænduhöllin — Fran.halri ai bls. 1 um 80 milljónir og vélar og innbú um 20 milljónir. Hver rúmmetri f Bændahöllinni kost- ar þá nær 2400 krónur, ef kostn aður við búnað hennar er reikn aður með, en um 1900 krónur, ef aðeins er miðað við kostnað við sjálfa húsbygginguna. Til samanburðar mú geta þess, að Byggingarþjónustan gefur upp að meðalkostnaður á rúmmetra í íbúðarblokk sé 1400 krónur á rúmmetra. Þegar blaðið spurði Sæmund um það, hvort rekstur Bænda- hallarinnar myndi geta staðið undir byggingarkostnaðinum við hana, kvaðst hann ekki geta svarað því. Það færi mikið eft- ir rekstri hótelsins þar, en Hótel Saga myndi hafa til afnota rúm- lega tvo þriðju hluta af bygg- ingunni um það er lyki. Sæm- undur kvað vonir standa til að það tækist að útvega það fjár- magn sem þörf er á til að full- gera bygginguna. Áformað er að Búnaðarfélag Islands og Stéttarsamband bænda flytji skrifstofur sínar í BæVidahöllinni næsta vor. Þessi mynd var tekin fyrir Vísi af landhelgisbrjótnum liggjandi við bryggju á ísafirði. Gamall og nýr landhelgisbrjétur hafði ekki verið kveðinn upp rétt fyrir hádegið. Brezki skipstjórinn, sem hér um ræðir, Arthur Wood Bruce, er gam all landhelgisbrjótur. Hann var dæmdur í fulla sekt á Akureyri 1955 fyrir iandhelgisbrot, en þá var hann með annan togara. KI. 18.14 sl. þriðjudag tók Ægir brezka togarann Lincoln City frá Grimsby út af Dýrafirði og fór með hann til ísafjarðar. Togarinn er grunaður um landhelgisbrot og var hann rétt utan við fiskveiði- takmörkin er hann náðist. Skip- stjóri er Arthur Wood Bruce, 43 ára gamali. Ægir gaf togaranum stöðvunar merki með ljósum og lausu skoti. Skipstórinn kveðst ekki hafa orðið merkjanna var, en stöðvaði skip sitt er Ægir þeytti eimpípur sínar. Skipstjórinn neitaði landhelgis- broti og neitaði einnig að sigla togaranum inn á ísafjörð svo að skipsmenn af Ægi urðu að fara um borð og taka við stjórn og vél- gæzlu. Radartæki togarans voru biluð. Rannsókn málsins er lokið og sak sóknari ríkisins hefir ákveðið að höfða skuli mál gegn skipstjóran- um fyrir landhelgisbrot. Dómur Viljo svipta — Framhald af bls. 16 sóknarmenn og kommúnistar mynd uðu minnihluta, þó hvor í sínu lagi, og lögðu til að frumvarpið yrði fellt. Ólafur Björnsson mælti fyrir munn meirihlutans, Karl Kristjáns- son fyrir Framsókn og Björn Jóns- ; son fyrir komma. Nánar er vikið i að umræðum á 7. síðu (Alþingi). Sömu lún út á landbán- aBarafurBir Framsóknarmenn fóru halloka fyrir Ingólfi Jónssyni landbúnaðar- ráðherra í þinginu I gær. Hann hrakti enn eina af þeim staðleys- um, sem þeir hafa lengi haldið á Iofti frammi fyrir bændum. Ásgeir Bjarnason (F) kom með þá fyrirspum, hvað liði lánum til landbúnaðarafurða, og hvenær bændur yrðu settir á sama bekk og útvegsmenn. Sagði Ásgeir að það hefði tíðkazt í langan tíma, að útvegsmenn fengju allt upp í 20 prósent hærri lán en bændur út á afurðir sínar. Landbúnaðarráðherra var ljúft að svara fyrirspurninni. Hann hafði kynnt sér málið mjög, þar sem hér var á ferðinni eitt stærsta mál bænda og komið höfðu fram sömu fyrirspurnir á þingi Stéttarsam- bands bænda. Á árunum 1956—1959 lánaði Seðlabankinn 67 prósent af verð- mæti landbúnaðarafurða út á land búnaðarafurðir og það sama út á sjávarafurðir. 1960 60,8 út á landbúnaðaraf- urðir, en 58,0 út á sjávarafurðir. 1961 55,3 út á landbúnaðaraf- urðir, en 55,0 út á sjávarafurðir. Báðir atvinnuvegirnir hafa síðan fengið viðbótarlán og vissi ráðherr- ann ekki hverju þau næmu, enda væri það ekki hiutverk hans að á- byrgjast slík lán fyrir einstaka menn. Gilda hins vegar engar fast- ar skorður um viðbótariánin og væri það aðeins metið hverju sinni. Ráðherrann fullyrti þó, að menn fengju ekki verri fyrirgreiðslu í bönkum varðandi lán út á landbún- aðarafurðir en aðrir. Hann fullyrti ennfremur, að vænta megi þessara lána í næsta mánuði og yrðu þau ekki lægri en á síðasta ári, og ekki minni en lán út á sjáv'arafurðir. Deyfílyfinkomu frálæknum samkvæmt skýrslum lög- reglustjóra, sakadómara 3g yfirsakadómara, er Ijóst, að tiltölulega lítill liópur lækna hér í Reykja- vík, hefur gefið út lyfseðla ýrir deyfilyfjum í svo yerulegu magni, að ákveð- ið Iiefur verið að rann- saka þá hlið málsins. Títt ír að í höndum lögreglunn ar lendi fólk, sem fengið 'iefur deyfilyf hjá þessum ákveðnu læknum, tiltölu- lega takmörkuðum hópi. Hér er um mikið alvörumál að | ræða fyrir læknastéttina í heild, í ef rétt reynist að lyfseðlar út á i deyfilyf frá þessum iæknum séu grunsamlegir og óeðlilegir að í’ölda. Það kom skýrt fram í skýrslum ofangreindra opinberra aðila, að mjög hefði borið á óeðlilegri notk un lyfja út á lyfseðla lítils hóps ' lækna, og virtist sem mestur hluti neyttra lyfja hér væri frá læknun- um kominn. Einnig væri ótrúlega, mikið úr lyfjabúðunum sjálfum Á- lyktuðu þeir að þau lyf væru feng in í gegnum kunningskap neytenda við starfsfólk lyfjabúðanna. Þá væru gefnir út falsaðir seðlar og eitthvað, en tiltölulega lítið væri um smygl. Heilbrigðismálaráðherra, Bjarni Benediktsson, kvaðst hafa fengið skrá yfir nöfn þessara ákveðnu lækna, sem hann hefði aftur af- hent landlækni. Mun landlæknir. Sigurður Sigurðsson, láta fara fram rannsókn á því á nve mjklum rökum ummæli lögregluyfirvald- 1 anna væru byggð. >

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.