Vísir - 02.11.1962, Blaðsíða 10

Vísir - 02.11.1962, Blaðsíða 10
WMH V í SIR . Föstudagur 2. nóvember 1962. io HÆLI HANDA Háaleitisliverfi — Hvassaleiti Ný verzlun Opnum í dag nýja kjörbúð að Háaleitisbraut 68. — Þar mun fást m. a.: kjötvörur, nýlenduvörur, snyrtivörur, mjólk, brauð og kökur og einnig fiskur eftir því sem hægt er að koma við. Við munum leggja áherzlu á fjölbreytta vöru og góða þjónustu. AUSTURYER h.f. Háaleitisbraut 68 . Símar 32372 og 38340 Framh. af bls. 4 þær hafa orðið 435 þús. króna. Eigi má gleyma hlut kvenna i þessu efni, því að konur innan félagsins hafa innt af hendi mikið starf til fjáröflunar, og orðið mjög vel ágengt. Fé því, sem konurnar afla, verja þær einkum til kaupa á húsgögnum og leikj- tækjum fyrir stofnanir vangef- inna. Loks er rétt að minna al- menning á, að félagið hefir á hendi sölu minningarspjalda, og hefir haft af þvf nokkrar tekjur.“ Dagheimili 7 félagsins. „Hvað er að segja til dæmis um rekstur dagheimila á vegum félagsins?" „Félagið starfrækti á árunum 1959 og 1960 leikskóla fyrir van- gefin börn, og var hann í leigu- húsnæði. Þó varð s.tarfsemin að falla niður á nokkru tímabili vegna skorts á húsnæði. Á árinu 1960 var svo hafizt handa um að reisa dagheimili fyrir vangefin börn að Safamýri 5 hér í borg- inni. Heimili þetta hefur verið skírt „Lyngás". Hinn 1. júní á sl. ári var byggingunni svo langt komið, að unnt reyndist að hefja rekstur heimilisins að nokkrum hluta þann dag, og síðan hafa verið þar 15—22 börn á dag. Annars er byggingu heimilisins svo langt komið, að það verður sem fullgert og er kostnaður orð- inn um 2,7 millj. kr. Félagið hefir notið framlaga frá Styrktarsjóði vangefinna og Reykjavíkurborg, sem samtals hafa greitt um helm- ing þeirrar fjárhæðar, sem heim- ilið kostar nú. Þegar heimilið verður fullbúið, getur það tekið 40 börn, en fyrir liggja fleiri beiðnir um heimilisvist en hægt verður að sinna. Því má bæta við í þessu sam- bandi, að síðan starfræksla þessa heimilis var hafin, hefir félagið haft í þjónustu sinni Iækni, sál- fræðing, talkennara og „föndur“- kennara, sem starfa í þágu barn- anna hver á sínu sviði eftir því sem þurfa þykir“. Styrktir til náms erlendis. „Hvernig er það annars — hefir Styrktarfélagið ekki styrkt fólk til náms erlendis?" „Jú, svo er ráð fyrir gert í Iögum félagsins, að það veiti nokkra styrki til náms erlendis, svo að menn geti lært að ann- ast vangefið fólk. Á þessu ári hafa til dæmis verið veittir fimm slíkir styrkir, og eru þeir samtals 70 þús. krónur. Styrkir þessir eru bundnir skilyrðum, nefnilega að þeir, sem þá fái, stundi nám er- lendis eigi skemur en í eitt ár, og loks verða hlutaðeigendur að skuldbinda sig til að vinna að námi loknu eigi skemur en þrjú ár í þágu vangefinna. Ef menn gera þetta ekki af einhverjum ástæðum, verða þeir að endur- greiða félaginu styrkinn “ » Athugun skipulagsnefndar. „Og þá er komið að framtíð- inni. Hvað getur þú sagt Vísi um það, sem framundan er í þessum málum?“ „Ekki verður annað sagt en að stórfelld verkefni sé framundan, því að það, sem gert hefir verið fram að þessu, er sáralítið sam- anborið við það, sem ógert er og verður að gera. í því sambaDdi er þá fyrst að geta þess, að á árinu 1960 var starfandi svonefnd „skipulags- nefnd“ á vegum Styrktarfélags vangefinna. Nefndarmenn voru Jón Sigurðsson borgarlæknir, Halldór Halldórsson arkitekt, Broddi Jó’ annesson skólastjóri, Jón Pálsson sálfræðingur og Að- alsteinn Eiríksson námsstjóri. Nefndin aflaði m. a. fyllri upp- lýsinga en fyrir voru um fjölda vangefins fólks í landipu. Niður- staða nefndarinnar varð sú, að vangefnir einstaklingar í landinu, sem nauðsynlega þyrftu á hælis- vist að halda, væru eigi færri en 850 talsins. M. ö. o. ástandið var enn verra en menn ætluðu, þegar félagið var stofnað. Tíu ára bygg- ingaráætlun. Nefndin gerði áætlun, er við það var miðuð, að á næstu 10 árum yrðu byggð hæli fyrir 400 vangefna, eða rúmlega helming þess fólks, er þá var talið hafa þörf fyrir hælisvist, en dvaldist ekki þegar í hælum. Auk þess var í áætlun þessari gert ráð fyrir að byggja 15 rúm á hverju ári vegna árlegrar fjölgunar vangef- inna í landinu, sem talið er að verða muni 10 — 15 manns. Bygg- ingarkostnað á hvert rúm i fá- vitahæli taldi nefndin þá vera kr. 250 þús., en hafa ber í huga, að í þeirri upphæð er reiknað með nauðsynlegu húsnæði handa starfsfólki, fyrir leikstofur, kennslustofur og annað, sem til- heyrir slíkum stofnunum. Áætlun nefndarinnar leit þann- ig út: 1) Til að ljúka þeim byggingar- framkvæmdum, er þá stóðu yfir í þágu vangefinna, taldi nefndin þurfa kr. 6,25 millj. 2) Rúm fyrir 400 manns á 250 þús. kr. hvert kr. 100,00 millj. 3) Vegna árlegrar fjölgunar, 15 rúm á ári I 10 ár kr. 33,75 millj. Samtals er þessi áætlun kr. 140,00 millj., sem þýðir einfald- lega það, að til þess að ná þessum áfanga á 10 árum þurfa að vera til umráða að meðaltali 14 millj. kr. á ári. Þess verður og að geta, að síð- an áætlun þessi var gerð, hefir orðið stórfelld hækkun á öllu verðlagi í landinu, svo að varla mun ofsagt, að það, sem þá var talið kosta kr. 250 þúsund, kosti nú um 300 þús. kr.“ Undirbúnings er þörf. „Það virðist því liggja í augum uppi, að þær áætlanir, sem þið hafið gert í upphafi um tekjuöfl- un og annað, eru alls endis ófull- nægjandi, ef unnt á að vera að koma þessum málum á sómasam- legan grundvöll." „Já, því að þótt þessi áætlun sé ekki óyggjandi plagg, sem treysta megi til hlítar, sýnir hún ljóslega, hversu geysilegs fjár- magns er þörf og hve nauðsyn- legt er að vinna af stórhug og dug, ef unnt á að vera að ná við- unandi árangri. Þegar tryggður hafði verið með lögum fastur tekjustofn til byggingaframkvæmda, var orðið tímabært að gera sér fulla grein fyrir, með hvaða hætti skyldi unnið að þessum málum i fram- tíðinni. Stjórn Styrktarfélágsins skrifaði því félagsmálaráðuneyt- inu síðla á sl. vetri og fór þess á leit, að heilbrigðisyfirvöldin hæfust þegar handa um að gera áætlun um framtíðarskipun þess- ara mála. Það varð úr, að land- læknir bauð til landsins á sl sumri Bank Mikkelsen forstöðum þeirrar deildar danskraheilbrigðis málaráðuneytisins, er fjallar urr málefni vange'inna þar í landi Mikkelsen dvaldist hér í viku og kynnti sér þessi málefni hér. Mun hann síðar sW'' áliti um, hvernig framkvæmdum verður bezt hagað hér í þessum efnum. Danir eru í fremstu röð í þessum efnum, og vonandi verður því góður árang- ur af heimsókn Mikkelsens." „Hvernig getur allur almenn- ingur veitt málinu stuðning?" „Það er skoðun mín, að félagi okkar væri að því mikill ávinn- ingur, ef unnt væri að fjölga félagsmönnum til muna. Eink- um tel ég æskilegt, að ævifélög- um fjölgi, og þvf fleiri sem bind- ast formlegum samtökum í félags skap til að veita hugsjón félags- ins lið, þvf meiri lfkur eru til þess að félaginu vaxi svo fiskur um hrygg, að það nái viðunandi árangri í starfi sínu. Ævifélaga- j gjaldið er kr. 500, en árstillag kr. 50. í öðru lagi vil ég minna almenning á happdrætti það, sem félagið hefur efnt til og stendur yfir um þessar mundir. Sala miða stendur yfir og er margt góðra vinninga, þar á meðal Volkswag- en af nýjustu gerð. Ég vona, að sem flestir góðir menn annað hvort kaupi miða eða greiði fyr- ir sölu þeirra. Þá bið ég menn að minnast félagsins í næsta mánuði, þegar merki þess verða seld almenningi hér og víða úti um landið. Félagið h-.!ur að vísu náð all- góðum árangri með lögfestingu flöskugjaldsins, en samt skortir mikið á, að það hafi bolmagn til að ljúka aðkallandi verkefnum á skömmum tíma.“ „Og hvað viljið þér segja að endingu um þessi mál?“ „Ég vil aðeins endurtaka, að okkur er nauðsyn á stuðningi sem flestra góðra manna, því að róðurinn verður þeim mun léttari sem fleiri leggjast á árar. Á heimilum víða um Iand ríkir hreint neyðarástand, af því að ekki er unnt að veita viðtöku á hæli vangefinna fólki á þvf stigi, að útilokað má telja að ala önn fyrir því í heimahúsum j við nútíma aðstæður. Þess vegna ! ítreka ég, hve frjáls fjáröflun er mikilvæg og nauðsynleg. Annars er rétt og skylt að taka fram, að félagið hefur átt skiln- ingi og samúð að mæta af hálfu ráðamanna jíjóðarinnar og hecnn- ar allrar í mjög ríkum mæli. Margir hafa sagt ,-em svo, að í þakkarskyni fyrir að hafa notið þeirrar hamingju að eiga sjálfir hraust og heilbrigð börn, væri ;tuðningur við Styrktarfélag van gefinna ' eim næsta kærkomin fórn. ’ vort sem urn væri að ræða kaup á happdrættismiðum eða framlag á annan hátt. Félaginu hafa líka borizt margar góðar gjafir, sem tala sínu máli um hug gefenda til félagsins, og nýjasta stórgjöfin var frá íslenzkri konu, sem búsett er í Danmörku, dótt- ur Símonar Dalaskálds, sem gaf féla inu d. kr. 5000, en það jafn- gildir rúmlega 31 þús. ísl. kr. Að endingu aðeins þetta: Það er verðugt verkefni fyrir alla góða menn að eiga hlut að því, að sú hugsjón, sem félagið hefur ásett sér að gera að veruleika, rætist sem allra fyrst." Vísir tekur undir þessi loka- orð með þeirri ósk, að sem flest- ir leggi þessu þarfa málefni lið, svo að því verði komið í höfn sem allra fyrst. Skipaútgerðln Herðubreid fer austur um land í hringferð 6. þ.m. Vörumóttaka á föstudag og árdegis á laugardag til Hornafjarð 1 ar, Djúpavogs, Breiðdalsvíkur, i Stöðvarfjarðar, Mjóafjarðar, Borg- ' arfjarðar, Vopnafjarðar, Bakka- fjarðar, Þórshafnar og Kópaskers. Farseðlar seldir á þriðjudag. Skialdbreid fer vestur um land til Akureyrar 5. þ.m. Vörumóttaka í dag til á- ætlunarhafna við Húnaflóa og Skagafjörð og Ólafsfjarðar. Far- seðlar seldir á þriðjudag. FÉLAGSLÍF AÐALFUNDUR Handknatt- leiksdeildar Víkings verður hald- inn laugardaginn 3. nóvember, í félagsheimilinu. Stjórnin. Körfuknattleiksdeild K. R. Kvenna- flokkur: Sunnud kl. 18,45 í K. R.- heimili. Karlaflokkar: 4. fl. sunnud. kl. 18,00 -18,45 í K. R.-heimili. 3. fl. sunnud. kl. 19,30-20,15 í K. R,- heimili. miðvikud. kl. 21,25—22,10 í K. R.-heimili. 2. fl. sunnud. kl. 20.15 -21,15 í K. R.-heimiIi. Mið- vikud. kl. 20,35—21,25 í K. R.-heim ili. 1. fl. Sunnud. kl. 21,15-22,10 í K. R.-heimili. Fim.ntud. kl. 20,30— 21.15 (Háskólinn). Tími fyrir alla deildina sunnud. kl. 9,30—10,15 árdegis (Háskólinn). Geymið auglýsinguna. Stjórnin. S?r. Friðrik — Frh. af 7. síðu: Iæknana um batahorfur sjúklinga, eða um bætta eftirmeðferð sjúkl- inga, eftir að þeir eru útskrifaðir af spítala, og þó ekki alltaf orðnir frískir. Við skulum líka leiða hjá okkur .ið sinni að tala um heil- brigðisstjórnina okkar, bæði fyrr og síðar, og hvernig hún hefur rækt störf sín með tilliti til nú- tíðar og framtíðar. Kannske gefst tilefni til þess síðar. Friðrik Einarsson. SkáBdsagan BCarólína Franska skáldsagan „Karólína", eftir Cecil St. Laurent, er nýkomin út í bókarformi og nýkomin í bóka verzlanir. — Sagan var birt í Vísi og reyndist ein vinsælasta framhaldssaga, sem blaðið hefur birt. — í sögunni sem blaðið nú flytur koma fram sömu persónur og í Karolínu og segir þar frá nýjum ævintýrum hennar. — Sög- ur þessar gerast, eins og lesendum er kunnugt, á tíma frönsku stjórn- arbyltingarinnar. -4 Innilegar þakkir til allra hinna mörgu nær og fjær, sem með vinsamlegum kveðjum, blómum dýrmætum gjöfum og heimsóknum, heiðruðu mig á 60 ára afmæli mínu 27. okt. sl. Emil Jónsson. -BÍLAVAL- Volswagen allar árgerðn Ford Consui 62. 4ra dyra Taunus Stadion ’59 faunus 58. 2ja dyra Opel Record 62, '60. '59, '56 Opel Caravan '62 61 '59. 55 Fíat stadion 1800 60 Ford 58 Taxi, mjög góðui Chervolei 59. 57 og 55 Öen? 220 55 og '57 Landrovei '62, lítið keyrðui Gjörið svo vel og skoðið bílana, þeir eru á staðnum. B I L A V A L . Laugavegi 90—92, símar 1896Ö, 19092 og 19168. ■■■■■HHHnBagMMHHBMaHiiMBiaMMMiSnKDMMiK. t

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.