Vísir - 06.11.1962, Blaðsíða 8
8
VÍSIR . Þriðjudagur 6. nóvember 1962
VÍSIR
Utgefandi: Blaðaútgáfan VISIR.
Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjórl: Axel Thorsteinsson.
Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen.
Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178.
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3.
Áskrifstargjald er 55 krónur á mánuði.
í lausasölu 4 kr. eint — Sími 11660 (5 línur).
Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f.
Ab eiga aur er glæpur
Höfuðsmaður íslenzkra kommúnista, Hannibal
Valdemarsson, hefur borið fram á þingi frumvarp,
sem ber keim kreppuáranna, þegar ráðþrota og mis-
vitrir stjómmálamenn sáu engin önnur úrræði en þjóð-
nýtingu og eignaupptöku. Vofa fyrirstríðsáranna er
hér afturgengin og sá hugsunarháttur, sem að baki
frumvarps þessa dylst, er steingerður og löngu gjald-
þrota.
Hannibal hefur sem sé dottið það snjallræði í hug,
að menning þjóðarinnar og hamingja verði stórlega
aukin með því að taka öll kvikmyndahús í einstakl-
ingseigu eignarnámi og veita ríkinu einokun á inn-
flutningi og sýningu kvikmynda. Sérstök ríkisnefnd
hafi „yfirstjórn hinnar menningarlegu starfsemi í sín-
um höndum“ og „ber ábyrgð á og ákveður mpnningar-
gildi kvikmynda“.
Þetta er fagnaðarerindið, bjargvættur íslenzkrar
menningar. Eignir skulu með nauðung teknar af borg-
urunum og ríkisnefnd ákveði hvaða kvikmyndir ís-
lendingar eiga að fá að sjá.
í fáu lýsir sér hugur íslenzkra kommúnista betur
en þessu snjallræði Hannibals. Maður skyldi halda, að
stórkostleg hætta stafaði af kvikmyndahúsum lands-
ins, úr því til svo róttækra ráða þarf að grípa. Hafa
menn orðið sérlega varir við þá hættu?
Og gaman væri að fá um það frekari upplýsingar,
hvemig nefndin á að finna það út, hvort ákveðin kvik-
mynd er óþjóðholl eða menningarsnauð? Ætli ekki
yrði seint samkomulag um það svo allir væri ánægð-
ir? Vel væri þá komið menningarhag íslenzku þjóðar-
innar, er allar kvikmyndir væru bannaðar, nema þær,
sem ríkisnefndinni litist á. Og örugglega myndi aldrei
pólitískt mat koma þar til greina?
Kjama málsins er reyndar að finna í einni setningu
greinargerðarinnar. Þar stendur, að hingað til hafi ein-
staklingar grætt á innflutningi kvikmynda. Það er
syndin stóra! Slíkt háttalag verður að hindra. Það má
enginn hafa arð af vinnu sinni eða fyrirtæki, að dómi
kommúnista.
Það er illt, þegar öfundin verður uppistaða þjóð-
málabaráttunnar. Þetta er gleggsta dæmið um það.
I
Markaðirnir oð tapast
Alvarlegar eru þær upplýsingar, sem framkvæmda-
stjóri Síldarútvegsnefndar gaf hér í blaðinu í gær.
Hætta er á, að síldarmarkaðurinn í Rúmeníu sé þegar
glataður og vestur-þýzki markaðurinn í stórhættu.
Nú er komin fram miðlunartillaga í deilunni — og
vonandi sjá aðilar, að svo getur ekki lengur gengið.
Þótt mestu siglinga-
þjóðir heims séu í
Evrópu og Norður Ame-
ríku og þó þar sé mestur
auður, viðskipti og iðn-
aður, þá hefur það nú
gerzt á síðustu árum að
engin hinna hvítu þjóða
hefur forustuna í skipa-
smiði.
I sex ár í röð hefur japanski
skipasmíðaiðnaðurinn haft for-
ustuna. Hann fór skyndilega
fram úr skipasmíðaiðnaði Breta
um 1955, sem þó hafði um ára
tugi verið fremstur í flokki.
Þetta mikla og sérkennilega
framtak Japana hefur vakið að-
dáun víða, þótt ekki séu allar
hinar hvítu þjóðir ánægðar yfir
að fá þessa hörðu gulu sam-
keppni.
1,8 milljón
tonn á ári.
Á síðasta ári smlðuðu Japan-
ir skip sem námu 1,8 milljón
tonna eða um fjórðung allra
skipaframleiðslu heimsins.
Til samanburðar má geta þess
að skipasmíði Breta á því ári
nam 1,1 milljón tonnum, Vestur
Þjóðverjar voru með 962 þús.
tonn, fjórðu voru Svfar með
742 þús. tonn og fimmtu Hol-
lendingar með 570 þús. tonn.
Efling japanskra skipasmíða
hefur verið stærsta kraftaverkið
í efnahagslegri uppbyggingu,
sem í öllu jafnast á við efna-
hagslega viðreisn Þýzkalands
eftir strfðið.
Nýtízku stöðvar.
Japanir hafa um aldaraðir
Frh. ð 10. bls
Loftmynd yfir Mitsubishi skipastöðina í Nagasaki. Þar eru smíðuð 80 þús. tonna olíuskip.