Vísir - 06.11.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 06.11.1962, Blaðsíða 7
V í SIR . Þriðjudagur 6. nóvember 1962. 7 Kjaralögin ná yfír læknana ÚRSKURÐUR FÉLAGSDÓMS í GÆR Hér birtist orðréttur úr skurður Félagsdóms í gær í læknamálinu en þar neit aði dómurinn að taka til greina frávísunarkröfu lögmanns Iæknanna. Dómkröfur stefnanda eru þær, að uppsagnir framangreindra lækna á stöðum sínum sem opin- berir starfsmenn, ritaðar í apríl 1962, verði hver og ein og allar sameiginlega dæmdar andstæðar lögum og ógildar, og að nefndum læknum verði dæmt óheimilt að Ieggja störf sín niður 1. nóv. þ. á. Stefnandi krefst ekki máls- kostnaðar sér til handa. Af hálfu stefndu er þess kraf- izt, aðallega að málinu verði v'ís- Páll S. Pálsson, hæstaréttarlögmaður að frá Félagsdómi, en til vara að stefndu verði sýknaðir. Stefndu krefjast og málskostnaðar úr hendi stefnanda eftir mati dóms- ins. Frávísunarkrafa stefndu hefur verið tekin til meðferðar sérstak- lega og málið flutt munnlega að því er hana varðar. Málavextir. Málavextir eru þessir: Læknar þeir, sem stefpukröf- unum er beint að, voru allir starf andi á ríkisspítölunum í Reykja- vík í aprílmánuði síðast liðnum sem opinberir starfsmenn og tóku laun eftir launalögum. Samkvæmt gögnum -máls þessa tók Læknafélag Reykjavíkur árið 1954 upp skipulagða baráttu fyrir bættum launakjörum fastlauna lækna. Vann félagið að þessum málum næstu ár og varð nokkuð ágengt í ýmsum atriðum. Haustið 1960 efndi stjórn Læknafélags Reykjavíkur til fundar með fast- launalæknum og kom þá fram ósk f-rá þeim um það, að félagið tæki enn upp baráttu fyrir bætt- um kjörum þeirra. Ritaði stjórn læknafélagsins af því tilefni stjórnarnefnd ríkisspítalanna 31. janúar 1961, benti á leiðir til úr- bóta og óskaði eftir viðræðum. Þessari málaleitan var eigi, að sögn læknafélagsstjörnarinnar, svarað og ritaði hún þá annað bréf 15. júní 1961. ítrekaði stjórn in fyrri tilmæli um viðræður. Þeg ar það bar ekki heldur árangur, kveðst félagið hafa í september- mánuði 1961 snúið sér til heil- brigðismálaráðherra, sem til- nefndi menn í nefnd af sinni hálfu til viðræðna við lækna- nefnd læknafélagsins. Hófust við- ræður með nefndum þessum í októbermánuði 1961. Þær báru þó eigi árangur og 13. apríl 1962 ritaði stjórn Læknafélags Reykja- víkur heilbrigðismálaráðuneytinu svofellt bréf: „Þar sem samningaviðræð- ur launanefndar vorrar um . kjarabætur til handa fast- láunalæknum, sem staðið hafa frá þvf í október 1961, hafa engan árangur borið og áframhald þeirra virðist til- gangslaust, þá teljum vér þær niðurfallnar og munum vér eigi hafa afskipti af þeim málum að sinni“. Samtímis að kalla eða 12. apríl þ. á. sögðu 22 fastlaunalæknar á ríkisspítölunum og aðstoðarlækn- ir berklayfirlæknis upp stöðum sínum frá 31. júlí s. 1. og daginn eftir, 13. apríl, bættust þrír í hópinn. Er B. S. R. B. í máli þessu stefnt vegna þessara 26 lækna. Færðu þeir allir fram þá ástæðu fyrir uppsögn sinni, að þeir teldu kjör sín óviðunandi. í tilefni af uppsögnum þessum rit- aði heilbrigðismálaráðuneytið stjórnarnefnd ríkisspítalanna bréf 26. apríl. Setur ráðuneytið þar fram það sjónarmið, að hér sé um samstæða (kollektiva) uppsögn að ræða af hálfu læknanna og komi því til athugunar, hvort hún samrýmist lögum nr. 33/1915 um verkfall opinberra starfsmanna. Leggur ráðuneytið fyrir stjórn- arnefndina að vekja athygli þeirra lækna, er hlut eiga að máli, á þessu viðhorfi. Jafnframt tekur ráðuneytið fram/ að það telji óhjákvæmilegt, að stjórnar- nefndin neyti nú þegar þess rétt- ar, er hún h fi samkvæmt '15. gr. Iaga nr. 38/1954 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, að framlengja uppsagnarfrestinn í sex mánuði, án þess að þar með sem hlut áttu að máli, störfum sínum til 1. þ. m. Þegar sýnt þótti að læknarnir mundu hætta störfum og sam- komulag hafði ekki, þrátt fyrir tilraunir, náðst um lausn á deilu- máli þeirra og heilbrigðisstjórn- arinnar, höfðaði ríkisstjórnin mál þetta svo sem að framan greinir með þeirri kröfugerð, er áður er getið. Málssókn stefnanda er í höfuð atriðum á því byggð, að með því að hér hafi verið um samstæða uppsögn af hálfu læknanna að ræða, er að því hafi miðað, að fá launakjörum þeirra breytt, en uppsögn eigi af því sprottin, að einstakir læknar hafi sagt upp vegna fyrirætlunar um að hverfa til annarra starfa, verði um á- kvörðun launa þeirra og starfs- kjör að fylgja ákvæðum laga. nr. 55/1962 um kjarasamning opin- berra starfsmanna, er staðfest voru 28. apríl þ. á., en birt 16. maí s. 1. Með þeim hafi verið settar ákveðnar reglur um það, að launakjör starfsmanna ríkisins skyldu ákveðin með kjarasamn- ingi, en ef það takist eigi, skuli Kjaradómur skera úr, en dómur hans sé fullnaðarúrlausn £ kjara- deilu. Uppsagnir læknanna, sem verið hafi ólögmætar í upphafi samkvæmt lögum nr. 33/1915, vegna þess að um þá samstöðu hafi verið að ræða, er jafna megi til verkfalls, hafi eigi getað opn- að læknum þeim, sem hlut eiga að máli, leið til þess að fara aðra leið í kjaramálum sínum en þá, sem nú sé lögtekin með 1. nr. 55/1962, og brotthvarf úr starfi nú þá einnig ólogmætt sam- kvæmt ákvæðum sömu laga. En jafnvel þótt uppsagnirnar hefðu út af fyrir sig verið gildar, er þær fóru fram, væri brottför úr starfi nú, eins og samstöðu lækn- anna væri háttað, ólögmæt vegna ákvæða Iaga nr. 55/1962 og þvi brot á fyrirmælum þeirra. Samstæð uppsögn? Af hálfu stefndu er því mót- mælt, að um samstæða (kollek- tiva) uppsögn hafi verið að ræða. Læknarnir hafi verið að segja upp ráðningarsamningi, en ekki kjarasamningi, og geti uppsagnir þeirra á engán hátt jafngilt verk- falli. Þá hafi þær farið fram áður en lög nr. 55/1962 tóku gildi, og geti ákvæði þeirra laga þv£ ekki heldur á nokkurn hátt náð til hinna einstaklingslegu uppsagna læknanna. Hafa stefndu af þvi efni krafizt þess, svo sem að framan er greint, að máli þessu verði vfsað frá Félagsdómi. Byggja þeir frávisunarkröfu s£na á þvf, að samkvæmt lögum nr. 55/1962 séu fjármálaráðherra vegna rikissjóðs og Bandalag starfsmanna rfkis og bæja (B. S. R. B.) vegna rikisstarfsmanna samningsaðilar um launakjör. Þegar uppsagnir læknanna fóru fram, hafi nefnt bandalag hins vegar eigi haft neitt umboð til að fara með kjaramál þeirra, enda hafi Iæknarnir aldrei gerzt aðiljar að kjarasamningi og hvorki þá né nú verið aðiljar að bandalaginu eða falið því fyrir- svar mála sinna. Helgist málflutn ingsumboð B. S. R. B. því eigi af samningi, en hafi þá fyrst verið lögfest, er lög nr. 55/1962 tóku gildi. Þau lög geti ekki verið aft- urvirk og hafi B. S. R. B. þannig eigi öðlazt umboð til að fara með mál þetta fyrir læknana. Nægi það atriði eitt til frávísunar máls ins. Af þessu leiði svo, að upp- sagnirnar geti eigi heldur varðað við ákvæði laga nr. 55/1962 og þaðan af síður verði sagt, að ágreiningur sé risinn út af kjara- samningi eða gildi hans, þar sem enginn kjarasamningur hafi kom izt á. Af þessum sökum geti Fé- lagsdómur ekki heldur fjallað um málið, enda verði heimild hans til þess hvorki leidd af ákvæðum laga nr. 80/1938 né öðrum fyrir- mælum laga. Undir kjaralög. Stefnandi hefur mótmælt frá- vísunarkröfunni á þeim grund- velli, að í máli þessu skuli um það dæmt, hvort stefndu hafi Framh. á 5. siðu. Fimbulfamb Hannibals — Sá ekki kjarna málsins. — Almannavarnir sjálfsagðar. — Framhaldsumræður í dag. Wm m A Alþingi í gær talaði Hanni- bal Valdimarsson samtals í tvo klukkutíma og 15 mínútur um almannavarnir, en það mál var fyrst á dagskrá í neðri deild. Var það önnur umræða þ. e. nefndarálit. Áliti Hannibals, en hann myndaði minni hluta í heilbrigðis- og félagsmálanefnd- inni sem 'fór með málið, var dreift á Alþingi þennan sama dag. Skýrði hann þar ítarlega frá ummælum Hojtermanns sé þó nokkur afstaða tekin til hershöfðingja og Toftermarks lnanipofic nnncnormrinncir Clam. ~__i----- lögrhætis uppsagnarinnar. Sam- kvæmt þessu ritaði stjórnarnefnd in hinn 28. apríl 1962 öllum þeim læknum við ríkisspítalana, sem höfðu sagt upp starfi sínu. Sendi hún þeim afrit af framangreindu bréfi ráðuneytisins og tilkynnti jafnframt, að uppsögnin væri framlengd bannig, að hún miðað- ist við 31. október s. á. i stað 31 júlí. Kveðst nefndin með fram- lengingu þessari vilja auka rnögu leika á samkomulagi milli aðilia áður en í algert óefni sé kornið Mótmæli lækna. Þessurn viðbrögðum stjórnar- nefndarinnar er af hálfu lækn- anna svarað 8. maí s. á. með bréfi nafngreinds ’iæstaréttarlög- manns. Er í bréfi þessu mótmælt yfirlæknis, sem kvaddir höfðu verið hingað til lands til að kynna sér undirbúning almanna varna, og skýrslu loftvarnar- nefndar. Lengdi það mjög mál Hannibals, að hann þuldi skýrsl ur þessar, svo og spurningar þær, sem hann lagði fyrir for- stöðumann almannavarna, en þá frásögn hefði mátt áætla ó- þaría; þar sem greinargerð Hannibals, með öllum þessum upplýsingum, lá frammi fyrir þingmönnum. Ekki er ástæða til að rekja ræðu Hannibals, en niðurstaða hans var sú, að íslendingum stafaði hætta af kjarnorku- styrjöld, vegna staðsetningar herliðsins og þá Keflavíkurflug- vallar, eða, eins og segir í greinargerð hans, „það sem ger- ir ísland líklegt skotmark i þeirri skoðun ráðuneyfisins, að ; j upphafi kjarnorkustriðs, er uppsagnir læknanna séu samstæð ar og því brot á lögum nr. 33/ 1915. Þá er einnig í bréfi þessu dregið í efa að framlenmnp stjórnarnefndarinnar á uppsögn- um læknanna samrýmist ákvæð- um 15. gr. laga nr. 38/1954. Við þetta sat og gegndu læknar þeir, Keflavíkurflugvöllur“. Vill hann því leggja niður herstöðvar á flugvellinurn og flytja herinn afariaust á brot. Nokkuð auðvelt er að sjá að rök Hannibals hníga ekki að kjarna málsins, og það þótt her sé hér á landi, getur það ekki biandazt inn í umræður um hvort hér eigi að vera almanna- varnir eða ekki. Engum bland- ast hugur um, að hvorki ein né nein þjóð verður óhult, ef til kjarnorkustríðs kemur, hvar sem hún er staðsett, hversu lít- inn herbúnað sem hún hefur. Það væri frekar, út frá þeim sjónarmiðum um herinn, að deila um hve miklar varnirnar skyldu vera, en ekki að vera forsenda fyrir því engar varnir ættu að vera hér. Hannibal og skoðanabræöur hans vilja herinn á brott, hinir, sem hingað til hafa myndað mikinn meiri hluta þjóðarinnar, styðja veru hans hér og með tilliti til þeirrar staðreyndar verður að ræða um almanna- varnir á íslandi í dag. Um réttbæti staðsetningar her- stöðvanna hér má deila en á öðrum vettvangi. Svo má aftur deila um hvort nægu fé sé varið til undirbún- ings almannavarna, en eins og Gísli Jónsson sagði í framsögu sinni fyrir nefndaráliti meiri hlutans, þá er gert ráð fyrir í fjárlögum einnar milljöna króna framlagi til þessara mála . og ætti það að nægja til nauð- synlegustu ráðstafana til undir- búnings og skipulagningar. Tók hann þar undir með Ágústi Val- fells, forstöðumanni almanna- varna. í Svíþjóð er varið 30 milljón króna til almannavarna á ári hverju og væri kostnaður ekki minni hér, ef vel ætti að vera. Gísli sagði að hér væri um svo sjálfsagða ráð- stöfun á ferðinni að varla ætti að ræða um hana. Hann minnti kommúnsta á, þegar þeir nú lögðust gegn almannavömum, að er loftvarnalögin voru sett 1941, þá hreyfði aðeins einn maður andmælum. Það var Einar Olgeirsson, vegna þess að hann vildi hafa loftvarnirnar ennþá viðtækari en þá var tal- að um. Þá voru Rússar banda- menn en nú ógnvaldar og því væri afstaða Einars og flokks hans breytt. Gísli kvað enn- fremur að þegar út í stríð væri komið, þá skipti engu máli hvort þjóðir væru hlutlausar eða ekki, það væri margsannað mál, að sprengjum rigndi yfir réttláta sem rangláta. Þvi væri það aðeins sjálfsögð varúðar- ráðstöfun að gera eitthvað til að koma í veg fyrir meira tjón en vera þyrfti, — þó ekki væri nema af veikum mætti. Þetta frumvarp væri tilraun í þá átt og því væri rétt að samþykkja það. Eins og áður segir talaði Hannibal Valdimarsson drykk- langa stund, en Gísli Jónsson hafði í örfáum orðum áður gert grein fyrir áliti meiri hlutans Fundartími var úti, er Hanniba) hafði lokið máli sínu, og var því umræðum frestað þar til í dag Verður fróðlegt að heyra fram- vindu mála. í efri deild var fundur stutt- ur, á dagskrá voru tvö mál, um framlengingu nokkurra laga og frumvarp um erfðafjárskatt flutt af Ólafi Jóhannessyni (F) Þá var ríkisreikningurinn af- greiddur í deildinni. Engum frumvörpum eða þingsályktun artillögum var dreift í gær.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.