Vísir - 06.11.1962, Blaðsíða 4
4
VISIR . ÞíiOjudagur 6. nóvember 1962
Rætt v/ð
Guðnýju
Gunnarsdótt-
ur um Ameri-
can Field
Service
Á undanförnum árum
hafa farið til Bandaríkj-
anna yfir 70 unglingar á
aldrinum 16—18 ára, á
vegum stofnunar er nefn
ist American Field Ser-
vice. Hafa þeir dvalizt
vestra í nærri eitt ár og
búið hjá fjölskyldum þar.
«a»
Umsóknarfresti um slíka dvöl
er nú senn að ljúka, eða nánar
tiltekið þann 15. nóvember, fyr-
ir þá sem dveljast munu erlendis
næsta ár. Upph%flega stóð til
um borgum þar sem American
Field Service starfar, eru sér-
stakar nefndir, sem sjá um að
útvega fjölskyldur, sem vilja
taka að sér ungling í eitt ár.
Fjölskyldurnar eru valdar með
það fyrir augum, að bakgrunnur
og áhugamál séu að einhverju
levti hliðstæð. Það er vandað
mjög til valsins, enda kemur
mjög sjaldan fyrir að nokkur óá-
nægja verði.
Sjaldan óánægja.
— Hvað skeður, ef unglingum
líkar ekki við fólkið, sem þeir
eru sendir til?
— Þá eiga menn að skrifa höf
uðstöðvunum í New York.
Er þá grafizt fyrir um hver
ástæðan er og ef um er að ræða
hluti, sem ekki er auðvelt að
kippa í lag, er skipt um fjöl-
skyldu. Þetta kemur þó mjög
sjaldan fyrir og yfirleitt eru allir
aðilar mjög ánægðir. Það hefur
komið fyrir tvisvar, að íslending
ur skipti um fjölskyldu og í ann-
að skiptið var það aðeins vegna
veikinda.
— Hefur íslendingum vegnað
vel vestra?
— Það hefur gengið mjög vel.
Enginn hefur orðið til neinna
/ vandræða. Ef eitthvað er, sem
mátt hefur setja Ut á, er það
helzt frammistaða í náminu.
að halda áfram við nám hér
heima, haft gagn af verunni
þarna úti, við námið hér?
— Það er ekki nokkur vafi.
Skólarnir eru yfirleitt þannig, að
menn geta ráðið því að talsverðu
leyti sjálfir, hvað þeir læra. Tök-
um til dæmis mann, sem er í
stærðfræðideild í menntaskóla.
Hann getur lært alla þá sömu
stærðfræði f skólanum úti, sem
hann annars væri að læra hér.
Guðný Gunnarsdóttir og Erla Þórarinsdóttir (Ljósm. Visis, B. G.)
fólk og tók mig alveg eins og
dóttur sína. É'g held enn nánu
sambandi við þau, og ætla að
halda því áfram.
Aukin
I
persónuleg kynni.
— Hvenær hófst starfsemi
American Field Service?
— Fyrst var félagsskapurinn
stofnaður í fyrra stríðinu. Sendi
vegum American Field Service
frá yfir 5Q löndum. Hefur þetta
þótt gefa mjög góða raun, og
eykst stöðugt fjöldi þeirra, sem
koma til Bandarikjanna árlega.
Tveir komu hingað.
— Er ætlunin að nemendur
komi hingað frá Bandaríkjunum?
— Hingað hafa þegar komið
tveir nemendur, sem voru hér í
ara
með
16-18
góðar einkunnir
'iujaðm ibv ao
I mr.'IöH B ni
að fresturinn stæði til 4. nóv-
ember. Var honum framlengt
vegna þess að margir voru sein-
ir fyrir og einnig vegna þess að
æskilegt er að geta sent sém
flestar góðar umsóknir út. Við
hittum að máli unga stúlku, sem
starfar að þessum málum á skrif
stofu Islenzk-Ameríska félags-
ins. Hún heitir Guðný Gunnars-
dóttir og dvaldist í South-Dakota
árið 1959 —’60, á vegum Ameri-
can Field Service.
25-30 í ár.
— Hvað má búast við að fari
margar út næsta ár?
— Við gerum okkur vonir um
að það verði 25 — 30. 1 ár eru
það 17, sem eru úti. Við viljum
hafa sem flestar góðar umsókn-
ir, til að nógu sé úr að velja.
Valið fer ekki fram hér, heldur
í New York og er algerlega far-
ið eftir umsóknunum, sem við
sendum þeim.
— Hvaða skilyrði þarf fólk að
uppfylla til að fá að fara?
,— Skilyrðin eru þau, að vera
á aldrinum 16 — 18 ára og hafa
góðar einkunnir. Þá er einnig
lagt mikið upp úr því að fólk
hafi ekki verið tii neinna vand-
ræða i skóla.
— Annars byggist það aðal-
lega á því, að finna fjölskyldur,
hvað margir komast út. í öll-
Menn hafa misjafnlega mikinn á-
huga fyrir því.
— í hvernig skóla gengur þetta
fólk?
— Það fer í það sem þeir
kalla „high school“, sem gegnir
raunverulega hlutverki bæði
gagnfræðaskóla og menntaskóla
hér, þannig að fólk fær inngöngu
í háskóla, eftir brottfararpróf
frá þeim. Þessir skólar eru mjög
misjafnir, en allir þeir, sem
American Field Service sendir
fólk f, eru sérlega góðir skólar.
Sjást ekki í ár.
— Hvenær fer þetta fólk til
Bandaríkjanna, sem nú er að
sækja um?
— Það fer út næsta september.
Það fer allt héðan í hóp til New
York, en þar dreifist hópurinn
um öll Bandaríkin. Síðan sjást
þau ekki allt árið, þangað til
viku fyrir heimkomuna, að þau
hittast í Washington. Það er sér-
staklega athugað, að ekki séu
fleiri en einn frá hverri þjóð á
sama stað.
— Unglingarnir dveljast svo
hjá fjölskyldunni yfir árið og
kynnast þannig á ómetanlegan
hátt lifnaðarháttum og siðum.
Raunar er það svo með flesta, að
þeir eiga á eftir tvenna foreldra,
hér heima og þar. Fólkið, sem
ég var hjá, var sérstaklega gott
hann þá sjúkraliðssveitir til víg-
vallanna í Evrópu. Á milli stríð-
anna lá starfsemin alveg niðri,
en hófst aftur í annarri heims-
’styrjöldinni, og voru þá meðlimir
allsstaðar að úr Evrópu með í
félagsskapnum, sem áður hafði
aðeins verið amerískur.
— Eftir stríðið fóru menn að
hugsa um hvað hægt væri að
gera á friðartímum, til að reyna
að koma í veg fyrir að aðrir slík
ir hildarleikir ættu sér stað.
Komst félagsskapurinn að því, að
aukin persðnuleg kynni þjóða á
milli væri ein vænlegasta leiðin
til friðar og eindrægni. Var þá
byrjað að veita styrki til náms-
manna.
Frá 50 löndum.
— í fyrstu voru það háskóla-
stúdentar, sem hlutu þá. Það
þótti ekki gefa nógu góða raun,
þar sem þeir komust tiltölulega
lítið I snertingu við fólkið. Var
það álit félagsins, að ekki væri
hægt að kynnast þjóðinni til hlít-
ar, nema með því að fólk dveldist
á heimilunum hjá því. Varð það
því ofan á, að árið 1947 var
starfseminni breytt í það form,
sem nú er á henni.
— Síðan 1947 hafa 2222 nem-
endur komið til Bandaríkjanna á
tvo mánuði f sumar. Félagsskap-
ur okkar, sem höfum verið úti,
er ekki enn nógu stór til að við
fáum hingað vetrarnemendur. Til
þess áð geta það, þarf félagsskap
urinn að hafa starfsmenn á laun-
um. Það er samt ágæt byrjun að
fá nemendur yfir sumarið. Þeir
búa hjá fjölskyldum hér, eins og
úti, og kynnast þannig landi og
þjóð á þann bezta hátt, sem hægt
er.
— Hvar í Bandaríkjunum eru
flestir nemendur?
— Þeir <?ru flestir í Californiu.
Það er eitt af mannflestu ríkj-
unum og er að jafnaði með flesta
nemendur. Þá er einnig mikið í
Mið-norðurríkjunum, en tiltölu-
lega lítið í Suðurríkjunum.
Umsækjendur héðan hafa ekk-
ert vald yfir því hvert þeir fara.
Þeir eru sendir á staði, sem á-
kveðnir eru í New York.
Gagnlegt nám.
Það færist raunar í vöxt að nem
endur úr menntaskólunum sæki
mikið gagn hægt að hafa af þessu
um og sleppi einu ári. Það er
og svo er það ekki lftils virði að
bæta við einu tungumáli, sem
maður ræður fullkomlega við.
Reynslunni ríkari.
— Hvað telur þú þig hafa-haft
upp úr dvölinni?
- Ég vil fyrst telja ensku-
kunnáttuna, sem er algerlega'ó-
og sjálfstæði á því að vera að
metanleg. Þá fær maður reynslu
heiman. Maður lærir einnig mik-
ið á því að koma í ólíka skóla.
Raunar held ég að þeir, sem
hafa áhuga fyrir því, geti lært
meira í skólum þar vestra en hér.
Við hittum einnig hjá Guðnýju
einn af umsækjendum um styrk-
inn fyrir næsta ár. Það er ung
stúlka að nafni Erla Þórarinsdótt
ir, sem er í Kvennaskólanum og
hefur væntanlega góðar einkunn
ir, því að Guðný segist vera
mjög vongóð með að hún komist
vestur. Við spyrjum hana hvers
vegna hana langi að fara.
— Mig langar til að kynnast
öðru en ég þegar þekki og sjá
eitthvað nýtt. Þá er það mjög
mikils virði að læra ensku bg sjá
eitthvað fyrir sér.
Þess er rétt að geta, ef ein-
hverjir skyldu hafa áhuga á að
athuga þetta nánar, sem verður
að teljast líklegt, að skrifstofa
Íslenzk-Ameríska félagsins í
Hafnarstræti 19, er opin á þriðju j
dögum og fimmtudögum kl. 5 — 7
eftir hádegi.
— Geta nemendur, sem ætla