Vísir - 06.11.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 06.11.1962, Blaðsíða 5
V í SIR . Þriðjudagur 6. nóvember 1962. Kjaralögin • • • | Kúbumólið — Frh. af bls. 7. með athöfnum sínum brotið í bág við ákvæði laga nr. 55/1962, en úr því eigi Félagsdómur að skera samkvæmt 25. gr. laganna, og samkvæmt 3. gr. þeirra fari Bandalag starfsmanna ríkis og bæja með fyrirsvar ríkisstarfs- manna bæði um kjarasamninga og aðrar ákvarðanir af hendi þeirra. Nefnd lög hafi auk þess verið sett að fengnu samkomu- lagi með þeim hætti, að segja megi að þau bindi opinbera starfs menn eigi aðeins sem lög heldur einnig sem samningur. Sé mál þetta því í öllu tilliti réttilega rekið fyrir Félagsdómi og gegn réttum aðilja. Enda þótt uppsagnir þær, sem um er deilt í máli þessu hafi farið fram í aprílmánuði s.l. og .<~?ur en lög nr. 55/1962 tóku gildi, hamlar það eigi því, að Félagsdómur fjalli um þær dóm- kröfur, sem gerðar eru f máli þessu. í 2. gr. laganna segir að fjár- málaráðherra fari með fyrirsvar ríkissjóðs að því er varðar kjara- samninga og aðrar ákvarðanir af hendi ríkisvalds samkvæmt lög- unum, og í 3. gr. er svo mælt, að Bandalag starfsmanna ríkis- og bæja fari með fyrirsvar ríkis- starfsmanna um kjarasamninga og aðrar ákvarðanir samkvæmt sömu lögum. Eru fjármálaráð- herra vegna ríkissjóðs og Banda- lag starfsmanna ríkis og bæja þannig samningsaðiljar um launa- kjör og aðrar ákvarðanir í því sambandi. Læknar þeir, sem sögðu upp stöðum sínum 12. og 13. apríl s.l. og sem stefnt er í máli þessu, voru allir ríkisstarfs menn, sem 1. gr. laga nr. 55/1962 tekur til, er þau lög gengu í gildi, og varð Bandalag starfs- manna rfkis og bæja þannig samningsaðili þeirra vegna um launakjör, sbr. 4. gr. sömu laga, og fyrirsvarsaðili þeirra að Iög- um um aðrar ákvarðanir af þeirra hálfu í sambandi við Iauna kjör þeirra. Samkvæmt þessu og ákvæðum 3. mgr. 25. gr. nefndra laga var stefnanda rétt að beina gegn nefndu bandalagi sem lög- giltum fyrirsvarsaðilja hinna stefndu lækm. málssókn út af því, að þeir hafi eigi í launakjaradeilu fylgt fyrirmælum Iaga nr. 55/ 1962. Samkvæmt 25. gr. laganna dæmir Félagsdómur í málum, sem rísa milli samningsaðilja út af brofúm á þeim lögum og fneð því að hér er um þess konar ágrein- ing að ræða, er því réttilega stefnt fyrir Félagsdóm. Verður frávísunarkrafa stefnda sam- kvæmt því eigi tekin til greina. Kveðið verður á um málskostn að þegar málið verður dæmt að efni til. Úrskurðarorð: Frávísunarkrafa stefnda verður ekki tekin til greina. Leiðin rudd — Framhald af bls. 16 ýta að fara tJ' móts við snjóplóg- inn austur um Barðaströnd og Þingmannaheiði. Eru miklar fannir víða á þessari leið og sem dæmi má geta þess að plógbíllinn var heilan dag að komast fyrir Gils- fjörðinn og vestur að Kinnarstöð- um í Reykhólasveit. Var samt svo þungfært í slóð hans að olíubílar áttu fullt f fangi með að komast hana. Vegar'álastjörnin taldi nauðsyn bera til að opna leiðina vestur um Barðastrandarsýslu vegna þess að ekki var b,,-ð að flytja bangað vetrarforða af matvælum og olíu þegar vegurinn lokaðist á dögun- um. Fiamhald at 16 slðu: Kennedy var kjörinn forseti 1960, en það er yfirleitt reynslan að stjórnarflokkur tapi fylgi milli kosn inga, sem fara fram samtímis for- setakjöri. Menn hafa yfirleitt búizt við þó nokkru fylgistapi demokrata samkvæmt hinni gömlu reynslu, en nú eykur það óvissuna hver áhrif Kúbumálið hefur haft á afstöðu kjósenda. Að margra ætlan hefur aðstaða flokksins eflzt á ný vegna framkomu forsetans og stjómar hans í þessu máli. 1 öldungadeild þjóðþingsins eiga nú sæti 64 þingmenn demokrata og 36 republikana. Verður nú kosið um 39 sæti, en af þeim hafa demo kratar 20 og republikanar 19. Demo kratar hafa 43 sæti af 61, sem ekki er kosið um, republikanar 18. Ríkin eru nú 50 og sendir hvert þeirra 2 fulltrúa í öldungadeildina. í fulltrúadeildinni eiga sæti 261 demókrati og 174 republikanar. — Nokkuð mismunandi skilyrði eru sett fyrir kosningarrétti í hinum ýmsu fylkjum, en yfirleitt hafa all ir fullorðnir kosningarrétt frá 18 eða 21 árs aldri. Meðal heimskunnra manna, sem eru í kjöri, eru þeir Nelson Rocke- feller ríkisstjóri í New York og i Richard Nixon fyrrverandi vara- forseti Bandaríkjanna, sem býður sig fram ríkisstjóraefni. —- Sigri Rockefeller, stórbatnar aðstaða hans til keppni uni að verða valinn forsetaefni republikana í næstu forsetakosningum. Móti honum bjóða demokratar fram M. Morg- enthau. Nixon keppir í Kaliforninu við Pat Bron ríkisstjóra, sem er demo krati og mjög vinsæll; maður. Alls er kosið um 35 ríkisstjóra Edward (Teddy) Kennedy býður sig fram sem öldungadeildar-þingmannsefni eða til þess að skipa það sæti, sem bróðir hans, forsetinn skipaði áður. Keppinautur Teddy eru George Cabot Lodge (sonur Henry Cabot Lodge sem var fulltrúi Bandaríkj- anna hjá Sameinuðu þjóðunum í forsetatíð Eisenhower), og S. Hughes, en það nefn er einnig viðkunnugt. Afi hans var Charles Evan Hughes, sem var dómforseti J hæstaréttar Bandaríkjanna. Miana framboð— i Framhald af bls. 16 um vera minna en venjulega. Helzt er skortur á tveggja og þriggja herbergja íbúðum, en meira fram- boð er á stórum íbúðum. Virðist aukin eftirspurn fremur hafa haft þau áhrif að hækka útborganir, en að hækka verðið. Þær hækkanir sem orðið hafa á byggingarkostn- aði að undanförnu, hafa ekki kom- ið fram á íbúðaverði enn. Heldur er verð á íbúðum hærra á hitaveitusvæði. Þó er sá munur miklu minni en áður og nú orðið er mjög lítill ,-erðmunur á íbúðum utan og innan Hringbrautar. Áður voru þær í verulega hærra verði. Er talið að hinn mikli bílafjöldi í bænum valdi þessu. Verkbann — Framhald ,ai bls. 1. aðfaranótt sunnudags hafi varð- skipið Óðinn orðið vart við mik- ið síldarmagn þar: Síldin mæld- ist í nærri samfelldum torfum á 18 metra dýpi, 26 metra þykk- um. Síldin er á um 20 mílna svæði vestur af Þrídröngum í áttina að Þorlákshöfn eða nánar tiltekið frá 68.26 N til 20.48 V i og 63.32 N 21.27 V. i Þessi mynd er einnig frá hinu nýja Sjálfstæðishúsi. Hún sýnir yfir á vinstri væng hússins og innganginn í salinn. (Ljósm. Vísis I .M.) (Sjá forsíðu.) Blotim bætir bog bænda Talsverður snjór er enn víða um i Það fór að hlýna þegar á laugar- næstu 2 daga að minnsta kosti. sveitir, þar sem mestan snjó settiidag s. 1. og hefur farið batnandi , Standi blotinn viku tíma má gera niður, og fé óvíða farið að geta, síðan og að því er Veðurstofan ; ráð fyrir, að jörð komi upp all- notað sér jörð enn, en hún er nú að koma upp, svo að horfur eru mjög batnandi að blotinn sem nú er kominn, verði að verulegu tjáði Vísi í morgun eru ekki sjáan- ; víða, og batnar við það hagur legar snöggar veðurfarsbreytingar j bænda, þar sem fé þeirra og hross öruggt ætti að vera með hláku fara aftur að ná til jarðar. Dagsafli á línu 50 tonn gagni. Nú er komið þíðviðri um land allt og var mestur hiti í morgun 9 stig á Hólum í Hornafirði, en víða 4—5 og 6 — 7 stig, og mest frost 2 stig (Nautabúi í Skagafirði). Tundurhleðsl- um stolii Brotizt var inn í verzlunina Goðaborg á Vatnsstíg um síðustu helgi og stolið þaðan nokkru magni af tundurhleðslum. Innbrotsþjófurinn hafði komizt inn í geymslu verzlunarinnar, þar sem m. a. voru geymdar rakettur. Hafði þjófurinn brotið tundur- hleðslur, 24 að tölu, framan af rak- ettunum og farið með þær, en skil- ið raketturnar sjálfar eftir. Hvort meiru hafði verið stolið þarna, var enn ekki ljóst f morgun. Akranesbátar, sem eru á línu, hafa aflað vel undangengna góð- viðris daga, og er aflinn mest- ^piegnis ýsa. Það eru fimm vélbátar, sem eru með línu og hefur aflinn verið þetta 5—9 tonn á bát. Er mun betri veiði nú en um sama leyti í j fyrra. Líklegt er, að fleiri bátar fari á línu, ef síldveiðideilan leys- ist ekki, en um það eru menn mjög bölsýnir, og munu 2 — 3 bátar bæt- ast við á línu nustu daga. Dags- aflinn þessa góðviðrisdaga mun ' nema alls um 50 lestir og jafnvel ! allt upp í 60 á Akranesbáta, og er I þess og að geta, að hópur af trill- um er dagiega á sjó og líka tneð línu. * Utflufningur — Framhala at bls 1 Útflutningurinn á tíma- bilinu jan.-sept. nam um 2,5 milljörðum kr., en innflutning- urinn um 2,6 milljörðum, og hefur vöruskiptajöfnuðurinn fram til 1. október því verið óhagstæður um 100 milljónir króna. Á sama tímabili í fyrra var vöruskiptajöfnuðurinn óhag stæður um 190 milljónir króna. Mótþróafulli skipstjórinn fókk 250 þús. kr. sekt Bæjarfógetinn á ísafirði Jóhann Gunnar Ólafsson hef ur kveðið upp dóm yfir Art- hur Wood Bruce, 43 ára skip- stjóra af Grimsby togaranum Lincoln City, sem Ægir tók að ólöglegum veiðum innan Iandhelgi við Kóp aðfaranótt miðvikudagsins. Skipstjórinn hlaut 250 þús- und króna sekt, en afli og veiðarfæri togarans voru gerð upptæk. Hann hefur ákveðið að áfrýja dómnum. Réttarhöldin yfir skipstjór- anum tóku nokkru lengri tíma en venjulega þar sem hann neitaði því með öllu að hafa verið að veiðum inna landhelgi. Skipsmenn á Ægi sáu hann fyrst að veiðum inn an landhelgi og létu þar út dufl, en þar sem togarinn sigldi í burtu og hlýddi ekki í fyrstu fyrirmælum um að nema staðar var hann kom- inn 0,7 sjómílur út fyrir íand- helgina, þegar náðist í hann. Síðar var farið að finna dufl ið, en það hafði þá losnað upp og virtist sem það hefði verið skotið á það, en alln.’ - ið var af togurum á þessu svæði. feruce skipstjóri mótmælti því frá upphafi að hafa verið að veiðum innan landhelgi og sýndi hann mikla þverúð, þegar honum var skipað að sigla af stað til ísafjarðar. Bannaði .hann öllum mönnum sínum, að veita nokkra að- stoð til að sigla skipinu til hafnar. Urðu varðskipsmenn þá sjálfir að sigla skipinu og tók 2. stýrimaður á Ægi við stjórn skipsins meðan 4. vél- stjóri og 3. stýrimaður fóru í vélarrúm, settu vélar togar ans af stað og sigldu skipinu til ísafjarðar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.