Vísir - 08.11.1962, Page 9

Vísir - 08.11.1962, Page 9
VlSIR . Fimmtudagu- 8. nóvember 1962 9 -X Dr. Selma Jónsdóttir ræðir um Listasafn Islands Eins og mönnum er í fersku minni, var fyrir nokkru breytt fyrirkomu lagi Listasafns ríkisins, sem nú heitir Listasafn íslands, og var dr. Selma Jónsdóttir listfræðingur skipuð forstöðukona safnsins. Af því að löng- um hefur verið fremur hljótt yfir starfsemi þessa safns, hefur Vísir snúið sér til dr. Selmu til þess að fá nokkra vitn- eskju um það, hversu högum safnsins sé nú komið. Hvað_,helzt hafi verið gert, síðan tilhögun safnsins var breytt, og hvaða verkefni liggi fyrir í náinni framtíð. TTvert er nú helzta mál þessa safns? Mesta vandamál þessa safns í nútíð og framtíð er húsnæðismál. Starfsemi Listasafns íslands getur aldrei orðið nema í molum, með- an safnið býr við svo þröngan húsakost sem nú er. Ekki verður sagt, að framundan sé eygjanleg nein lausn þessa máls. Kjarvai gaf safninu sinn húsbyggingasjóð, en ætlunin hafði verið að reisa sérstakt Kjarvalssafn, hefur hon- um fundizt réttara að láta þetta fé renna til heildarsafnsins. Þetta var mjög höfðingleg gjöf, mörg hundruð þúsund. Auk þessa hef- ur svo Alþingi látið 500 þúsund á ári. Til byggingar eru þá til eitt- hvað um tvær milljónir, en það hrekkur nú væntanlega Iltið. Þá hefur enn ekki fengizt lóð undir væntanlegt safnhús. Ég legg mik- ið upp úr þvf, að safnið verði ná- Iægt háskólanum. Ég tel það mjög mikilsvert að tengja slíkt safn menntastofnun, ef hægt er. Hvemig er aðsóknin að safn- inu? Aðsóknin er feikilega mikil. Á þessu ári hafa þegar komið rúm- lega 9200 gestir. Er það kannski ekki mikið í svona litlu safni f svona litlum bæ í svona litlu landi? Hvert er aðalstarf yðar f sam- bandi við safnið? Það er nú býsna margslungið. Ég starfa hér ein og er þess vegna allt frá forstjóra og niður f sendil. Slíkt er vitanlega bagalegt og tef- ur mann frá hinu eiginlega starfi. Ég safna til dæmis listaverkabók- um og bókum um listir og lista- tímaritum. Ætlunin er, að almenn ingur fái aðgang að þessu, þegar fram líða stundir. Ég hef gert ná- Dr. Selma Jónsdóttir Iistfræðingur fyrir framan eina mynd Kjarvals f Listasafni fslands. kvæma sjaldskrá yfir safnið með nákvæmum upplýsingum um öll listaverkin, t. d. hvenær myndin kemur, hvenær hún er máluð, hvort hún er gefin eða keypt o. s. frv. Þá hef ég safnað öllu, sem ingu á safninu, ef það verður fal- legra. Safnið hefur oft fengið góð orð og mikið lof eins og það er núna. Mér finnst það sjálfri mjög lifandi núna. Allt strandar á hinu sama: húsnæðisskorti. Ef gömlu Listin þarf umhverfi skrifað hefur verið um fslenzka myndlistarmenn og um sýningar á íslenzkum myndum hér og er- lendis. Allt er þetta geysimikið verk, en ég vona, að það eigi eftir að koma að miklu gagni sfðar, t. d. þegar farið verður að rannsaka feril fslenzkra myndlistarmanna. Einnig hef ég látið hreinsa mál- verk og gera við þau. Þá er að sjálfsögðu mikið starf að sjá um ýmsar sýningar, bæði hér heima og svo þær, sem senda á til útlanda. p’r safninu breytt með ákveðnu millibili eða eftir hverju er far ið f þeim efnum? Sumum finnst líka, að slfkar breytingar séu ekki nægilega auglýstar. Það má vel vera rétt, að breyt- ingar á safninu séu ekki nógu vel auglýstar. Annars er breytingun- um þannij háttað, að breytt er eftir hverja sýningu. I fyrra voru salirnir málaðir, og þá var farið nákvæmlega yfir safnið. Safnið hefur nú staðið óbreytt síðan í febrúar. Ég hef eiginlega enga peninga til að breyta til. Mér hef- ur oft dottið í hug að sýna verk eins manns í 1 — 2 sölum, en þá verður kannski að taka niður verk 10 manna í staðinn. Er ekki kostur að hafa hreyf- ingu á safninu? Það er kostur að hafa hreyf- málararnir Ásgrímur, Kjarval og Jón Stc.'ánsson hefðu sinn salinn hver, eins og ég býst við að allir gætu verið sammála um, þá yrðu þeir býsna margir ungu málar- arryr, sem enga mynd gætu haft. Og hafa þeir þó allt of lítið pláss margir hverjir, eins og nú er. Þar fyrir utan vantar tilfinnanlega sýn ingarsal, sem hægt er að leigja út. Það vita allir, hversu mikil vandræði eru með sýningarsali hér í bænum. Hve mikið fé hefur safnið til listaverkakaupa? Alþingi veitir Listasafni íslands 500 þúsund krónur á ári frá og með þessu ári til þess að kaupa fyrir listaverk, en þar af eigum við að nota 50 þúsund til kaupa á erlendum listaverkum. Og hvað er svo að segja um hin umdeildu kaup safnsins? Tjað er safnráð, sem velur mynd- irnar, sem keyptar eru. I því eru Gunnlaugur Scheving, Þor- valdur Skúlason, Ásmundur Sveinsson, Gunnlaugur Þórðarson og ég. Gunnlaugur Þórðarson er skipaður af menntamálaráðherra, en hinir eru kosnir af félagsmönn um í myndlistarfélögunum. Við j förum á allar sýningar, venjulega i sitt f hverju lagi, og komum okk-1 ur svo saman um, hvað kaupa I skuli. Tilgangurinn með safninu eru fyrst og fremst sá, að eignast verulega góð listaverk. Það er ekki sama, hvaða mynd er keypt eftir ákveðinn mann. Það verður að velja af mikilli nákvæmni. Hitt er einnig rétt að benda á, að það er nauðsynlegt að gera eitthvað sérstakt fyrir unga listamenn. Það þarf að gefa þeim tækifæri til að vinna að lisf sinni í svo sem tvö ár án þess að þeir þurfi að hafa áhyggjur af lífsviðurværi sínu. Þá ætti að koma í ljós, hvort eitt- hvað býr f þeim. Svona lítið þjóð- félag eins og okkar hefur ekki efni á að missa af einum ein- asta hæfileikamanni. Listin er engin frístundavinna. Haldið þér, að Laxness hefði náð eins langt í list sinnl, ef hann hefðu þurft að vinna á skrifstofu frá kl. 9 — 5 á hverjum degi? Hvað vilduð þér segja um lands byggðina, er ekki ástæða til að senda sýningar frá safninu út um landið? Tjetta er mjög viðkvæmt mál. Sannast að segja eru ekki til neinir staðir, þar sem hægt er að sýna listaverk. Skólarnir geta alls ekki leyst þennan vanda. í skóla- stofum eru lengstu veggirnir ann- aðhvort ekkert nema gluggar eða hurðir. Listin þarf umhverfi. Það er ekki hægt að hengja listaverk hvar sem er. Maður verður að bera virðingu fyrir listinni og sjá til þess, að hún sé ekki eyðilögð með umhverfinu. Listaverkin þurfa sérstaka birtu, og það er ekki hægt að hengja myndir á hurðir. Nú og svo höfum við ekki nægilega margar myndir til þess að senda út um land. Ég hef stundum verið að hugsa um að reyna þetta, en það er bara alls ekki hægt. Þetta mál verður að leysa á annan og miklu varanlegri hátt. Hvert einasta bæjarfélag ætti í rauninni að eiga sitt lista- safn. Þau gætu haft samráð við okkur hér í safninu, ef þau kærðu sig um, en umfram allt ættu þau að leggja stolt sitt i að eignast safn góðra listaverka. Þetta gæti líka verið mikill og aukinn styrk- ur fyrir listamenn, og þeim veitir ekki af því. Haldið þér, að það væri ekki meira gaman að koma til Akureyrar, ef þar væri mynd- arlegt listasafn? Og svo er annað mál, sem ekki má gleyma. Það er ekki nóg að hafa listaverk. Það vantar ekki síður fræðslu um myndlist. Ég held, að við séum eina þjóðm í heiminum, þar sem ekki er kennd listasaga. Ég veit ekki um Kongó. Ég gæti þó helzt trúað j.ví, að það sé kennd lista- saga í Kongó. Náttúrufræðirigar eru alltaf að tala um. að j það þurfi B. A. deild í náttúrufræði við háskólann. Af hverju ætti ekki alveg eins að kenna þar listasögu? Þegar slík fræðsla er fyrir hendi, þá getur listin fyrst orðið eign al- mennings í landinu. S/ónvarpsviðtæki framleidd hér Það er sennilega á frekar fárra vitorði, að hér á landi er hafin framleiðsla á sjónvarpsviðtækjum. Að vísu verður að geta þess, að ekki er um það að ræða, að tækin séu framleidd hér á landi að öllu leyti, svo að við séum að verða — eða getum orðið — óháðir öðr- um löndum að þessu leyti. Hér er nefnilega fyrst og fremst það á ferðinni, að samsetning tækjahna fer fram hér, og nuk þess er smíð- að utan um það hér í bænum, og má því til sanns vegar færa, að hér sé um íslenzka framleiðslu að ræða. Það er Jón Sen, sem er kunnur h_.gleiksmaður, er setur saman tæki þau, sem hér er um að ræða. Fær hann allt, sem til þeirra þarf, frá útlöndum og setur síðan sam- an, en það er altítt erlendis, að menn kaupi allt, sem til þarf og setji saman fyrir sjálfa sig og aðra. Skápana eða kassana utan um tækin smíðar Árni H. Árna- son, húsgagnasmíðameistari, Lauga vegi ^2, ágætur smiður, og er nafn hans trygging fyrir því, að skáp- arnir eru hin vandaðasta smíð. Ekki hefir Vísi tekizt að ná sam- bandi við Jón Sen, til að forvitn- ast öllu nánar um þetta hja hon- um, en blaðið hefir fyrir satt, að hann hafi þegar sett saman nokkra tugi viðtækja, og reynist þau ágæt lcga í alla staði. i1

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.