Vísir


Vísir - 12.11.1962, Qupperneq 2

Vísir - 12.11.1962, Qupperneq 2
V1SIR . Mánudagur 12. i>5vember 1962. Reykjavíkurmótið í handknuttleik: Þróttur og IR unnu leikinu um helginu Spennandi leikir og ó- vænt úrslit voru í leikjum Reykjavíkurmótsins í hand knattleik um helgina, þeg- ar Gunnlaugur Hjálmars- son leiddi sitt lið til sigurs gegn hinum velleikandi Ár menningum, og Þróttarar unnu Víking þvert ofan í alla spádóma. En báðir voru sigramir naumir og munurinn aðeins eitt mark. Leikur ÍR og Ármanns var nokk- uð spennandi lengst af og mjqg spennandi undir lokin, eftir að tek- izt hafði að leggja nokkrar höml- ur á Gunnlaug sem allan leikinn hafði gert Ármannsvörninni lífið leitt með hinum frábœru uppstökk um sínum. Gunnlaugur skoraði fyrsta mark- ið og Gylfi bróðir hans bætti öðru við með mjög fallegu skoti. Enn átti sama ætt eftir að koma við sögu, því Lúðvlk Lúðvíksson, frændi þeirra bræðra, skoraði fyrsta mark Ármenninga skömmu síðar. Björgvin Samúelsson skor- aði 3:1 fyrir iR, en Árni og Hörð- ur jafna, 3:3. Ármenningar kom- ust yfir í 5:4, en tvö vítaköst Gunn- laugs færðu IR aftur yfirhöndina, og í hálfleik tókst ÍR að hafa yf- ir, 8:7. Fyrstu mínútur síðari hálfleiks færðu 3 mörk í Ármannsmarkið og gerðu nær út um sigurinn fyr- ir ÍR. Ólafur skoraði fyrsta markið en Gunnlaugur bætti þegar við 'tveim í viðbót með uppstökkum. Ármenningar létu þetta ekki á sig fá og skora nú 3 næstu mörk, 11:10 fyrir IR. Gylfi skorar, 12:10, og það s. eftir er hálfleiks leiða ÍR-ingar örugglega. Ekki munaði þó miklu að Ármenningum tækist að skora 14:14 er aðeins voru 5 sekúndur til leiksloka. Þá brunaði Hans upp völlinn og aðeins voru markvörðurinn og Gunnlaugur til varnar. Gunnlaugur bjargaði þarna stigi fyrir iR með góðri vörn, en skot Hans varð máttlítið og auð- verjanlegt fyrir tilverknað Gunn- j laugs. Gunnlaugur var bezti maður ÍR- liðsins, auk þess sem hann skoraði manna mest, eða 7 mörk. Gylfi var og góður. Hermann lék ekki með liðinu að þessu sinni. Beztur Ár- menninga var Árni Samúelsson, en Jákob og Lúðvík voru allgóðir. Ár- mannsliðið ætti að ná mun meiru út úr leik sínum en það gerir. Liðið ræður við mikinn hraða, en vantar allt hugarflug I leik sinn. Þannig er oft leikið tímum saman af hraða, án þess að nokkuð komi út úr leiknum. Þróttur og Víkingur léku leik, sem að leikgangi til var ekki ó- svipaður fyrri leiknum, nema hvað leikhraðinn var 33 y3 á móti 78' snúningum ÍR og Ármanns. Er það furðulegt, hvað svo góðir hand- knattleiksmenn sem þessi tvö lið eru skipuð af geta verið makinda- legir þessar 30 mínútur, sem leik- ur fer fram. Vart var á nokkrum manni að sjá að hann legði að sér. Niðurstungur hjá flestum leik- mönnum, leikið til baka, tafið. Vel á minnzt, tafir, hvenær verður far- ið að taka boltann af liði, sem reynfr að tefja? Jóhann Gíslason skorar fyrsta mark leiksins, en Helgi Árnason, vaxandi leikmaður hjá Þrótti, jafn- ar. Axel nær forystunni fyrir Þrótt. Þróttur hefur frumkvæðið og kemst I 5:3, en I hálfleik er staðan 5:5, en Björn Kristjánsson skoraði úr heldur vafasömu vítakasti. I síðari hálfleik skora Þróttarar strax 2 mörk, 7:5. Víkingar komast næst þvl að jafna I 8:7, en um miðjan hálfleik er Þróttur með yfir- höndina I 10:7 og Víkingar farnir að leika „maður-gegn-manni“. Á þessari harkalegu leikaðferð skora þeir tvívegis, og staðan verður nú 10:9 fyrir Þrótt. Meira fyrir heppni en góðan leik fá Þróttarar sigurmarkið. Boltinn hrekkur út á línu Víkings til Helga Árnasonar, sem sópar boltanum I autt markið, en markvörður hafði hlaupið út að hliðarlínu til að reyna að ná boltanum. Víkingar skoruðu mark rétt fyrir leiksloks, en það nægði ekki — tveim stigum hafði verið glatað, mjög á óvænt, en með sigri þessum tekur Þróttur foryst- una I Reykjavíkurmótinu með 5 stig eftir 4 leiki, en á eftir að leika við Fram og Ármann. Beztu menn Þróttara voru mark- vörðurinn Guðmundur Gústafsson, Þórður Ásgeirsson, sem nú leikur úti, og Helgi, mjög vaxandi og sýndi athyglisverðan leik. Axel Ax- elsson, mjög góður leikmaður, ætti að venja sig af að stinga niður, það er hættulegur sjúkdómur, smit- I næmur I meira lagi og kemur mjög niður á leik þeirra liða, sem sýkj- ast. Víkingsliðið var ekki nema svip- ur hjá sjón frá I fyrra, leikur ekki af sama öryggi og engu var líkara en leikgleðina vantaði. Pétur Bjama son var lang öruggasti maður liðs- ins, en Sigurður Hauksson og Rós- mundur voru allgóðir. Jóhann Glslason virðist vera að komast I góða æfingu og verður mikill styrk ur innan tlðar. — jbp - 27. félags- bréf A.B. Ot er komið Félagsbréf Almenna bókafélagsins, hið 27. I röðinni. I ritinu eru tvö ljóð eftir Hannes Pétursson, Steingrlmur J. Þorsteins son ritar um Halldór Kiljan Lax- ness sextugan, Guðbergur Bergs- son skrifar smásögu, er hann nefn ir Pílsarvættis missir. Þá er I ritinu grein um rússneska höfundinn Abram Tertz, en það mun vera dul- nefni, einhvers höfundar, sem ekki vill láta nafns slns getið. Sveinn Einarsson ritar um sænska skáldið Hjalmar Gullberg, og nefnir hann grein sína Helgríma og lystigarður, eftir titli á Ijóðabók Gullbergs. Þá er grein um bókina „Framtíð manns og heims" og loks ritar ÓI- afur Jónsson greinina Símtöl við guð, blaðað I nokkrum Ijóðabókum. Áskriftasími Visis er 1 16 60 Hárgreiðslu- og snyrtistofa STEINU og DÓDÓ, Laugaveg 11, sími 24616. Dömur, hárgrciðsla við allra hæfi. TJARNARSTOFAN, Tjarnargötu 10, Vonarstrætismegin, SI.lii 14662. Hárgreiðslustofan HÁTÚNI 6, simi 15493. Hárgreiðslustofan SÓLEY Sólvallagötu 72, sími 14853. Hárgreiðslustofan PIROLA Grettisgötu 31, sími 14787. Húrgreiðslustofa "."ESTURBÆJAR Grenimel 9, sími 19218. Hárgreiðslustofa SVÖNU ÞÓRÐARDÓTTUR, Freyjugötu 1, sími 15799. LAUGAVEGI 90-92 Volkswagen, allar árgerðir. Volkswagen ’58, verð 73 þ. útb. Opel Record ’56, 58, 60, 62 Opel Caravan ’55 58 60 62. Opel Capitan 56 57, nýkominn. Ta..nus 2ja dyra 58 og 60. Taunus station 59 60, góðir. Consul ’62 4ra dyra, sem nýr. Yolvo station ’55, skipti mögul. á yngri bíl. Reno Dophine 60 og 61. 6 manna bílar: Ford 55 56 57 58 59 60. Chevrolet 53 54 55 56 57 59 Benz 220, 55 56 58 Sendibllar. Ford 55 56. Chevrolet 52 53 55 Volkswagen 55 56 57. Gjörlð svo vel og skoðið bílana. Þelr eru á staðnum. Kárgreiðslustofa KRISTlNAR INGIMUNDAR- DÓTTUR, Kirkjuhvoli, simi 15194. Hárgreiðslustofa AUSTURBÆJAR (Marla Guðmundsdðttir). Laugaveg 13, slmi 14656. Nuddstofa sama stað. — Hárgreiðslu- og snyrtistofan PERMA, Garðsenda 21, sími 33968 Bíla & búvélasalan SELUR: Chevrolet ’55, station. Mercedes Benz ’57-’60. Opel Capitan ’61. Opel Caravan ’61 Consul ’62 VÖRUBlL .R: Volvo ’63 5 tonna. Mercedes ’60-’61. Cíievrolet ’55-’61. Volvo ’55. Lóð I Kópavogi undir einbýlis- hús: Skipti á bíl. Bila & búválasalan við Miklatorg. Simi 23136 - BÍLAVAL - Nýi sýningarbíllinn DKV (Das Kleine Wunder) frá Mercedes Benz-verksmiðjunum er til sýnis og sölu á sölusvæði okkar í dag. Kynnið yður hina hagstæðu skilmála. BÍLAVAL Laugavegi 90—92 . Símar 18966, 19092 og 19168 IJr leik ÍR og Þróttar í meistaraflokki. Það er Þórður, sem hér er kom- • inn inn á línu, en skot hans var varið. Híolbarðaverkstæðið Millan Opin alla daga frá td. 8 að morgni til kl. 11 að kvöldi. Viðgerðir á alls konar hjólbörðum. — Seljum einnig allar stærðir hjólbarða — V3.iduð vinna — Hagstætt ve?ð. — 3

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.