Vísir - 19.11.1962, Síða 8
8
V í SIR . Mánudagur 19. nóvember 1962.
Utgefandi: BlaðaútgSfan VISIR.
Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G Schram.
Aðstoðarritstjóri: Axei Thorsteinsson
Fréttastjóri: Þorsteinn Ö. Thorarensen.
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178
Auglýsingar og afgreiðsla Ingóifsstræti 3.
Áskrifstargjald er 55 krónur á mánuði.
f lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 linur).
Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f
..............................—
Hvaðan hetur Þjóðviljinn
þetta ?
Ritstjóri Þjóðviljans sagði í forustugrein s. 1. föstu-
dag, að stjórnarflokkarnir hefðu fyrir ári haft þá af-
stöðu „að íslendingar ættu að gerast fullir aðilar að
Efnahagsbandalaginu og það sem allra fyrst“.
Hvaðan kemur ritstjóranum þessi vitneskja? Eng-
inn af ráðherrum né þingmönnum stjórnarflokkanna
hefur nokkru sinni í ræðu eða riti sagt að full aðild
væri hugsanleg, hvað þá meira. Þvert á móti hefur
ríkisstjómin alltaf sagt að full aðild að bandalaginu
kæmi ekki til greina og önnur tengsl þyrftu nákvæmrar
athugunar við, og því rétt að bíða unz gengið hefði
verið frá samningum við aðrar þjóðir, sem sótt hefðu
og sækja kynnu um aðild eða aukaaðild. Hins vegar
taldi ríkisstjómin og telur enn rétt og nauðsynlegt að
nota þennan tíma til þess að kynna valdamonnum
Efnahagsbandalagsins málstað okkar og sérstöðu sem
bezt.
Þessi kynning á málstað okkar hefur verið stjóm-
arandstöðunni mikill þyrnir í augum, og er erfitt að
skilja að sú afstaða hennar geti verið af þjóðhollum
toga spunnin. Slíkt þarf heldur enginn vitiborinn
maður að láta sér detta í hug um kommúnista. Bar-
átta þeirra gegn öllum tengslum íslands við efnahafs-
bandalagið er auðvitað til þess eins háð, að gera okkur
viðskiptalega háða Rússum og spilla sambúð okkar
við vestrænar þjóðir.
Þetta má hverjum ljóst vera, sem lítur í Þjóðvilj-
ann og les áróðurinn gegn tengslum islands við Efna-
hagsbandalagið, því þótt reynt sé að framreiða hann
sem ættjarðarást og umhyggju fyrir íslenzkum hags-
munum, skín þar, eins og fyrri daginn, í gegn ástin á
Rússum og undirlægjuhátturinn við yfirboðarana í
Moskvu.
Framsókn óheil sem fyrr
Það ætti ekki vera álitamál meðal lýðræðissinna,
að ríkisstjóminni ber skylda til að láta einskis ófreist-
að, sem verða mætti til þess, að við gætum náð hag-
kvæmum tengslum við Efnahagsbandalag Evrópu. For
ustumönnum Framsóknar er þetta auðvitað vel Ijóst,
en eigi síður hefur Tíminn iðulega verið með glósur og
getsakir í garð stjórnarinnar út af þessu máli.
Þetta hefur ekki verið gert vegna þess, að for-
ingjar Framsóknar hafi í raun og veru efazt um það,
að ríkisstjórnin legði sig alla fram til þess að tryggja
hagsmuni íslendinga svo sem bezt mætti verða. Nei,
þetta er gamla Framsóknaraðferðin, að nota hvert
mál hversu viðkvæmt sem það er og mikilvægt fyrir
þjóðarheildina — til þess að ófrægja andstæðingana,
ef verða mætti að flokkurinn græddi á því nokkur
atkvæði.
fnr7«iiiBiiiTmirniinMiFr'ii'iMiBi mmmsmmmlmmmmmmmmmaimmmmmrmTwinmBffm
MYNDLISTjpf
I. Húsgögn úr ull.
Myndteppið er einn af elztu
innanstokksmunum híbýla eða
réttara sagt innantjaldsmunum,
því að hér er átt við hin færan-
legu híbýli, tjöld hinna aust-
rænu hirðingjaþjóða. En þar var
teppið næstum hin eina „mubla“
og þjónaði margvíslegum til-
gangi: á því var setið, sofið,
gestunum fagnað og vísað til
„sætis“ samkvæmt stöðu þeirra
og tign. Með teppum vörðust
menn kuldanum, skiptu tjaldinu
niður í smáhólf o. s. frv. Teppið
var allt I senn: stóll, rúm, borð,
skjóltjald, skilrúm en ekki sízt
skraut og mynd.
Myndteppin fluttust til Evrópu
með krossferðunum og náðu hér
brátt sömu vinsældum og
austrænum löndum. Það voru
aðallega riddarar og aðalsmenn,
sem notuðu þau. Því ekki voru
lífsvenjur þeirra mjög frá-
brugðnar lifnaðarháttum hirð-
ingjanna að því leyti, að þessir
herrar voru á sífelldum ferða-
lögum og fylgdu konungum og
jörlum á ráðstefnur og þing, i
herferðir eða fóru frá sveit til
sveitar til að éta upp skatta
þegnanna. En Hvað húsakost
þessara „seigneurs" snertir, ber
að minnast þess, að skálar og
hallir þeirra voru á miðöldum
lengi vel með rúðulausum glugg
um, köldum, óeinangruðum
steinveggjum og byggðir efst á
hæðarbrún eða bjargi þar sem
hvasst var og skjóllaust með
öllu. 1 r- -»
Nú er ullin mjög gott eiriangr-
unarefni. Þess vegna voru múr-
veggirnir tjaldaðir innan með
veggteppum, gluggum lokað
með þeim á veturna, stórir salir
hólfaðir niður í smáherbergi o.
s. frv. Lengst hefur þessi siður
haldizt í því að tjalda í kring-
um rúmstæði, og var það vin-
sæl aðferð til að skapa sér eins
konar „svefnherbergi", saman-
ber lokrekkjur.
En þó skiptir mestu máli .
þessu sambandi, að menn höfðu
lært að lita ullina á margvísleg-
an hátt. Þegar menn höfðu gert
íbúðina vistlegri og hlýrri, með
þvl að tjalda hana, vaknaði hjá
þeim löngun til að skreyta tjöld-
in. Birtust þannig á þeim mynzt-
ur og myndir, merki ættarinn-
ar, tákn stöðu, myndir af her-
ferðum og sögulegum atburð-
um og afrekum, það er að segja,
af öllu því, sem hjarta og huga
var kærast, en þó einkum og sér
í lagi í kristninni, boðskap biblí
unnar. En þar með voru vegg-
teppin ekki lengur aðeins ómiss-
andi húsgögn, heldur einnig list-
munir. Það liggur í augum uppi,
að það var mikið atriði, að eig-
andinn gat látið brjóta þau sam-
an fyrirhafnarlaust, senda á
undan sér, svo að öll „innrétt-
ingin“ var komin á nýjan dval-
arstað þar sem hann ætlaði að
setjast að um stundarsakir. Var
þetta gert bæði honum til þæg-
inda og til að sýnast, gefa til
kynna á glæsilegan hátt, að hér
væri kominn maður með frægð
og frama. Af öllu þessu hlýtur
Veggteppi eftir Ásgerð' Búa-
dóttur sem ofið er úr íslenzkri
ull og er í sauðalituni.
það að vera ljóst, að hin ofna
mynd er langtum eldri en töflu-
eða olíumyndin og gildir hið
sama um íslenzka myndlist;
ekki sízt vegna þess, að hér
voru engir steinveggir og ekki
hægt að mála á torfið. En gnægð
af ull var fyrir hendi og alda-
gömul kunnátta í því að lita
hana fögrum jurtalitum og auk
þess nógur tími, þolinmæði,
vandvirkni og smekkvísi kvenn-
anna. Svo er enn í dag, nema
hvað tíminn þykir vera af skorn
um skammti.
II. Ullin og
abstraktlist.
Myndvefnaðurinn var þannig
skipaður virðulegur sess í sögu
listar; en það kemur ef til vill
enn skýrar 1 ljós, ef við athug-
um málið frá listrænu sjónar-
miði.
Endurnýjun myndvefnaðarins
á okkar dögum á rót sína að
rekja til hinna miklu umbreyt-
inga á sviði myndlistar, sem
hafa átt sér stað síðan um alda-
mót. Hinn mikli hreinsunareld
ur akstrakt listar hefur einnig
skapað nýjan grundvöll fyrir
listvefnaðinn. Hversu heiftar-
lega umdeild sem abstrakt listin
kann að vera, þá höfum við í
gegnum viðleitni henriar aftur
A
fengið þekkingu og skilning á
Iistrænum grundvallaratriðum,
sem fallið höfðu í gleymsku.
Hin mikilvægustu eru:
1 Það, sem sýnt er á mynd-
inni, flýr ekki lengur augu áhorf
andans inn í ímyndaða dýpt
myndarinnar, heldur stefnir á
móti manni (Braque segir: Um-
fram allt enga augnablekkingu!)
Þar með var aftur fengið sam
ræmi myndar og veggflatarins
2) ATtur var uppgötvaður
hinn upprunalegi tjáningarmátt-
ur abstraktra forma.
3) Línan sjálf er leyst undan
þjónustu við hlutinn og fékk
þar með frelsi til að lúta sínu
eigin lögmáli og sinni eigin
hrynjandi. Skapast þar með
form og línutijbrigði, sem venju-
lega kallast „mynztur".
4) Litirnir eru Ieystir úr viðj-
um naturalismans. Þeir eru ekki
lengur notaðir eingöngu í því
skyni að líkja eftir efniseinkenn-
um hluta. Þeir birtast nú í sinni
hreinu fegurð og táknrænum
tjáningarmætti.
5) Skilningur fékkst aftur á
því, að liturinn þarfnast út-
þenslu á fleti til að njóta sín
til fulls.
Nú vill svo til að flestra þess
HUGLEIÐINGAR Á SÝNINGU
ÁSGERÐAR BÚADÓTTUR