Vísir - 19.11.1962, Side 9
V f SIR . Mánudagur 19. nóvember 1982,
9
fslenzkar hjáipar-
stöðvar í ALSÍR
það sé lítið, sem áunnizt hefur
og spyrja: „Hvar er myndin?“
Nú vill svo til, að Ásgerður hef-
ur áður fyrr ofið slíkar myndir,
t. d. stúlkumynd með fugli (sam
anber íslenzkar eftirprentanir).
En það, að hún skuli hafa hætt
því — að minnsta kosti í bili
— er mér einmitt sönnun þess,
að hún hafi náð réttum áfanga
í viðleitni sinni. Hún hefur hætt
því, að því er mér skilst, vegna
þess að hún vill ekki gera meira
en listræn samvizka hennar get-
ur forsvarað hverju sinni. Hún
takmarkar viðleitni sína í sam-
ræmi við eðli efnisins. Hún
lætur ekki trufla sig af því, sem
enn kann að vanta.
Það er að vefja mynd.
Ekki finnst mér ástæða til
þess að hrósa hér sérstöku af-
reki, en mér er ljúft að mega
segja frá því, að hér sé stefnt
i rétta átt. Ég held að listakonan
finni þegar til ánægju yfir því,
að ullin kennir henni hvernig
hún vill vera unnin, svo að feg-
urð hennar komi í ljós. Vegg-
teppi Ásgerðar eru gerð í þeim
tilgangi að vera látlaus baktjöld
okkar daglega lífs, róandi, óupp-
áþrengjandi bakgrunnur í híbýl-
um okkar, sem vermir augu og
sál. En ekki held ég að okkur
hæfi að heimta á þeim sjálfs-
ævisögu okkar. Þessi teppi eru
þegjandi svör nútímans við
myndagný og litahávaða, sem
flæðir yfir okkur á hverjum
degi. Hefði ég aura, myndi ég
bregða upp á vegg gulu teppi á
dimmum vetrardegi eða þegar
Franskur myndvefnaður frá
byrjun 15. aldar, miðalda-
áhrif eru mjög greinileg.
sérstaklega vel lægi á mér, en
þvf blágræna, þegar óró anda og
tauga vill ekki lægja.
IV. Samvinna
tímabær.
Það leynir sér ekki, að hinum
íslenzka ullariðnaði hefur á
seinasta áratug farið mjög mik-
ið fram. Við erum oft svo upp-
tekin af ölu, sem miður fer, að
við sjáum ekki hvað áunnizt
hefur. En hvað myndvefnaðin-
um viðvíkur, þá vill svo heppi-
lega til, að hráefnið finnst
hvergi betra en hér á landi. Enn
þá er hin aldagamla þekking á
litunaraðferðum lifandi og kon-
ur uppi, sem kunna handverkið
til hlítar. Ber þá fyrst að nefna
frú Vigdísi Kristjánsdóttur, sem
um alla kunnáttu í hinni fjöl-
breyttustu tækni í list.vefnaði á
fáa sfna líka, jafnvel þótt vfða
væri leitað.
En vegna þess að hin tækni-
lega bróun nútímans krefst æ
meiri verkaskiptingar, er tími
kominn til þess að hefjast handa
um samvinnu, einnig í mynd-
vefnaði. Öll skilyrði eru fyrir
hendi til að ná góðum árangri.
Kurt Zler.
og ýmis félög og einstaklingar
munu leggja hér hendur að.
Jón Sigurðsson skýrði í upphafi
fundarins frá hjálparstarfsemi AI-
þjóða Rauða krossins í Alsír á
þessa leið:
Að beiðni Sameinuðu þjóðanna
hélt Alþjóða Rauði krossinn uppi
í 3 Y2 ár víðtækri hjálparstarfsemi
meðal um 275 þúsund alsírskra
flóttamanna, sem þá dvöldust i
Marokkó og Túnis. Fyrir Rauða
kross fé, sem nam mörgum hund---
uðum milljóna króna, var flótta-
fólkinu séð fyrir fæði, fatnaði og
húsaskjóli. Aldrei hafði Rauoi
krossinn áður staðið fyrir svo
langvinnri hjálparstarfsemi.
í lok júlímánaðar s.l. var R.K.
sýnt það traust að annast flutn-
ing á flóttafólkinu til heimkynr.a
þess í Alsír, og gert var ráð fyr-
Framh. á bls 7
Norskur myndvefnaður frá því um 1700, teppið mun ofið í Voss eða Sogni.
Söfnun þeirri, sem hafin var
af Alþýðublaðinu í haust, að frum-
kvæði Hólmfríðar Gunnarsdóttur
blaðakonu, í þágu bágstaddra AIs-
írbúa, verður nú haldið áfram af
Rauða krossi íslands sem lanas-
söfnun, og stendur nokkrar vikur.
Frá þessu skýrði form. Rauða
kross Islands, Jón Sigurðsson borg
arlæknir á fundi með fréttamönn-
um.
Settar verða á stofn sérstakar út
hlutunarstöðvar í Alsfr, þar sem
úthlutað verður í nafni Rauða
kross Islands fjörefnabættri mjólk
og fjörefnabættu brauði, og munu
um 1000 börn daglega verða þess-
arar hjálpar aðnjótandi í vetur, en
það fer eftir hve mikið fé safn-
ast hér á landi, hversu margar
’ þessar stöðvar verða. Blöðin og út
i varpið og Rauða krossdeildirnar
I út um land hafa heitið aðstoð sinni
ara kosta gætti í gömlum mynd-
vefnaði áður en honum fór að
hnigna á 17. öld. Öll myndin
breiddist þar. út á tvívxdd teppis-
ins, samræmdist veggnum,
stefndi beint á mann. Öll form
voru mótuð og allar línur dregn-
ar á svipsterkan, einfaldan hátt.
Notaðir voru aðeins 20 til 30
litir. Aftur á móti var sú tala
komin upp f 20 þúsund, er
■SoDelin-vefnaðinum fór að
hnigna á tímabili Lúðvíks
fjórtánda.
I norrænum og austrænum
myndvefnaði kemur það skýrt
fram, að myndir voru upphaf-
lega mynztur, og er þetta fyrir-
bæri sameiginlegt með öllum
upprunalegum listgreinum: Úr
mynzturskógi þessum vaxa
smám saman upp form ákveð-
inna hluta, dýra, plantna og
loks mynd mannsins sjálfs.
Abstrakt listin hefur þannig
gert okkur kleift að taka upp
aftur „ullar“þráð listrænnar arf-
Ieifðar. Ekki verður það gert
með því að stæla gömul mynzt-
ur, liti og tækni. Þetta væri of
yfirborðslegur misskilningur og
fyrifram dauðadæmt tiltæki.
„Tradition“ liggur f því að læra
að þekkja aftur hin listrænu lög-
mál, eðli efnisins og ekki sfzt í
hvaða tilgangi slíkar myndir eru
ofnar.
III. Eitt dæmi.
Enda þótt nútíma tækni gerx
það mögulegt, er samt af ofan-
greindum ástæðum ljóst, að það
er ekki hlutverk listvefnaðarins
að stæla málverk eða ljósmynd-
ir, né heldur að vefa „79 af
stöðinni“ í íslenzka ull. Enda
er það ekki gert í verkum Ás-
gerðar Búadóttur. En sýning
hennar, sem er nýafstaðin, ber
því vitni, sem hér er sagt. Ás-
gerður sýndi 13 veggteppi, nokk
uð misjöfn að gæðum og gildi,
eins og verða vill. Flest þeirra
voru ofin með Ryu-aðferð. Það,
sem mesta athygli vekur, er lita
gleði en jafnframt takmörkun
litanna í hverju verki. Ásgerð-
ur skapar skemmtileg og andrík
tilbrigði í Ryu-tækninni. Hún
bindur hnútana ' :ndum þéttar
og stundum gisnara inn í vefn-
aðinn. Þannig myndast hrynj-
andi geometriskra forma, sem
hreyfast yfir alla myndbreidd-
ina. Með því að nota hvítan
grunn, lýsist orange-litur hnút-
anna í gull-orange og þar sem
hnútarnir eru þéttari, magnast
liturinn í eldrautt. Einnig kemur
fram í veggteppum hennar einn
kostur, sem ullin hefur umfram
olíulitina: Eftir því sem þræð-
irnir liggja sléttar eða ósléttar.
leikur birtan á síbreytilegan
hátt um þá, litirnir byrja að
sveiflast, eins konar tíbrá lit-
anna myndást. Það er málað úr
efni ullar.
Mönnum kann að þykja, að
VEFA
WRmatwBosammm
23