Tölvumál - 01.03.1999, Side 11

Tölvumál - 01.03.1999, Side 11
Skýrsla fyrir 1 998 Skýrsla formanns fyrir 1998 - Flutt á aðalfundi 12. febrúar sl. Oskar B. Hauksson Árið er metár að mörgu leyti í starfsemi þess og var bryddað upp á mörgum nýjungum Sett var mef í aðsókn á árinu en alls sóttu 1230 manns fundi og ráðstefnur félagsins og komu að meðal- tali 112 á hvern atburð Ráðist var í útlifs- breytingar og gefið út veglegt afmælisblað Síðasta ár var mjög viðburðaríkt í starfsemi Skýrslutæknifélagsins enda fögnuðum við 30 ára afmæli félagsins. Árið er metár að mörgu leyti í starfsemi þess og var bryddað upp á mörgum nýjungum eins og ég kem að síðar. í upphafí starfsársins voru sett markmið og lagðar áherslur í starfinu og er það mér mikil ánægja að geta greint frá því á þessum fundi að flest þeirra mark- rniða sem sett voru hafa náðst. Við stefnu- mótunina nýttist vel viðhorfskönnunin sem félagið lét gera á meðal félagsmanna. Ráðstefnu- og fundahald Sett voru markmið að halda 5-6 hádegisfundi á árinu og grípa tækifæri til að koma að þeim málum sem efst eru á baugi hverju sinni. Haldnir voru 5 hádegisfundir og var fjallað um mál sem voru í brennidepli, til dæmis um gagna- grunn á heilbrigðissviði og samkeppni á fjarskiptamarkaði. Alls sóttu 495 manns þessa fundi eða 99 manns að meðaltali og verður það að teljast mjög góð þátttaka. Ráðstefnuhald var einnig lífíegt og hélt félagið alls 6 hálfs dags ráðstefnur sem 725 sóttu. Þessi rnikla aðsókn að ráðstefnum segir okkur að þær hafa öðlast fastan sess á meðal félagsmanna. Aðsóknin ein segir hins vegar ekki allt, reglubundnar gæðamælingar eru mikil- vægar til að bæta undirbúning ráðstefna. Við rennum oft blint í sjóinn með val á fyrirlesurum, sérstaklega þeim erlendu. Skoðanir ráðstefnugesta í viðhorfskönn- unum endurspegla hvernig til tekst í hvert sinn. Að meðaltali fengu ráðstefnur félagsins einkunnina 4,2 (af 5 mögulegum) á árinu 1998 og verður það að teljast ágætur árangur. Meginatriðið í ráðstefnuhaldinu er ekki aðsókn eða fjöldi fyrirlesara heldur að ráðstefnur séu áhugaverðar fyrir félags- menn. Mörkuð var sú stefna í upphafi árs að bjóða upp á breidd í efnistökum en jafnframt að hver ráðstefna væri með fókus á ákveðið efni. Haldnar voru m.a. ráðstefnur um tungutækni og samruna síma- og tölvutækni. Eitt af markmiðum ársins var að stór- auka markaðssetningu ráðstefna og funda með tölvupóstsendingum til félagsmanna. Þetta form hefur gefist mjög vel og fer sífellt stækkandi það hlutfall gesta sem skráir sig með því að senda svarskeyti til skrifstofu félagsins. Mikil vinna er við undirbúning ráð- stefna og er hér um óeigingjarnt starf að ræða sem unnið er í sjálfboðavinnu af stjórnarmönnum og öðrum félags- ntönnum. I auknum mæli hafa ráðstefnur og fundir verið haldnir í samvinnu við önnur félög og er útlit fyrir að slfkt muni aukast á næsta starfsári. Sett var met í aðsókn á árinu en alls sóttu 1230 manns fundi og ráðstefnur félagsins og komu að meðaltali 112 á hvern atburð. Þetta þýðir að aðsókn tiefur aukist í heild um 60% á milli ára og meðalaðsókn á fund um 17%. Utgáfumál Útgáfa Tölvumála er ein af megin- þáttum í þjónustu við félagsmenn og kom það skýrt fram í viðhorfskönnuninni. Ákveðið var að renna styrkari stoðum undir útgáfu Tölvumála en uppi höl'ðu verið hugmyndir unt að draga úr útgáfu eða hætta henni alveg. Ráðist var í úllits- breytingar og gefíð út veglegt afmælis- blað. Alls voru gefin út 4 tölublöð, samtals 132 blaðsíður með 40 greinum. Unnið hefur verið að því á síðustu vikum að fjölga verulega í ritstjórn Tölvumála og efla útgáfuna. Taka þarf auglýsingamál til endurskoðunar en tekjur af auglýsingum í Tölvumálum hafa minnkað upp á síðkastið. Styrkja þarf enn frekar tengslin á rnilli stjórnar félagsins og ritstjórnar. Ráðist var í gagngerar endurbætur á vef félagsins á árinu 1997 og er hann orðinn virkur miðill fyrir fréttir af starfsemi þess Tölvumál 11

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.