Tölvumál - 01.03.1999, Síða 13

Tölvumál - 01.03.1999, Síða 13
Skýrsla fyrir 1 998 Á komandi ári þarf að efla kosf- naðaraðhald og auka tek/ur, til dæmis af auglýsingum Stofnaður var á árinu faghópur um 2000 vandann og hefur hann unnið mikilvægt starf sem vakið hefur athygli fjölmiðla á félaginu könnunum og tveimur hádegisfundum. Einnig hefur hópurinn birt efni um málefnið á heimasíðu félagsins. Mikilvægt er að efla þennan þátt í starfsemi félagsins með stofnun fleiri hópa. Stiklað hefur verið á stóru í starfsemi félagsins á síðasta ári sem var mjög viðburðaríkt eins og komið hefur frarn. Starfsemi félagsins vakti einnig mun meiri athygli fjölmiðla en áður hefur þekkst en gera þarf enn betur í þeim efnum. Fjölmargir einstaklingar, innan og utan stjórnar, hafa lagt hönd á plóginn og eflt starfsemi félagsins. Þeim vil ég þakka sérstaklega og vonast til að þeir starfi áfram með félaginu að þeim áhugaverðu verkefnum sem framundan eru. Á þessum aðalfundi eru þrír félagsmenn að hætta störfum í stjórn og nefndum fyrir félagið. Þeir eru Heimir Sigurðsson, sem hefur verið í stjóm félagsins í fimm ár, var fyrst kosinn á aðalfundi 1994, Agnar Björnsson, sem hefur verið í ritstjórn Tölvumála í þrjú ár, þar af ritstjóri í eitt ár og Snorri Agnarsson, sem hefur verið í siðanefnd frá því að henni var fyrst komið á laggirnar, eða frá árinu 1992. Skýrslutæknifélag Islands þakkar þeim öllum vel unnin störf í þágu félagsins. Oskar B. Houksson er forstöðumaður upplýsingavinnslu Eimskips og formaður Skýrslutæknifélags Islands Nýkjörín stjórn Skýrslutœknifélags íslands Fremri röðfrá vinstri: Eggert Ólafsson, Sigríður Olgeirsdóttir, Hulda Guðmundsdóttir, Óskar B. Hauksson. Aftari röð frá vinstri: Svanhildur Jóhannesdóttir, Einar H. Reynis, Ingi Þór Hermannsson, Magnús Sigurðsson, Stefán Kjœrnested. Tölvumál 13

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.