Tölvumál - 01.03.1999, Síða 14

Tölvumál - 01.03.1999, Síða 14
Fjarskipt GSJVI posar fáanlegir Elvar Guðjónsson Point á íslandi hefur nú nýverið hafið sölu á posavél með innbyggðum GSM síma til heimildarhringingar. Posarnir eru franskir af gerðinni P2000 frá CKD Moneyline. Point hefur einnig hannað hugbúnaðinn í hann þannig að hann getur tekið á móti öllum greiðslu- kortum sem aðrar posavélar taka á móti hérlendis. I stuttu máli má segja að GSM posinn vinni alveg eins og hefðbundinn posi, nema í stað þess að nota hefðbundna símalínu þá notar hann GSM til tengingar við greiðslukortafyrirtækin auk þess hefur hann innbyggt batterí og verður þannig óháður rafmagni og símalínu, þannig að það eina sem þarf er merki frá GSM neti landsímans. Posinn hefur bæði segulrandarkorta- lesara og snjallkortalesara, auk þess að hafa hraðvirkan hljóðlátan (thermal) prentara. Posinn er kjörinn fyrir þá staði þar sem ekki er hægt að komast í rafmagn og venjulega símalínu t.d. í leigubíla, sendibíla, rútur. fyrir sölumenn sem ganga í hús, pizzasendla o.fl. Posinn tengist GSM neti Landssímans og hringir með V. 110 ISDN tengingu og tengist X.25 neti símans og þannig tengist hann greiðslu-kortafyrirtækjunum. Símakortið sem notað er, er hefðbundið nema að það er einungis opið fyrir gagnaflutningsrásimar. Hver heimil- darinnhringing tekur um 6 sekúndur og kostar um 3,30 að degi til og um kr. 2.70 að kveldi. Posinn hefur verið í prófun frá sept- ember 1998 og hefur prófun gengið rnjög vel og er nú svo kornið að bæði Visa ísland og Europay Island hafa samþykkt posann auk þess sem Visa International hefur samþykkt hann fyrir erlend greiðslukort. Point er norrænt fyrirtæki með aðsetur á öllum norðulöndum og leiðandi fyrirtæki í þróun rafrænnar greiðslumiðlunar. Point hefur m.a. flutt inn og selt megnið af þeim posavélum sem í dag eru í notkun í verslunum álslandi. GSM posann erhvort heldur hægt að kaupa eða leigja hjá Point. Frekari upplýsingar veita Point á íslandi í Hlíðasmára 10 sími 544 5060. 14 Tölvumál

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.