Tölvumál - 01.03.1999, Qupperneq 15

Tölvumál - 01.03.1999, Qupperneq 15
Frá ráðstefnu SÍ Fjarskiptamál í brennidepli - hefur samkeppnin skilað sér til neytenda? Kristján Geir Arnþórsson skrifar um hádegisverðarfund SÍ, 26. janúar 1999 I dag snýst samkeppnin um vörugæði og þjónustustig, sagði Þór Jes Þórisson frá Landssíma Islands hf Arnþór Halldórsson talaði fyrir Tal hf og kvað sitt fyrirtæki hafa 15% markaðs- hlufdeild í farsímaþjónustu á landinu Dagný Halldórsdóftir frá Skímu hf sagði að sitt fyrirtæki hefði komið inn á markaðinn í virðisaukandi fjarskiptaþjónustu - „sem hefur alltaf verið frjáls" Fundarstjóri, Einar K. Guðfinnsson, rakti í upphafí fundar tildrög þess að lögin urn frelsi í símaþjónustu voru sett og gengu í gildi á síðasta ári. ,,Nú er komin nokkur reynsla á þetta fyrirkomulag og verður fróðlegt að heyra hvað fulltrúar fyrirtækjanna hafa um hana að segja.“ Hefur samkeppnin skilað sér til neytenda í dag snýst samkeppnin um vörugæði og þjónustustig, sagði ÞórJes Þórisson frá Landssíma Islands hf. Hann rekur helstu atriðin í stöðu Landssímans í dag og bendir á hvílíkur dvergur Landssími íslands er í samanburði við erlendu símarisana. „Við njótum ekki hagkvæmni stærðarinnar eins og þeir." Arnþór Halldórsson talaði fyrir Tal hf og kvað sitt fyrirtæki hafa 15% markaðs- hlutdeild í farsímaþjónustu á landinu. Honum þykir frelsið vera fremur í orði en á borði enn sem komið er og telur vanta ákveðnari heimildir í lögin til að auka það og festa í sessi. Dagný Halldórsdóttir frá Skímu hf sagði að sitt fyrirtæki hefði komið inn á markaðinn í virðisaukandi ijarskipta- þjónustu - „sem hefur alltaf verið frjáls“, bendir hún á. Samkeppni í Internetþjónustunni hefur skilað notend- urn lágu verði, aukinni þjónustu og nreiri gæðum. Nú, þegar höftum á talsíma- þjónustu hefur verið aflétt, er Dagný sann- færð um að þróunin á eftir að skila notendum því sarna þar. Arnþór segir að það sem komi til með að skilja menn að á ntarkaðinum sé hæfileikinn til að markaðssetja vöruna, pakkana, ekki endilega tæknin sem beitt er. Hann telur að samkeppnisstyrkur nú kunni að snúast upp í andhverfu sína: „Verður sá sterkasti sem er að byggja sig upp með þunglamalegri og jafnvel úreltri tækni kannski sem steinrunninn þurs á morgun?“ Samkeppnisaðstæður Arnar Sigurðsson, talsmaður Islands- sírna hf sem ekki hefur hafið rekstur enn, bendir eindregið á skyldur Póst- og fjarskiptastofnunar því aðstöðumunur Landssímans og nýrra fyrirtækja á markaðinum sé geysimikill: Frelsið í þessari starfsemi er undir dug og frumkvæði Póst- og fjarskiptastofnunar komið telur hann - henni beri að flýta frelsisþróun sem verða má. Eftirlitsstofnanir eru nauðsynlegar, tekur Þór Jes undir, en krafan urn að skipta Landssímanum upp í net- og þjónustu- hluta gengur þvert á fyrrnefndar hug- rnyndir um hagkvæntni stærðarinnar. Það muni Landssíminn því ekki gera. Arnþór segir að hér sé við ramman reip að draga því stærsti aðilinn á markaðinum hafí yfirburðastöðu og hætt sé við að þeir láti „einokunarrekstur" greiða niður samkeppnishluta rekstrarins. „Næstu 2-3 árin munu skera úr um það hvort frjáls samkeppni í fjarskiptuin nær að skjóta rótum hér.“ Þróun þjónustunnar Árið 1906 hófst almenn ijarskipta- þjónusta á Islandi, sagði Dagný Halldórsdóttir, og var Póstur og sími einn um hituna allt til 1989. Það ár fór IBM á íslandi að bjóða fyrirtækjum upp á tölvutengingar til útlanda. Árið 1994 byrjaði svo Internetsamkeppnin að fullu. Bæði Skíma og Miðheintar voru stofnuð 1994, fyrirtæki sem sameinuðust 1997, rekur Dagný áfram. Árið 1998 er fjar- skiptaþjónusta gefin frjáls. Starfsmenn hinna sameinuðu fyrirtækja eru nú 25 og „þar er stærsti hnútpunktur á landinu í dag og stærsta alhliða Internetþjónustan,“ segir Dagný hreykin, „- nenra þetta sagði ræðumaður Landssímans líka og það sýnir að það er tekist á,“ bætir hún við. Þór Jes rekur nokkur rannsóknarverk- efna Landssímans, en „Skýrsla rannsóknardeildar Landssímans 1999“ lá TöEvumál 15

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.