Tölvumál - 01.03.1999, Síða 18
Ártal 2000
Til að einfalda
vinnuna og auðvelda
aðgang starfsmanna
að upplýsingum
var komið upp
upplýsingabrunni í
hópvinnukerfinu
okkar
Búið er að yfirfara
allan vélbúnað
móðurtölvuumhverfis
sem er og verður í
rekstri um næstu
áramót
Árinu 2000 verður
ekki frestað
fyrirtækinu verði óbreytt, nerna sérstak-
lega sé beðið unt annað. Nauðsynlegt þótti
að móta strax fasta stefnu um þessi mál til
að koma í veg fyrir skriðu af óþarfa
breytingum hjá viðskiptavinum okkar.
Upplýsingabrunnur
Til að einfalda vinnuna og auðvelda
aðgang starfsmanna að upplýsingum var
komið upp upplýsingabrunni í hópvinnu-
kerfmu okkar. Þar er að finna aliar
upplýsingar sem tengjast ártalinu 2000.
Þar eru vinnulýsingar, gátiistar og dæmi
um útfyllt gæðaskjöl. Þar er einnig búið
að korna upp sérstökum síðurn fyrir öll
notendakerfi, hugbúnaðarpakka, vélbúnað
og annan tæknibúnað. Umsjónarmönnum
kerfa og búnaðar ber síðan að uppfæra
þessi skjöl þ.a. á hverjum tíma sé hægt að
sjá rétta stöðu 2000 breytinganna.
Einnig hafa verið geftn út fréttabréf og
eru þau viðieitni vinnuhópsins til að
upplýsa alla starfsmenn um verkefnið og
gera þá að virkum þátttakendum.
Vél og tæknibúnaður
Véibúnaðarumhverfí Skýrr er mjög
margþætt og skiptist í megindráttum í
móðurtölvuumhverfí, dreift tölvuum-
hverfi, staðarnet, tengibúnað og tækni-
búnað. Nefna má að vélbúnaður
móðurtölvuumhverfis samanstendur m.a.
af móðurtölvu, diskaturnum, afritunarbún-
aði, fram- og samskiptatölvum og prent-
urum. Dreifða tölvuumhverfið saman-
stendur að fjölda miðlara, m.a. Unix og
NT vélum. A staðarneti Skýrr eru urn 140
vinnustöðvar og fjöldi prentara. Allan
þennan búnað þarf að athuga. Einnig þarf
að yfirfara allar tengingar við fyrirtækið
og athuga kerfi eins og símkerfi,
öryggiskerfi, loftræsibúnað og ánnan
tæknibúnað.
Fyrirspurnir hafa verið sendar til ailra
birgja okkar og framleiðenda vél-, hug- og
tæknibúnaðar. Tilvísanir í svör eru síðan
settar í upplýsingabrunninn. Þar geta
umsjónarmenn viðkomandi búnaðar
nálgast svörin og tekið ákvarðanir unt
hvað gera þurfi til að gera búnaðinn 2000
hæfan.
Búið er að yfirfara alian vélbúnað
móðurtölvuumhverfis sem er og verður í
rekstri um næstu áramót. Allur þessi vél-
búnaður er nú ár 2000 hæfur eða verður
ekki fyrir áhrifum vegna ártalsins 2000.
Vinna varðandi yfirferð á 2000 hæfi
annars vélbúnaðar og tæknibúnaðar er í
fullum gangi og langt komin.
Skýrr var einn af frumkvöðlunum í
2000 urnræðu hér á landi. Aíkoma, ímynd
og trúverðugleiki fyrirtækisins eftir árið
2000 ræðst því m.a. af því að nýtt
árhundrað gangi hnökralaust í garð. 2000
verkefnið er því forgangsverkefni hjá
Skýrr. Mörg önnur verkefni kalla hinsveg-
ar á, því eins og allir vita er skortur á sér-
fræðingum á þessu sviði. Árinu 2000
verður ekki frestað. Mikil vinna er
fyrirsjáanleg og því er nauðsynlegt að
verkefnið fái allan þann stuðning sem
þarf, eigi að leysa vandamálið á tiisettum
tíma og með sem minnstum tilkostnaði.
Sigríður B. Vilhjálmsdóttir er verkefnisstjóri hjá
Skýrr hf.
18
Tölvumál