Tölvumál - 01.03.1999, Side 19

Tölvumál - 01.03.1999, Side 19
Að gefa út bók á netinu Viðtal RÚV við Þorgeir Þorgeirson Mér hefur alltaf þótt ritverk eiga að vera ókeypis til lestrar, kennslu og rarmsókna Kosturinn við útgáfu með þessum hætti, er að maður þarf ekki að hlaða upp lagerum I þættinum Víðsjá í Ríkisútvarpinu 29. maí 1998 var Þorgeir Þorgeirson rithöfundur heimsótfur. Ævar Kjartansson og Hjálmar Sveinsson ræddu við hann um nýstárlega heimasíðu „Leshúss" og hugmyndir skáldsins um gagnvirka útgáfu á Netinu. A/lec? leyfi hlutaðeigandi birta Tölvumál nú viðtalið, svo til óstytt. Leshús. Þegar þangað er kornið inn þá blasir við - ég veit ekki hvort á að kalla þetta búð... verkstæði.... sennilega er best að kalla þetta ekki neitt nerna það sem það heitir það er að segja Leshús. Hér er lesið ímyndaði ég mér, en þannig er að húsráðandinn Þorgeir Þorgeirson... ég veit ekki hvort hann er hættur að lesa, hvort hann er gersanrlega kominn í bland við Vefinn, hvort hann er svo samofinn vefnum orðið að hann sé varla til í þessari venjulegu efnislegu merkingu. En Hjálmar Sveinsson er eigin- lega ofan í tölvunni hjá Þorgeiri. - Já mikið rétt ég er hérna inni í afhýsi í Leshúsi og hér situr Þorgeir Þorgeirson fyrir framan blálitaðan skjá og margar táknmyndir á þessum skjá flestar gullitaðar. En Þorgeir er nýbúinn að opna Vefsíðu og hann hefur boðist til þess að leiða okkur inn í undraheima Netsins. Þorgeir, sæll. - Heyrðu já sæll vertu og verið þið velkomnir. Eigum við ekki aðeins fyrst að líta á tölvuna sem er nú geymslan og hérna miðstöðin fyrir þetta. Hér er tölvan mín semsagt, hér styð ég á my computer. Þessi tölva hún er 3,2 gigabæti. Um helmingurinn af því plássi fer í kerfið og því um líkt; við getum sagt að hún sé að geymsluplássi svona eitt og hálft gígabæt. Það þýðir það að hér í C, hér í D og hér í E þar get ég geymt sem svarar einni og hálfri milljón blaðsíðna af lesefni. - Það er ekkert annað! - Og hérna í D-inu, þar geyrni ég vef- síðurnar mínar, og þá athugum við þær, þær eru hérna inni í þessum kassa sem heitir mitt og hérna hér eru þær semsagt, ein af annarri. Þetta er handritasafnið, númerað frá 0 og upp í 11. Og ef við athugum það nánar hvernig þessi handrit eru gefm út - það er að segja við skulum gá reyndar fyrst hérna inn í E-ið. Þar geymi ég nefnilega sömu handritin en í öðru formi. Þar er ég með sömu textana jafnóðum og ég set þá inn á Netið, þá tek ég þá hérna inn í E-ið og nota það pláss til þess að brjóta það um fyrir pappírsútgáfur. Þannig að það er hvort tveggja í gangi í einu. Og síðan get ég prentað pappírsút- gáfurnar út bara hérna á laserprentarann minn. - Hmm, og ef þú opnar nú héma.... vef- síðuna? - Við förum nú hérna... þá skal ég ekki bara opna vefsíðuna heldur sýna ykkur hvernig þetta liggur. Nú opnast tveir gluggar.. það er að koma inn í þennan... (bendir). Hér liggja semsé handritin mín. Þau eru á tölvunni hérna. Síðan er komið þarna upp og ef að þið athugið vel - þetta er upp í 11 hérna megin, en hérna megin er það ekki nema upp í 10. hérna í vinstri glugganum þar eru handritin sem eru á tölvunni hérna, sömu nöfn og númer koma fyrir hinu ntegin, það er sama efnið, sem að liggur á tölvunni þeirra inni í Miðheimum - í miðstöðinni. Við tökum eftir einu, hér eru bara tíu númer en hérna í handritunum ellefu. Sem að þýðir það að þarna er óútgefin bók. - Akkúrat. En, er hún tilbúin? - Hún er tilbúin. Hún er alveg tilbúin og ég ætlaði einmitt að fara að gefa hana út. Eigurn við að taka tímann á því, hvað það er langt? Eruð þið með sekúnduvísi? - Að gefa út bók? - Að gefa út bók á nelinu. - Já, það væri nú fróðlegt (Ævar). - Þá skyggi ég hérna númer ellefu. - Tek tímann.... - Stíg svo hérna á þessa ör... og nú er hún ... byrjuð. - Já þarna birtisl lílill rammi og þarna er ja upptalning, nánast. - Ja það eru prósentin. Tölvumál 19

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.