Tölvumál - 01.03.1999, Qupperneq 22

Tölvumál - 01.03.1999, Qupperneq 22
á endanlega bók. Það - það er kannski ekki hægt að vera að hugsa um nein smáatriði þá.... - Já. Já, það eru nú raunverulega tækni- legar ástæður fyrir því að maður getur ekki gengið eins vandlega frá texta á Netinu, allavega ekki ennþá, eins og, eins og til prentunar. Við prentútgáfuna get ég nostrað eins og mér sýnist. En það er bara þannig með html-málið, sem að Netið er á, að það hefur verið aðallega, hingað til, hugsað um - um tæknilegu hliðina. Að það skili sér allstaðar eins, og svona. Og gengið nógu illa með það. En allir svona hönnunarmöguleikar, „layout" möguleikar sem kallaðir eru, þeir eru frekar fátæklegir. - En (Hjálmar) nú Þorgeir nú ertu, - nú er höndin þarna á þar sem heitir Aðaltorg og það þýðir væntanlega að þú getir opnað það, hvort við finnum bókina þarna.... Bíddu nú við? - Aðaltorgið, þá eru hér „bilingualar“, tvítyngdir textar, þar er Strassborgarsíðan, þar eru æviágrip á íslensku og ensku, verkaskrá, hér er tímarit sem heitir Gagn og gaman og hér eru nýjar bækur. - Raftímarit, stendur (Hjálmar) hérna undir. - Raftímarit, já. - Og hérna neðst niðri, (Hjálmar) er þessi bók komin. Lesefni handa lýðræðissinnum. - Við smellum á hana. - Já, opnum hana. (Ævar) - Þá kemur hér upp: Þorgeir Þorgeirson Lesefni hcinda lýðrœðissinnum. Sem öðrum er ráðlagt að halda sigfrá. - Það er að segja þeim sem að ekki eru lýðræðissinnar. - Já. - En þyrftu ekki einmitt... - Ha? - (Hjálmar) Þyrftu ekki einmitt þeir að lesa hana? - Hefurðu fengið viðbrögð? (Hjálmar) - Já, fengið mikið af viðbrögðum. Og þau eru sum komin inn í seinni partinn þama og önnur á leiðinni. Þannig að - að Netið er líka baráttutæki, sem að, ég kalla það, ég held það sé hægt að tala dálítið mikið um stórbokkaþögnina. Þegar manni er ekki ansað í kerfinu. Hún er rofin með þessu. Ef að stórbokkinn ekki ansar bréfinu þá setur maður bréfið út á netið og þá geta allir lesið það. - Þannig að þetta - þetta sem ég var að ýja að áðan, að þú værir að verða, þú værir að verða svona gersamlega ofurseldur tæknilegum og veflegum hugtökum, að það - það er greinilegt að, að þessi tækni, hún hentar baráttumanninum... - Líka. Já, ja allavega - allavega að minnsta kosti á meðan að hún er ný. Um tíma önsuðu opinberar skrifstofur ef maður sendi fax, nú er það að verða gamalt.... - En ég, (Ævar) ég er að hugsa um það hvort að - við höfum verið að tala um fyrirbærið Vefinn og Vefsetrið, þannig að manni finnst nú kannski að - að maður sé kominn -sem auðvitað hentar rnjög vel fyrir eitthvað óefniskennt eins og útvarpssending- að „vera í Vefsetrinu“ rétt eins og hægt er að tala um að „vera í Leshúsi“. En það var - það er tengingin við það sem ég hélt þú ætlaðir að fara að fara að gera í Leshúsinu, Þorgeir. Það er að segja, að hafa þar á boðstólum rit, þín eigin ritverk. Leikrit í hljóðrænu formi. - Jájá, og ég - það kemur með tímanum. Það hérna - er, er svæði sem heitir Utgáfan, og ég er mjög lítið farinn að sinna, þar geturðu lesið hvenær er opið í Leshúsi, þú getur komið og keypt þar bækur sem að til eru... - (Hjálmar) Sextán til nítján daglega... - Já. Nú, hér eru svona lauslegar upplýsingar um nýlega útkomin verk. Eg held það séu fimm stykki eitthvað svoleiðis. Þetta eru nú aðallega hljóðbækur. - Já. (Ævar) Fjögur útvarpsleikrit úr réttarsögunni. Erþarna heiti.... - Já. - Ég veit ekki nema (Ævar) nema við ættum að fíkra okkur úr - yfir í eífiisheiminn og fá að - ef þú vildir leyfa okkur að spila sýnishorn. Ur... - Áður en þú gerir það langar mig að sýna þér þetta... hér er svæði sem heitir Þjónusta við erlenda stúdenta. Þar eru þessi fjögur leikrit, prentuð. - Dómarinn, Vitnið, .... - Já, það er - þetta er Dómarinn, Vitnið, Refurinn og Böðullinn. - Aha. - Þetta eru stutt - það lengsta er 38 22 Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.