Tölvumál - 01.03.1999, Side 23

Tölvumál - 01.03.1999, Side 23
mínútur og það stysta sextán. Þetta eru svona stutt útvarpsleikrit, með aldeilis úrvalsleikurum. Og hér er að finna textana. Nákvæmlega orðrétta eins og þeir eru á bandinu. Viðkomandi háskóli getur keypt kópíu af þessum leikritum á bandi. Fyrir 35 dollara held ég eitthvað svoleiðis, og síðan getur hver nemandi eða deildin í heild prentað þessa texta niður, þeir geta lesið þessa texta, kynnt sér þá, farið ofan í þá, og hlustað síðan og lært framburð. - Aha. (Hjálmar) Þannig að þetta er einskonar alheimsbatterí, sem er stjórnað hér frá þessum punkti við Bókhlöðu- stiginn. En það spurning hvort við ættum ekki að heyra brot úr, úr hérna.... - Já, (Ævar) hvað mættum við, við fá að hlusta á, Þorgeir? - Ég held hann sé með niðurlagið af leikritinu sem heitir Böðullinn. Þar sem að Helga Bachmann leikur Agnesi hérna Magnúsdóttur. Rétt, og við erum stödd rétt fyrir aftökuna. -En, en hvað þessi skjótti þarna er fallegur (Helga) Hver á hann? Hver skyldi eiga þennan hest? -Ég veit ekki góða mín (....) - (Hjálmar) Við heyrðum lokasenuna úr leikj'iti Þorgeirs Þorgeirsonar; Dómarinn heitir það; og við vorum stödd hérna rétt áðan inni í Netheimum, þar sem Þorgeir leiddi okkur um sína vefsíðu og þann netheim sem hann hefur komið sér upp. Og þar fundum við raunar œviágrip Þorgeirs Þorgeirsonar. Fœddur í Hafnarfirði 30.04.1933, sem þýðirþað væntanlega að Þorgeir hefur átt sextíu og fimm ára afmæli nýlega. Síðan stendur stúdent frá stœrðfræðideild MR 1953. 1953-1962 ferðalög um Evrópu og nám í Vín, Madríd, París og Prag, í tungumálum, listasögu, sjónvarpsmynda- gerð og leikstjórn. 1962-1972, rak sjálf- stœða kvikmyndagerð f Reykjavík og fram- leiddi dokkumentalmyndir. Stofnaði kvikmyndasafnið SEST og rak Litlabíó við Hverfisgötu um sinn 1968. Skrifaði og þýddi útvarpsleikrit, sem hann leikstýrði fyrir leiklistardeild Ríkisútvarpsins, skrifaði um kvikmyndir og sjónvarp fyrir blöð og tímarit, hlaut verðlaun úr Arasjóði fyrir skrif um þjóðfélagsmál, fe'kk alþjóðlega viðurkenningu fyrir kvikmyndina Mann og verksmiðju. 1972 til þessa dags: Freelance-ritstörf og þýðingar, var meðal stofnenda leiklistar- skóla SAL, og kenndi þarýmisfög. 1987: Dæmdur af hœstarétti Islands fyrir óviðurkvœmileg skrifum lögregluofbeldi. 1988: Stofnaði bókaútgáfuna Leshús. 1991: Kjörinn heiðursfélagi íslenskra kvikmyndagerðarmanna „meðþökkum fyrir ómetanlegt framlag og braut- ryðjendastörf íþágu kvikmynda á Islandi “. Og um kvikmyndagerð hefur Þorgeir skrifað greinaflokkinn Kvartett um kvikmyndir. 1992, 26.júní, skar Mannréttindadómstóll Evrópu í Strassborg upp þann úrskurð að dómur Hæstaréttar Islands frá 1987 hefði verið brot gegn 10. grein Mannréttindasáttmála Evrópuráðsins. - Og síðan stendur hér reyndar: Þorgeir hefur notið hálfsárslauna úr launasjóði rithöfunda undanfarin ár. - Já. (Ævar) Og þetta er eitt af því sem hægt er að skoða og glöggva sig á á Vefsetri Þorgeirs, sem við höfum verið að biðja hann að leiða okkur um eins og Hjálmar nefndi. En það er nú farinn - við erum komin eiginlega nær sólskininu hérna úti í eiginlega dyrnar á Leshúsi, - við erum komin í efnisheiminn. Komin í eiginlega - þetta er svona eins og að lenda svolítið í álögum eða einhverjum ævintýrum. - Ganga í björg (Þorgeir). - Ha? (Ævar) Ganga í björg? Já en þú - það er hérna í þessari - það er einmitt dagsetningin á stofnun Leshúss. Það eru tíu ár síðan. - Já. - Og það eiginlega - mig langaði til þess að, að bera undir þig, Þorgeir, í framhaldi af þessu tali um Veftnn, er þessi nýi staður þinn, Vefsetrið, er það, ertu, hvað á að segja, er þetta ennþá svona rneira konungsríki einyrkjans heldur en nokkurn tímann Leshús gat verið? - Ja, , allir staðir þar sem ég kem eru að hálfu leyti flóttamannabúðir. - Jahá. - Þetta eru mínar flóttamannabúðir, sem stendur. - (Hjálmar) Attu við að þú sért að flýja raunveruleikann, flýja efnisheiminn inn í ...? - Ég er að flýja allan skrattann. Og- og hérna, já meðal annars kannski raun- Tölvumál 23

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.