Tölvumál - 01.03.1999, Side 24

Tölvumál - 01.03.1999, Side 24
veruleikann. Ég veit það ekki. - Ég er, ég kann alveg óskaplega vel við mig í þessunt nýju, andlegu hömrum, héma, vefsíðunnar, eða -setursins. Og ég hugsa að það stafi af því að ég er kominn úr álfheimum. Ég er alinn upp - sem lítið barn var ég hjá honum afa mínum, sem að var fornlegur kall, og hann var alinn upp með álfum. Og ég hef alltaf hálfpartinn litið þannig á að - að mínir ættingjar séu fyrst og fremst álfar. Já. - Þannig að þú ert eiginlega kominn á heimaslóðir (Hjálmar) þannig, á vefnum? - Ég er eiginleg flúinn heim aftur. - En talandi um einangrun, það hefur svo oft verið talað um einangrun rithöfunda, og, sem að náttúrlega kemur skýrt fram ef horft er á mann sem að situr við tölvuskjáinn daglangt. En þetta er nú í sambandi við Internetið náttúrlega beggja blands, því að annars vegar ertu mjög einangraður, kannski hittir varla fólk eða þarft varla á því að halda að hitta fólk, kemst algerlega hjá því og það getur verið afskaplega þægilegt eins og við vitum að þurfa ekki að hitta of ntikið af fólki. En hins vegar ertu í sambandi bókstaflega ekki bara við okkar litla land, heldur við allan heiminn. - Þetta er alveg rétt sem þú segir, þetta er einkennilegasta einangrun sem maður kemst í. Maður situr einn eins og áður við að skrifa, í sitt góða tæki, en hefur þó möguleikann, til þess að hafa samband, bara á staðnum þar sem þú situr, við ein- hvern af þeim rösklega eitthundrað milljón einstaklingum sem þú ert í... tengdur við. Eða hefur möguleika á að tengjasl við. Og það er - þetta er undarlegt skref að stíga úr gömlu einangruninni, þar sem maður var einn, inn í nýju einangrunina sem er að mörgu leyti miklu harðari og meiri. En samt með þessurn möguleikum að hóa í einhvern af hundrað milljónunum. - En lfka þegar maður skoðar þetta (Hjálmar) lífshlaup sem að við renndum hérna yfir áðan, þá er þá er svona svolítið eins og rauður þráður, viljinn til þess að starfa eiginlega öðrum óháður, og þú stofnar jú Leshús, eins og þú nefndir hérna áðan, nítján hundruð áttatíu og átta, til þess að sjá um útgáfur á þínum verkum og annarra raunar líka sem þú hefur til að mynda þýtt, en er þá þessi staða sem að er komin upp núna þegar þú ert búinn að - kominn með Internetið í þína þjónustu, er þetta þá eiginlega draumastaða einyrkjans, ef að svo má segja? - Já, þetta - þetta leysti mörg vandamál, svona í einu, held ég. Ég er ekkert feiminn við að segja það að, að sem einyrkja-útgefandi hef ég alls ekkert staðið ntig. Ég hef ekki staðið mig í samkeppninni, meðal annars vegna þess að ég hef ekkert viljað fara út í það að eyða tíu milljónum í auglýsingar til að græða níu. Og eins og staðan er í íslenskri bókaútgáfu í dag. Og peningar hafa aldrei verið mér aðalatriði - en maður þarf að lifa. Og þessi, það einkennilega við Netið, er það að maður skyldi halda að maður væri að fara inn í, inn í nýtt auglýsingafargan. En það er ekki rétt. Maður getur lent í því - það er allt til á vefnum. Og það er tilhneiging til að leggja vefinn undir samskonar auglýsinga- mennsku eins og, eins og heimurinn er lagður undir. En, það eru mörg skúmaskot. Og það eru ótal, það eru ótal svæði á vefnum, þar sem verið er að tala um bók- menntir, þar sem verið er að tala um listir, og þar sem verið er að, að koma slíkum hlutum á framfæri, - ekki fyrst og fremst í peningaglamri heldur með miklu menningarlegri hætti. Þetta eru voðalega litlir kimar ennþá, sem komið er, en jaeir hljóta að stækka. - En, en talandi um peninga, (Hjálmar) þá hérna, hvernig er það þá eiginlega, færðu einhverja peninga fyrir það að aðrir eru að opna vefinn þinn? Er hægt að lifa af því að vera vef-höfundur? - Nei, nei. Ég held að það sé alveg útilokað að ætla sér að reka vef með ein- hverjum aðgangseyri. Hann - fólk - vefararnir hugsa ekki þannig. Þeir eru að leita að þekkingu. Þeir eru að leita að skemmtun. Þeir eru að leita að - að ein- hverju, sem jteir fyrst og fremst vilja fá að skoða ókeypis. Og mér þykir það notalegasta formið af auglýsingamennsku að semsagt að hafa það sem að hefur gilt. handa hverjum sem að nennir að lesa það, við skulum segja, einhver, einhvern langar til að eiga Joetta á pappír líka, því að menn komast ekki ennþá með tölvurnar upp í rúm, þá, þá er, þá hef ég það til sölu. Ég 24 Tölvumál

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.