Tölvumál - 01.03.1999, Síða 25
hef hljóðbækur til sölu, sem ekki er hægt
að setja inn á, inn á vefmn, og þannig, er
vefurinn lika - hann er svolítið aug-
lýsingatæki líka. En með miklu hljóðlátara
og hlutlausara hætti en, heldur en bók-
salan og það er.
- Manni finnst, Þorgeir (Ævar), að það,
þetta sé hugsanlega óskastaða, fyrir þann
sem hefur eitthvað að segja, og kann að
koma því frá sér, að þú ert laus við
pólitískt skorðaða ritstjóra og - og svona
mis- hvað á að segja -verslunarsinnaða
útgefendur, það er bara, bara ef þú ert, ef
þú getur komið höndum yfir þetta tæki, þá
ertu þinn eigin herra, í útgáfunni! En -
frelsið, svona til framtíðar litið, þú skri...
hérna ég sé hér í - að ég held það sé úr
nýju bókinni, eiginlega alveg orðinn
ruglaður í þessu....
- Já,jájá.
- Nýju bókinni, þar sem þú ert að tala
um... um áhrif vefsins, þessa miðils, og
segir eitthvað á þá leið að það hafi verið
fróðlegt að fylgjast með innreið frelsisins í
stjórnmálaumræðuna. Þið kveinkið ykkur,
sem vonlegt e>; undan því að standa allt í
einu berskjölduð áflatlendi stjómmál-
anna. Þið virðist óttast það að óheiðarleg
vinnubrögð á Netinu muni uppskera
mikla pólitíska sigra og safna atkvœðum í
sekkjavís. Þannig varþetta í gamla
kerfinu. Er þetta bréf til - hvað borgar-
stjóra eða hvað?
- Þetta er bréf til þeirrar sem að seinna
varð borgarstjóri, já. Og hérna, það er nú
reyndar ennþá merkilegra að skoða þetta
dæmi sem að ég er að fjalla um þarna,
þetta er náttúrlega Hrannars-dæmið. Það
er ... voru skítleg vinnubrögð. Og ég efast
ekki um það að tvö-þrjú prósent af yfir-
burðum R-listans er bein afleiðing af
þessu. Af því fólki fellur þetta ekki í geð,
þessi aðferð, þessi persónulega
uppljóstrun. En, vondur hlutur getur leitt
af sér góðan hlut. Takið eftir því hvað
gerist eftir kosningarnar. I fyrsta sinn í
íslenskum stjórnmálum, þá víkur stjórn-
málamaður sjálfviljugur sæti. Þetta eru
alger vatnaskil í íslenskum stjórnmálum.
Bein aUeiðing af illri gerð er eitthvað það
bjartasta sem hefur gerst í pólitík lengi.
- Þannig að þú, Þorgeir, telur (Hjálmar)
ekki ástæðu til þess að, að vera mjög
óttasleginn yfir því að Internetið, sem er
svona galopið, að það sé þá um leið
grundvöllur fyrir allskyns skrílmennsku
og níð og slíka hluti, og þessvegna beri
eiginlega að ritskoða....
- Ekki meira - ekki meira heldur en bara
lífið sjálft. Eg meina, þú kemur ekki og
lokar lífinu af því að einhver er að ljúga
einhverju upp á annan.
- En nú hefur, nú hefur til dæmis
erlendis, (Hjálmar) og eitthvað hefur það
nú aðeins borið á góma hér, að... ákveðnar
tilhneigingar til þess að setja einhverjar
skorður á Internetið, menn - það eru svo
sem alltaf nefnd sömu dæmin, klám, og
ekki bara klám þá heldur barnaklám, og
persónuníð og aðrir slíkir hlutir...
- Já. Menn eru alltaf að reyna að vernda
börnin. Eg veit það ekki. Þau verða nú
fullorðin með tímanum. Aha, en hérna....
- (Ævar springur)
- Aha, en ég, nei netið verður ekki
hamið. Það er ógjörningur. Við skulum
bara taka dæmi. Við skulum segja að ein-
hverjum líkaði ekki það sem ég er að
skrifa núna á netinu, og og hérna kæmi
með saksóknara og segði: þetta gengur
ekki, við kærum þig. Eg segi: elskurnar
mínar við tökum þetta bara út. Við tökum
þetta bara út, ef að, ef að íslensk lög leyfa
þetta ekki þá tökum við það bara út. Ég
hef svæði hérna í Sviss eða Kanada eða
hvar sem er, það er fullt af svæðum, sem
að vista það sem ekki fæst birt. Þetta eru
mannréttindasamtök, „url“. Og þar er
þetta sett inn. Svo set ég tengil, ja, það
tekur fimm sekúndum lengri tíma að ná
þessu heldur en, heldur en áður, en það er
ekki hægt að lögsækja mann fyrir það því
að íslensk lög ná ekki yfir það. Þetta gerir
það að verkum, í málfrelsismálum, að það
liggur við að maður þurfi ekki að hafa
áhyggjur af þeim lengur. Vegna þess að -
að reglur um mál..., þar sem að höft á
málfrelsi eru víðust í heiminum, það
verður mælikvarði fyrir allan heiminn.
Fyrir allan heiminn eins og hann leggur
sig.
- En þetta þýðir þá líka öðrum þræði
(Hjálmar), að tæknilegar framfarir, þær
hafa einhvern veginn, ja brotið niður
múra og unnið gegn - kannski þeirri
tilhneigingu, ja valdaaflanna í þjóðfélag-
inu, til þess að halda einhverju ákveðnu
ástandi og jafnvel banna einhverja
Tölvumál
25