Tölvumál - 01.03.1999, Qupperneq 26
umræðu, og þarna eru það bókstaflega
tæknilegar framfarir, sem að gera þetta
eiginlega, eiginlega ómögulegt!
- Já. Það má segja það. Það eru tækni-
legar framfarir sem að koma því á sem að
Sameinuðu þjóðirnar hafa ekki getað
komið á. Fyrst og fremst af því þær hafa
engan dómstól. Að þetta bara gerist, í
tækninni, að semsagt reglur þess lands
sem að hafa víðastar og frjálslyndastar
reglur, þær verða heimsreglurnar. Af því
að það verður að lögsækja menn í því
landi þar sem að ummælin eru vistuð. Nú
síðan getur viðkomandi ríki tekið
höfundinn og hálshöggið hann og búið til
úr honum sunnudagsmat eða hvað sem
þeir vilja, en þetta stendur þarna áfram.
Og ég var einmitt að skrifa upp þessa
hugsun sem að þú last þarna áðan, á
Netinu, af því að það er nú eitt við það er
nú alltaf hægt að endurnýja, ....
- Já.
- Að segja skoðanir sínar á Netinu, það
er stórfenglegt, af því, að það tekur þær
enginn og skeinir sig á þeim. Eins og
gerist alltaf við skoðanir sem að maður
skrifar í blöð.
- Þær standa þarna, eða sitja, rólegar, og
bíða, í hundrað ár ef þú vilt, þangað til að
einhver kemur og sækir þær. skoðanir,
nefnilega, ég held að það séu góðar
skoðanir, sem að einhver er sendur til að
sækja, eða sækir sjálfur.
- Nú er það, Þorgeir, hefur verið bent á
það upp á síðkastið (Ævar), að, að
umræðan á íslandi sé, hún sé þannig að
allskyns fyrirbæri í peningastofnunum og
víðar, það þurfi alþingismenn til þess að
vekja athygli á því í fyrirspurnartímum,
það er að segja, fjölmiðlarnir, þessir
hefðbundnu, standi sig alls ekki, í
stykkinu, að grafa ýmislegt upp og
koma með gagnrýni. Samspil þessara
hefðbundnu fjölmiðla og Netsins, í
framtíðinni?
-Það er spennandi spurning, sem að ég
hef nú ekki hugsað mikið um. En, en ég
segi: Vert þú bara ekki að gera miklar
kröfur til blaðamannastéttar, sem er vaxin
upp við þau skilyrði sem að íslensk blaða-
mannastétt er vaxin upp við. Hundrað og
fimmtíu fyrstu árin sem að blaðamennska
var stunduð hér, var í gildi það sem að -
klásúla, sem var sett átján hundruð
fjörutíu og átta, og varð seinna hundrað-
asta og áttunda greinin, og var ekki felld
úr lögum fyrr en eftir níutíu, 1994. Þar er
bannað að segja sannleikann urn opinbera
starfsmenn. Það er að segja - fyrsta skylda
blaðamannsins er sakarefni! Ég meina
hvað er... - hver hefur leyfi til að kalla sig
blaðamann sem að lýtur höfði fyrir því að
það megi ekki segja sannleikann? Og
sérstaklega að það megi ekki segja
sannleikann um opinberar fígúrur?
- En hjálpin er - þessi nýi miðill (Ævar),
heldur þú að hann hjálpi okkur gömlu
fjölmiðlamönnunum; gammeldags?
- Eg þori ekki að segja um það - hann
ögrar ykkur allavega. Þessi slagur minn
núna í kringum kosningarétlinn, hann
endaði með því að ég sendi á Netinu,
öllum miðlum, útvörpum og sjónvörpum,
auglýsingu, sem að, ykkur að segja, var
bara venjulegur lýðræðissinni að tala. Og
lýðræðissinni niðri á fletlendinu. Ennþá
hefur enginn fjölmiðill þorað að birta
þetta.
- En hérna hafði kö....
- Þannig að ástandið er raunverulega
eins og það var í Sovétríkjunum, eða hjá
Lúðvíki XVI við hirðina, venjulegur
lýðræðissinni, hann er, hann er hættulegur
sprengjukastsmaður sem að enginn má
taka eftir! Þetta er bara sönnunin á því að
hér ríkir þessi, þessi fasismi. Sem að ég
hef oft verið að tala um.
- Svo segir maður bara - svo segir
maður bara amen... (Ævar) Nei, nei, ég
veit ekki hva... ég held við bara... segjum
nú amen hér, í þessu. - Eitt sem mig
langaði til þess að koma inn á, og sem ég
veit að það er ekki bara spurning um
Vefinn, þá nýju aðferð, en þú sagðir áðan
Þorgeir, að þú hugsanlega fengir viðbrögð,
jafnvel við, jafnvel við þínum texta?
- Það var ég að vona. Það var ég að
vona að það væri hægt að þróa, í
vefútgáfu, sérstaklega ef hún er svona
víðtæk eins og ég er að fara útí hana, að
það væri hægt að þróa einhver tvíhliða
skipti. Að maður væri ekkert að bíða eftir
því að einhver, einhver krítikera-vitleys-
ingur skrifaði eitthvert bull, heldur gæti
fengið sendingar, skemmtilegar, jákvæðar,
neikvæðar, gagnlegar, ógagnlegar, frá
þeim sem eru að lesa.
Framhald á bls. 28
26
Tölvumál