Tölvumál - 01.03.1999, Síða 27

Tölvumál - 01.03.1999, Síða 27
íslensk útgáfa af Windows 98 Arnaldur F. Axfjörð Þann 20. janúar 1999 gerðu Ríkisstjórn íslands og Microsoft Corporation samning um þýðingu á Windows 98 á íslensku. Með þessurn samningi hefur Menntamálaráðuneytið stigið stórt ski'ef í átt að markmiðum sem sett voru fram árið 1996 urn að notenda- skil Windows verði á íslensku. Samkvæmt samninginum mun Microsoft þýða Windows 98 og Internet Explorer og gefa íslenska útgáfu út innan níu mánaða. Jafnframt munu Mennta- málaráðuneytið og Microsoft hefja þegar umræður um þýðingu á Office 2000 hug- búnaðinum og á því stýrikerfi sem leysa mun Windows 98 af hólmi. Með samninginum er lagður grund- völlur að samstarfi íslenskra stjórnvalda og Microsoft Corporation til að styrkja stöðu íslenskrar tungu í íslenska upp- lýsingasamfélaginu. Meðal þeirra mark- rniða sem þar koma fram er aukin notkun upplýsingatækni í íslenska menntakerfinu og stuðningur við þróun íslensks kennsluhugbúnaðar. Til að ná þessurn markmiðum verður komið á fót sameigin- legum þróunarsjóði auk þess sem að íslenskum skólum munu bjóðast samningar um lækkað verð á Microsoft hugbúnaði. Microsoft mun greiða kostnað við þýðingu Windows 98 á íslensku, en ríkisstjórn Islands mun á móti stuðla að verndun höfundarréttar með því að gera ráðstafanir til að draga úr ólöglegri notkun hugbúnaðar á Islandi. Markmiðið er að hugbúnaðarþjófnaður verði ekki algengari hérlendis en gerist í nágrannalöndum okkar. Hefur ríkisstjórn íslands falið RUT- nefndinni, Ráðgjafarnefnd forsætis- ráðuneytisins um upplýsinga- og tölvumál, að hafa umsjón með sérstöku átaki gegn hugbúnaðarþjófnaði. Að auki skuldbinda íslensk stjórnvöld sig til að útrýma ólögmætum hugbúnaði úr ríkis- fyrirtækjum fyrirárslok 1999. íslensk útgáfa af Windows 98 kernur á rnarkað síðla árs 1999. Þá mun almenningi og skólabörnum loks gefast kostur á að nota íslenskt Windows tölvuumhverfi. Verðu það tvímælalaust til þess að styrkja íslenska tungu í harðri samkeppni við erlendar slettur, auk þess sem það ætti að auðvelda skólabörnum að læra notkun tölvukerfa þegar notendaviðmót er á íslensku. Hins vegar verðurn við að sætta okkur við að íslenskar útgáfur Microsoft hug- búnaðar verði örlítið seinni á markaðinn en þær ensku, eins og reynslan sýnir varðandi aðrar slíkar útgáfur í Evrópu. Og þó Windows og Office hugbúnaður frá Microsoft verði fáanlegur í íslenskri þýðingu, og vonandi annar hugbúnaður líka, þá verður alltaf í notkun fjöldi hug- búnaðar sem ekki er þýddur á íslenskur. Það er óraunhæft að halda að mögulegt sé að þýða allan hugbúnað í íslenskum markaði, þó mikilvægt sé að hvetja til þess. Vonandi verður þessu mikilvæga fram- taki stjórnavalda fylgt eftir með áherslu á aðra þætti sem efla íslenska tungu í nútíma upplýsingasamfélagi. Það er til lítils að hafa íslenska valseðla og leiðbeiningar ef ritun og önnur notkun á íslensku máli er ekki studd í tæknilegri útfærslu og með öflugum stoðtækjum. Það tná líkja því við útvarpstæki með íslensk- um merkingum og leiðbeiningum sem nær eingöngu erlendum útvarpsstöðvum. Fyrst og fremst verður að tryggja stuðn- ing við alla sér íslenska stafi í öllurn stöðluðum stafatöflum fyrir upplýsinga- og samskiptakerfi. Það rná ekki verða annað stórslys í líkingu við það þegar íslenskir stafir voru ekki hafðir nteð í stafatöflum fyrir alþjóðlegt fjarskiptakerfi. Því er mikilvægt að stjórnvöld styðji kröftuglega þáttöku íslendinga í staðlaráðum og nefndum á alþjóðavett- vangi þar sem ákvarðanir eru teknar um stafatöflur. Þrátt fyrir að fáanlegar séu tölvutækar orðabækur sem hæfg er að nota í ritvinnslu, töflureiknum, umbrotsfoiTÍtum og öðrunt gluggaforritum er enn langt í það að í boði séu sambærileg stoðtæki við Tölvumál 27

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.