Vísir - 22.11.1962, Síða 4
4
V í S í R . Fímmtudagur 22. nóvember 1962.
,Hér vii ég heidur
vera á veturna
í þessari verksmiðju I Júgóslavíu er framleiddur plasteinangraður raf-
magsnvírar, sem seldur er hér á landi og þykir mjóg góður.
Viðskipti íslendinga og
Júgóslava eru hverfandi
lítil, enda engir viðskipta
samningar til milli þjóð-
anna, en hér er búsettur
ungur, júgóslavneskur
kaupsýslumaður, sem hef
ir hug á að vinna að aukn
ingu þeirra.
Vísir átti fyrir nokkru viðtal
við Júgóslava þenna — Milutin
Kojic — og spurði hann margs
um land og þjóð, hvað íslending-
ar gætu helzt selt Júgóslövum
og öfugt, og fer viðtalið hér á
eftir í aðalatriðum.
„Er langt síðan þér hófuð til-
raunir til að koma íslenzkum af-
urðum á framfæri í landi yðar og
athuga jafnframt, hvað hægt
væri að selja íslendingum af
júgóslavneskri framleiðslu?"
spyr tíðindamaður.
„Ég hefi verið hér viðloða und-
anfarin fimm ár,“ segir Kojic,
„og á því tímabili hefi ég athug-
að þetta nokkuð. En erfiðleikar
hafa verið ýmsir, meðal annars
þeir, að engir viðskiptasamningar
hafa verið gerðir milli landa
okkar, svo að þetta hangir allt i
lausu lofti, ef svo má segja, eða
það tekur að minnsta kosti
miklu meiri tíma og fyrirhöfn
en eila að koma viðskiptum á,
viðhalda þeim og auka þau með
tfmanum."
„En þér eruð bjartsýnn á, að
hvor þjóðin um sig framleiði
ýmsan varning, sem hin getur
keypt?"
„Já, ég er ekki í neinum vafa
um það, að góður grundvöllur er
fyrir viðskiptin að því leyti. Þær
athuganir, sem ég hefi .gert,
benda ótvírætt í þá átt, og ég
mundi naumast vera að þessum
tilraunum, ef ég hefði ekki trú
á þeim.“
Þorskalýsið
þykir gott.
„Við skulum þá snúa okkur
að því, sem hvor þjóð hefir upp
á að bjóða. Hvað er helzt hægt
að selja á hvora hlið?“
„Við höfum keypt þorskalýsi
að staðaldri pú um nókkurt
skeið, og það þykir ágæt vara.
Ég tel einnig, að unnt ætti að
vera að seljd svo að segja allar
*
Rabbad við
júgóslavneskan
kaupsýslumann
um viðskipti
Júgóslava og
íslendinga
tegundir sjávarafurða, til dæmis
bæði saltfisk og harðfisk. Við
höfum okkar föstudaga, eins og
ýmsar grannþjóðir okkar, svo
sem ftalir og Grikkir, og þá
leggja menn sér fyrst og fremst
fisk til munns. Hraðfrystur fiskur
íslenzkur mun ekki þekkjast hjá
Miiutin Kojic.
okkur, en ekki ætti að vera úti-
lokað, að hann geti rutt sér eitt-
hvað til rúms með tíð og tíma."
Frakkar kaupa
Júgóslavíuvín.
„Og hvað getið þið látið
móti?“
„Mér verður nú fyrst fyrjr að
nefna ýmis vín, sém mikið er
framleitt af í landi rnínu, enda
drukkið í stað vatns. Júgóslavar
geta boðið ágæt vín og einnig
brennda drykki, sem þekktir eru
vfða um lönd. Við framleiðum
raunar allar tegundir af vínum,
rauð og hvít og þar fram eftir
götunum, og þarna suður í sól-
inni verða vínberin stór og góm-
sæt, svo að vfn úr þeim verða
mjög ljúffeng."
„Eru þau sambærileg við vín
annarra þjóða, sem eru nær
okkur og þekktari hér, eins og
rauðvfn frá Frakklandi og hvít-
vín frá Þýzkalandi?"
„Ég skal segja yður dálitla
sögu, sem er sönn, þótt þér eigið
kannske dálítið erfitt með að
trúa henni. Júgóslavnesk þrúgu-
vín eru eftirsótt um allan heim,
og meðal annars í Frakklandi,
því mikla vínyrkjulandi. Frakkar
kaupa nefnilega júgóslavnesk
þrúguvín í stórum ámum, setja á
flöskur heima hjá sér, merkja
sér og selja sem frönsk vín víða
um lönd. Það getur með öðrum
orðum komið fyrir, að menn séu
að drekka Rizica frá Júgóslavfu,
þegar þeir halda, að þeir sé að
bergja á frönsku rauðvíni.“
Verða á
boðstólum hér.
„Það er bezt að hafa þetta í
huga, þegar maður fær sér næst
rauðvín með matnum að Hótel
Borg eða Sögu ....... athuga,
hvort keimurinn er eitthvað öðru
vísi en bragðlaukarnir hafa gert
ráð fyrir ....“
„Nei, þér skuluð bara bíða dá-
lítið, því að ég hefi einmitt verið
að ræða við Jón Kjartansson, for
stjóra Áfengis- og tóbaksverzlun-
ar ríkisins, undanfarið um að
á fyrirtæki hans flytji inn eitthvað
af júgóslavneskum vínum, að
minnsta kosti til reynslu, svo
að mönnum hér gefist kostur á
að prófa bragðið. Karmske þau
verði á vfnskrám veitingahús-
anna hér innan tíðar, svo að al-
menningur geti gengið úr skugga
um, að það er ekkert skrum,
þegar Júgóslavar bera lof á þessa
framleiðslu sína.“
Kojic tekur upp úr tösku sinni
litlar sýnishornaflöskur og eru
þar ýmsar vínteg. sem hér eru lítt
þekktar, t. d. hvftvín, sem heita
Smederevka og Zilavka, plómu-
brennivfn, sem heitir Slivovica
(og um það mætti segja mikla
sögu, sem verður að bfða betri
tíma, júgóslavneskur sénever,
sem heitir Klekovaca, svo er
líka vermouth og þar fram eftir
götunum. Sumt af þessum teg-
undum eða jafnvel allar munu
sjást á hillum áfengisútsalann
á næstunni.
Rafmagnsvír,
sem reynist vel.
„En hvað hafið þér getað seli
hingað að undanförnu?“
Framhald á bls. 13.
Víða með ströndum fram f Júgóslavíu er víða mjög fagurt. Hér sésthluti af borginni kortsúla á samnefndri eyju.
en í Serbíusólinni minni á sumrín
//
•tor -.4aEW*mi