Vísir - 22.11.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 22.11.1962, Blaðsíða 7
V í S I R . Fimmtudagur 22. nóvember 1962. Loftleiðir hafa um all- íangt skeið haft finnska flugfreyju í þjónustu sinni og bættusv tvær við á miðju sumri. Hefur félag- ið nú alltaf finnska flug- freyju með í ferðum til Helsinki. Við hittum að máli eina þeirra, Susan Schumacher. Hún er tvi- tug að aldri, lítil og lagleg, létt í hreyfingum, fjörleg í tali, sér- lega hreinskilin, svo að hún þorir að segja kost og löst á okkuí íslendingum. Við erum orðnir svo vanir einhliða hrósi frá öllum út- lendingum, að ef við tryðum því öliu, hlytum við að álíta okkur beina afkomendur Gabríels erki- engils. Firtnsk- dansk- sænsk. — Ekki er Schumacher nafnið finnskt? — Nei. Faðir minn er danskur að ætt. Móðir mín er hins vegar finnsk, frá sænska hlutanum í Finnlandi. — Lærðirðu finnsku sem móð- urmál? — Ég lærði sænsku fyrst, en að sjálþsögðu lærði ég líka finnsku. — Fleiri tungumái? — Enska, franska og dálítið í þýzku. — Hvað gerir þú þegar þú ert á Islandi? — Aðallega sef og hvíli mig. Vib stoppum yfirleitt ekki lengi hér. Ég fer lítið út, því að ég er óvön þessu fyrirkomulagi að stúlkur fari út saman. — Tíðkast það ekki í Finn- landi? — Það myndi vera talið mjög einkennilegt. Maður fær ekki að fara inn á hliðstæða skemmti- staði og hér eru, nema vera í fylgd með karlmanni. Auk þess er ég alin upp við að þetta sé óviðeigandi. Svo er ekkert gam- an að klæða sig upp, ef maður þeir mega ekki vera að því að hugsa um stúlkuna, sem þeir eru með. , — Vita þá ekki stúlkurnar svolítið af sér, ef þær eru fal- legar? — Það er af því að karlmenn spilla þeim með dekri. — Finnst þér gaman að búa til mat? — Ekki sérlega. — Hvernig líkar þér fslenzkur matur? — Yfirleitt ekki vel. Það er að honum eitthvert bragð, sem ég ekki hef getað vanizt. Svo er hann ekki sérlega fjölbreyttur. Það er allt búið til úr Iamba- kjöti og fiski. — Hefur þú eitthvert uppá- haldsumræðuefni? Það verður fleira að gera en gott þykir, og þó ekki sé gaman að búa tdl mat, þarf eitlhvað að borða. er ekki að gera hvern serstal.an. það fyrir ein- — Ég veit það varla. Það er svo margt, sem er gaman að tala um. Sennilega er það klassisk tónlist, hvort sem þú trúir því eða ekki. — Hvað gerðir þú áður en þú komst til Loftleiða? — Ég var hlaðfreyja fyrir Framhald á bls. 5 Ein með tíu karlmönnum. — Hefurðu áhuga á karl- mönnum? — Mér þykir miklu skemmti- legra að umgangast karlmenn. Ég vildi miklu heldur vera ein með tíu karlmönnum, en vera með tíu stúlkum. — Hvernig eiga karlmenn að vera? — Þeir þurfa að vera vel gefn- ir, skemmtilegir og ekki of lag- legir. Ef þeir eru mjög laglegir, vita þeir alltaf af sér. Þeir hugsa þá svo mikið um sjálfa sig, að Framkvæmdarlánið í samræmi við viðreisnarstefn- una — misskilningur Eysteins — aluminiumverk- smiðja — togstreita landshlutanna. skal því sem Susan Schumaeher segir, hljóta karlmenn vera að spilla henni með dekri. Ekki gat Eysteinn Jónsson set ið á sér í gær, þegar fram- kvæmdarlánið var tekið til um- ræðu f neðri deild, með að drepa á þýðingarmikil atriði úr við- reisnarstefnu ríkisstjórnarinnar og það á svo breiðum grund- velli, og með slíkum rökum að ríkt. tilefni var til að langar umræður sköpuðust um málið. Var þó Eysteinn búinn að Iýsa því yfir að hann vildi ekki fyrir nokkurn mun tefja gang máls- ins. Gunnar Thoroddsen fjármála- ráðherra fylgdi í fyrstu frum- varpinu úr hlaði með þeim upp- lýsingum helztum sem fram komu í grein hans hér í Vísi í gær. Eysteinn talaði næstur og kvað Framsóknarflokkinn styðja lántökuna því það hefði ætíð verið stefna hans að afla erlends fjármagns til framkvæmda í landinu. Hins vegar hélt hann því fram að með lántökunni væri rfkisstjórnin að aðhafast þvert ofan í upphaflega stefnu. Stefn- an eða viðreisnin sagði hann, miðaðist að þvf að draga úr greiðsluhallanum við útlönd, til þess hefði þurft að lækka skuld ir og koma á þeirri kjaraskerð- ingu, sem nú er, hélt Eysteinn áfram. Lúðvík Jósefsson tók f sama streng, en fordæmdi auk þess, að ekki skyldi koma fram og Alþingi hefði ekki hönd i bagga með, hvernig láninu skyldi varið. Gunnar Thoroddsen leið rétti þann misskilning sem fram kom í ræðum stjórnarandstæð inga og lýst hefur verið að meg- inefni hér. Ráðherrann kvað það rétt vera að ríkisstjórnin hefði stefnt að hagstæðari greiðslu- jöfnuði við útlönd og einnig því að létta greiðslubyrði sem á þjóðinni hvíldi. Þetta hvort- tveggja hefur tekizt, greiðslujöfn uðurinn á síðasta ári var hag- stæður í fyrsta skipti um langan tíma og vænta mætti þess að greiðslubyrðin yrði mun lægri á næstu árum. Það hefur aldrei verið stefna ríkisstjórnarinnar að hætta við erlendar Iántökur, þvert á móti væri henni ofur ljóst þýðing þess, enda hefur lán það sem nú hefur verið tekið (fram-) kvæmdalánið), engin áhrif á stefnu stjórnarinnar í ofannefnd um atriðum. Greiðslubyrðin sem verið hefur stafar ekki af er lendum lántökum heldur of há- um og tíðum afborgunum, og vegna þess að lánin hafa verið til of stutts tíma. 240 milljón króna framkvæmdarlánið, væri afborgunarlaust fyrstu fimm ár- in og væri til 26 ára. Það brýtur því á engan hátt í bága við við- reisnarstefnu ríkisstjórnarinnar. Fleiri merkileg mál voru á dagskrá í þinginu, sameinuöu þingi. Var þar ræddur undir- búningur að aluminium verk- smiðju á íslandi, og efnahags- bandalagið. Er nánar skýrt frá þeim málum annars staðar i blaðinu og þvi aðeins lítillega vikið að þessu tvennu hér. Karl Kristjánsson gerði fyrir spurn um virkjun Jökulsár á Fjöllum ásafnt Jónasi Rafnar. Af eðlilegum ástæðum er Karli kappsmál, að virkjun þessi verði sem fyrst reist þar eystra, og þá um leið að komið verði á fót einhvers konar atvinnu- rekstri í sambandi við virkjun- ina. Kapp er þó bezt með forsjá, og ljóst er, að ekkert vit er í að ráðast í virkjun í Jökulsá ' án þess að kanna hvort heppi- legra sé, að einhver önnur á verði virkt. Framkvæmd sem þessi kostar milljónir og aftur milljónir króna, og þegar tekið er tillit til þeirrar óumflýjanlegu staðreyndar, að þörfin fyrir raf- magn á Norðurlandi eystra er ekki það mikil, að rétt sé að reisa virkjun þar án þess að annað komi til, þá er eðlilegt að farið sé að öllu með gát. Það kom hins vegar vel í ljós i skýrslu raforkumálaráðherra, að unnið hefu verið að þessum mál uni að festu og það, að fullnað- aráætlun liggi fyrir er vottur þess, að undirbúningur er í full- um gangi. Auk ræðui þeirrar sem Ólafur Thors hélt um Efnahagsbanda- lagið, talaði Gylfi Þ. Gíslason og svaraði nokkrum éfnislegum spurningum Lúðvíks Jósefsson ar. Þær fjölluðu einkum um marlcaði íslands og sölumögu- Ieika sjávarafurða innan banda- lagsins og utan þess. Færði ráð- herrann rök, sem of langt mál er að rekja hér að sinni, fyrir því, að Islandi væri betur borgio hvað þetta snertir innan banda- lagsins heldur en utan þess. Engin þingskjöl lágu frammi i gær utan nefndarálit uin framkvæmdarlánið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.