Vísir - 22.11.1962, Síða 9

Vísir - 22.11.1962, Síða 9
V í SIR . Fimmtudagur 22. nóvember 1962, 9 Ljóðasafn Sigurðar Breiðf jörð ísafoldarprentsmiðja hefur nú gefið út 3. bindi í Ljóðasafni Sig- urðar Breiðfjörðs. Hefur ísa- foldarprentsmiðja þar með lokið við heildarútgáfu á ljóðum Sig- úrðar og á þökk skilið fyrir að hafa ráðizt í það verk. Auk þess er ísafoldarprentsmiðja einnig að gefa út rímnasafn Sigurðar og er þegar komið út fyrsta bindið um Tristram og Isoldu en annað bindið, Númarímur, er nú vænt- anlegt innan skamms. Það er Sveinbjörn Sigurjóns- son skólastjóri, sem annast út- gáfuna á Ljóðmælum Sigurðar Breiðfjörðs, og hefur hann safn- að í útgáfuna öllum þeim ljóðum, sem hann telur vera eftir Sigurð ásamt ýtarlegum skýringum. í formála, kemst Sveinbjörn meðal annars svo að orði: „í útgáfu þessa hefur verið safnað ljóðum Sigurðar, öðrum en rfmum, smáum og stórum, en útgáfa þeirra er nú hafin. I at- hugasemdum og skýringum aft- ast f þessu bindi verður getið handrita þeirra, sem prentað er eftir. Þar eru og prentaðar ýms- ar vísur og brot, sem sýna frá- brugðnar gerðir kvæða, sem standa í Ljóðasafninu. Sögð eru fáorð skil þorra þeirra manna, er Sigurður orti ljóðabréf til eða koma á annan hátt við sögu f kvæðum og vísum hans. Haldið er til haga ýmsum athugasemd- um, sem kvæðum Jylgja. Bókin er 225 bls. að stærð, smekkleg að ytra frágangi. Hér sjást þeir menn, sem lagt hafa saman í bókina „Syndin er lævís og Iipur“. Til hægri er syndarinn og með honum er skriftafaðirinn. Myndin mun vera tekin í Hafnarstræti, nánar til tekið við „Kjallarann“ fræga, en eitthvað mun hann kom'' við sögu í þessari minningabói:. Einstæð bók eftir örlyn verður andartak staldrað við og drúpt höfði yfir moldum hinna horfnu, með-- tveim, þrem eftir- mælum, til að „linna okkur á hið mjóa bilið milli hláturs og gráts og sorgar og gleði í þessari jarð- vist. Rímað verður og raulað á milli með heimabökuðum brag- arháttum i delludúr, menn eru hvort sem er öllu vanir og löngu hættir að iáta sér bregða, þótt hágöfugri ljóðdísinni sé nauðgað í dag. Þá verður feykt upp nokkrum sendibréfum, en bréfbókmenntir skammdegi." Bókin er 192 blaðsíður, prentuð í Prentsmiðjunni Eddu, en myndamót gerði Prentmót h.f. Er bókin öll einstaklega vönduð að frágangi og mjög fögur að allri ytri gerð. Útgefandi er Geðbót. Dagleið Örlygur Sigurðsson listmálari hefur nú haslað sér völl á nýju sviði sem listamaður. Hann sendi í gær frá sér bók, er hann nefnir Prófflar og pamfílar, lýsingar með penna og pensli. Þetta er fá- gætlega skemmtileg bók bæði að innihaldi og efni. í henni eru um 160 myndir eftir höfundinn og oftast nær ^ögð saga myndanna eða mannanna, sem myndirnar eru af. í formála fyrir bókinni segir höfundur: „Aldrei lét ég mig dreyma um að eiga eftir að sitja jafn virðu- legan reiðskjóta og ótamda penna bikkju hins skráða og skrifaða orðs. Ég, sem gat vart talizt stautfær fyrr en löngu eftir seinna stríð, hvað þá læs á sí- gildar bókmenntir, og er þó al- inn upp í stúdentafabrikku. Baksvipurmannsins ^Syndari segir frá Guðmundur L. Friðfinnsson hefur sent frá sér nýja bók, smásagnasafn er nefnist Bak- svipur mannsins. í þessari nýju bók Guðmundar eru 10 smásög- ur: í þokunni, Baksvipur manns- ins, Á biðstofunni, Lykkjuföll, Jarðarför eftir pöntun, Sambýli, Húsið, Myndin, Yðar einlægur, Saumspretta. Guðmundur L. Friðfinnsson hefur verið afkastamikill rithöf- undur á síðustu árum, því þetta er sjöunda bókin, sem hann sendir frá sér á 12 árum, fyrsta bók hans kom út 1950 og hét Bjössi á Tréstöðum. Mest orð hefur hann getið sér fyrir bæk- Guðmundur L. Friðfinnsson Það verður víða komið við og helzt þar, sem glaumur og gleði ríkir, eins og í afmælisveizlum, brúðkaups og samdrykkju gam- alla skóiaféiaga og heilsað verð- ur upp á gömul „módel“. Þá virðast nú mjög í tízku meðal út- gefenda. Myndir þær, sem brugð- ið er upp með pensli og blýanti, eru að mestu leyti valdar með tilliti til skringilegheita og skop- gildis þeirra, nema mannamynd- irnar til að gleðja geð guma um stundarsakir í löngu og Iamandi /T f ® «• |! a tjoiium Bókaútgáfan Helgafell hefur sent frá sér nýja útgáfu á greinasafninu Dagleið á Fjöllum eftir Halldór Kiljan Laxness. Þetta er stór bók, 288 bls. með 35 greinum um hin margvlsleg- ustu efni, eru hér saman komnar margar af hnittilegustu og beitt- ustu ádeilugrcinum Laxness, auk greinar um fagrar listir, menn- ingarmál og persónulega reynslu höfundar af ýmsum hlutum. Dagleið á fjöllum' kom fyrst út 1937, en var endurprentuð 1938, svo að hér er í rauninni um 3. útgáfu að ræða. Bókin er prentuð í Víkingsprenti. Örlygur Sigurðsson skynjan gripið. Það eru þræðir í Iffsvef manns frá þroska til þrota. Þannig mun það gjarnan flest- um reynast á langri lífsleið, að andstaðan verði á vegi, er glepur göngu að marki. Hitt er svo annað, hvort við eigum vilja eða geð til að bregða fyrir annarra sjónir viðburðum okkar eigin lífs og skoðunarmyndum, en það geri ég að nokkru og læt skeika, hvernig á fer með lesarans skoð- anir og reynslu. Bókina prýða allmargar mynd- ir. Meðal bóka þeirra, sem út eru komnar á þessu hausti er „Synd- in er lævís og lipur“, sem er stríðsminningar Jóns Kristófers. Þeir er.u svo margir, sem kannast við Jón Kristófer bæði í sjón og af raun, að vart ætti að vera þörf á að kynna hann ýkja mikið. Hann hefir lent í ýmsum ævintýrum, verið -sannar- lega í slarki bæði á sjó og landi, og kann frá ýmsu að segja. Halda sumir því fram, að hann sé með- al þeirra íslendinga, sem frá einna flestu misjöfnu kann að segja af eigi lengri ævi, því að Jón er víst ekki orðinn fimmtug- ur enn. Jónas Árnason hefir tekið sér fyrir hendur að skrifa endur- minningar Jóns Kristófers, en út- gefandi er Ægisútgáfan. Að kvöldi nefnast æviminning- ar Þorbjörns Björnssonar frá Geitaskarði, sem hann hefur ný- lega lokið við að skrifa og ísa- foldarprentsmiðja h.f. gefur út. Skiptist bókin í 26 kafla, en bókin er 176 bls. að stærð. í formála segir höfundur: „Ekki skal því neita, að efnilegt innihald þessarar bókar er ýmis- legt og með ólíkindum, líkt og veðrið frá degi til dags. Til furðu þarf það ekki að teljast, þótt maður, sem gengið hefur langa götu og krókótta og horft til beggja hliða, hafi ýmissa þeirra hluta var orðið, sem verf væri á að minnast og um að spjalla. Þótt ekki virðist samhengi milli hinna ýmsu þátta — í fljótu bragði séð — þá er þó að því stefnt að gera grein fyrir skilningi og skoðun á ýmsu því, er fyrir augu hefur borið og urnar Hinumegin við heiminn (1958) og Saga bóndans í Hrauni (1961). Bókin Baksvipur mannsins er 168 bls. að stærð, útgefandi er ísafoldarprentsmiðja h.f. Að kvöldi

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.