Vísir - 22.11.1962, Page 13
. * a'dl . Ffimntuaagur zz. novemDer iab'2.
13
wmm:
msmm
HliX JULEIÐIR og LANDAFUNDIR. —
Bók þessi fjallar um landafundi fyrri alda. ’,|
En Vilhjálmur lætur fylgja skýringar og >
athugasemdir frá sjálfum sér á ferðal. ’
á skemmtilegan hátt.
■— Hann ferðast með
jokkur á 4. öld f. Kr. til
íslands, með Kínverjum
til N.-Ameríku árið 500,
'með Leifi hepþna til
Vínlands hins góða o.s.
frv. Þetta er bók hinna
vandlátu, bók eins víð-
frægasta íslendings á
þessari öld Vilhjálms
Stefánssonar. —
Vilhjálimir Stefánsson' <
frægnsti íslendingurinn
Viðtal dagsins
Framh. af bls. 4
„Ég vil helzt nefna rafmagns-
vír, plasteinangraðan, sem hing-
og hefir verið seldur og líkað
vel hér eins og annars staðar.
Eins og yður er kunnugt, eru auð
ugar koparnámur f Júgóslavíu,
svo að málminn þurfum'við ekki
að sækja langt. Vélar til fram-
leiðslu á rafmagnsvírnum feng-
um við frá Bandaríkjunum, og
við vinnum hann einnig sam-
kvæmt bandarískum einkaleyf-
um. Raffangaprófun íslenzka rík-
isins hefir prófað þenna vír og
ber lofsorð á hann, og rafvirkjar
telja, að hann sé með bezta vír,
sem hér er fáanlegur. Einn eigin-
leiki hans er til dæmis sá, að
hann er lipur og sveigjanlegur í
kulda, en verður ekki of mjúkur,
þótt hlýtt sé í veðri. Það er mik-
ilvægt, að sveigjan sé alltaf hin
sama, hvernig sem viðrar, þar
sem um veruiegar hitasveiflur er
að ræða.“
Fiskur og
mataræði.
,,En svo að við snúum okkur
aftur að mataræði Júgóslava —
er fiskur mjög rfkur þáttur í
því?“
„Nei, hann getur ekki kallazt
mjög veigamikill, því að við
neytum mikils grænmetis og
kjöts. Fiskur þykir hins vegar
sjálfsagður til að skapa til-
breytingu í hinu venjulega mat-
aræði. Adríahafið er okkar Sel-
vogsbanki og Halamið, og þar
veiðum við til dærnis mikið af
sardínum, svo mikið að við get-
um seit mikið af þeim niðursoðið
til annarra landa. Annars er það
algengast, að fiskur sé seldur
lifandi. Hann er þá hafður í stór-
um glerkerum á markaðstorgum
eða f veitingastöðum, og menn
benda svo á þann fisk, sem þeir
vilja kaupa í það og það skiptið,
en kaupmaðurinn nær honum
með háf og afhendir kaupanda.
Mér kemur í hug skemmtileg
saga í sambandi við þenna lif-
andi fisk. Konan mín hafði ein-
hverju sinni sagt, að sig væri
farið að lang í fisk. Það var
nokkru eftir að hún kom til
túgóslavíu í fyrsta skipti.
Sk.ömmu sfðar var ég staddur á
markaðstorginu, og þegar ég sá
fiskaker hjá kaupmanni einum,
mundi ég allt f einu, að konu
mína langaði í fisk, Ég fór þess
vegna til kaupmannsins og sagð-
ist vilja fá fisk. Síðan benti ég
honum á þann stærsta, sem eg sá.
Konan varð
bara skelkuð.
Ég held, að hann hljóti að hafa
verið tvö eða þrjú kiló, þvf að
almennilegur fiskur varð þetta
að vera. Hann var spriklandi,
þegar kaupmaðurinn fékk mér
hann, og eftir andartak var ég
kominn heim, og þá var fiskur-
inn enn lifandi. Ég lét hann á
eldhúsborðið og kallaði svo á
konu mfna. Henni brá svo, þegar
hún sá spriklandi fiskinn, að hún
bað mig blessaðan um að drepa
hann hið bráðasta. Hún hefir
vitanlega verið vanari að sjá
steindauða ýsu eða þorsk —
hausaða að auki.“
Hér verður að geta þess, að
kona Milutins Kojics er íslenzk
og heitir Guðrún Óskarsdóttir
Halldórssonar útgerðarmanns.
Samyrkjubú og
verksmiðjur.
„Hvað er annars að segja af
þjóðfélagsháttum hjá ykkur þar
syðra — samyrkjubúskap til
dæmis og skipulagi iðnaðarins?"
„Um það er vitanlega margt að
segja, en erfitt að skýra það i
stuttu máli. Þó er óhætt að segja
að aðferðir okkar í Júgóslavíu eru
á margan hátt á annan veg en
menn halda yfirleitt. Enginn
bóndi er .. dæmis neyddur til að
gerast aðili að samyrkjubúi. Hann
gerir það, ef hann vill og celui
sér hag að því, annars erjar hann
jörð sína sjálfur. Verksmiðjum er
öllum stjórnað af verkamannaráð
um, sem taka ákvarðanir um
framleiðslu og annað af því tagi,
ákveða laun, fjárfestingu og svo
framvegis.
Þar sem sv mikið er talað um
fjárfestingu hér á landi, hafa
menn ef til vill gaman af að heyra
hvernig þeim málum er hagað hjá
okkur. Stjórnarvöldin ýta undir-
stofnun fyrirtækja, sem hún telur
lága vexti, af fé, sem fengið er
að láni til þeirra, en hins vegar
eru háir vextir af lánsfé, sem ætl-
að er til fyrirtækja, sem síður er
talin þörf fyrir. Þannig veitir rík-
isstjórnin aðhald í stað þess að
stjórna með eintómum fyrirskip-
önum og valdboðum. Menn fella
sig betur við slíkar aðgerðir".
Betra hér
um vétur.
„Og að endingu þessi spurning,
sem íslendingar — hvort sem I
þeir eru blaðamenn eða ekki — !
leggja jafnarr fyrir útlendinga:
Hvað finnst yður um ísland?“
„Mér hefir fallið ágætlega hér,
og æ betur eftir því sem ég hefi
átt þess kost að kynnast mönnum
betur. Þótt við búum á sólströnd
Adríahafs og þið norður við
Dumbshaf, þá er í rauninni ekki
svo mikill munur á einstakling-
unum — það er oftast hiýtt
hjarta, sem slær undir“.
„En finnst yður — sem eruð
frá sólarströndinni þarna syðra
— ekki rækalli kalt hérna?“
„Nei, nei, það finnst mér alls
ekki. Ég get sagt yður það satt,
að ég vil heldur vera hér að vetr-
arlagi en þar syðra. Hann gétur
orðið anzi napur þar, þótt svo
sunnarlega sé, þegar vetur er á
annað borð genginn i garð, en
hér er upphitun alveg frábær. En
á sumrin vil ég gjarnan vera suð-
ur í Serbíusólinni :nni“.
^TRELLEBO
Gjafakassar
í fjölbreyttu úrvali. Verð frá
28—98 kr. Ennfremur gott úrval
af alls konar snyrtivörum.
Póstsendum um allt land.
SNYRTIVÖRUBÚÐIN
LAUGAVEGl 76 . Sími 12275
Hafnarfjörður—
Hafnarfjörður
Ungling vantar til að bera út Vísi í Hafnarfirði.
Upplýsingar í síma 50641.
Afgreiðslan, Garðaveg 9, uppi.
íslenzk Ameríska félagið
efnir til
Kvöldfagnaður
föstudaginn 23. növ. kl. 8,30 e. h. í Glaumbæ.
Ávarp: Prófessor Hermann M. Ward.
Einsöngur: Guðmundur Guðjónsson.
Dans.
Aðgöngumiðar verða seldir í Verzl. Daníel, Laugavegi 66.
Sími 1 16 16. — Borð og matarpantanir í Glaumbæ.
Sími 2 26 43.
-.1 <• Stjómin.
Höfum kaupanda að amerískum tveggja dyra,
8 cyl. bíl. Má vera sjálfskiptm’
I
GÓÐUR RAKSTUR
byrjctr meb
BOLZANO
Sparið tímann - Notið símann
er ódýrasta heimilisftjálpin. — Sendum um
alian bæ. — Straumnes Sim 19832
GUNNAR ASGEIRSSON H.
Matarkjörið, Kjörgarði
HEITUR MATUR - SMURT BRAUÐ —Simi 20270.
Starfsmaður óskast
Mann vantar til aðstoðar í pylsugerð nú þegar, símar 23330 og 23025
I