Vísir - 28.11.1962, Qupperneq 4
4
V1SIR . Miðvikudagur 28. nóvember 1962.
Á stöðvarstjórafundi Loftleiða,
sem haldinn var í Khöfn dagana
15.— 17. nóvember s.I., var m. a.
rætt um aukna farþegaþjónustu,
endurbætur á vinnutilhögun uop-
lýsingaþjónustu fyrir farþega, fjar-
skiptaþjónustu og ýmislegt fleira,
sem snertir rekstur og starfsemi
afgreiðslustöðva Loftleiða heima
og erlendis.
Loftleiðir hefur afgreiðslustöðv-
ar í Khöfn, Hamborg, Glasgow,
London, Luxemburg, Amsterdam,
Gautaborg, Helsinki, Osló, Stav-
angri, New York og Reykjavík,
Fulltrúar frá öllum þessum stöðv-
um mættu á fundinum í Khöfn, á
dögunum, en það er í fjórða skipti,
sem slíkir fundir eru haldnir, sá
fyrsti f Reykjavík, næsti f Ham-
borg og hinn þriðji f New York.
Það er Bolli Gunnarsson eftir-
litsmaður með flugvallaafgreiðslu
Loftieiða á öllum flughöfnum
heima og erlendis þar sem félagið
hefur Iendingarleyfi, sem stjórn-
aði fundinum og skipulagði undir
búning hans. Á fundinum mættu,
auk hans 14 fulltrúar frá öllum
stöðvum félagsins, þar af þrír ís-
lendingar, þeir Jóhannes Óskars-
son úr Reykjavfk, Erling Aspelund
frá New York og Emil Guðmunds
son frá Khöfn. Hinir fulltrúarrir
ailir eru af erlendu þjóðerni.
Samkvæmt upplýsingum, sem
Vísir fékk frá Bolla, eru það verk-
efni þessara árlegu funda eða ráð-
stefna að ráða fram úr ýmsum
vandamálum, sem koma fram á
hinum einstöku stöðvum og varða
félagið í heild. Má segja, að þar
beri umbætur á almennri farþega-
xjónustu hæst, enda kvað Bolli
að Loftleiðir legðu á það rika á-
herzlu að gera farþegunum allt til
hæfis, sem unnt væri að gera,
jafnt f loftinu, sem á jörðu niðri
meðan þeir bíða eftir flugvélun-
um. Meðal annars kom fram á
fundinum tillaga um að auka og
endurbæta matarþjónustuna í flug
vélunum. — Þetta stafar þó pkki
af kvörtunum, enda eru Loftleiðir
rómaðar bæði heima og erlendis
fyrir góðan mat og fullkomna
þjónustu á þvf sviði. Samt sem
áður var lagt til að betrumbæta
hana á næstunni.
Annað sem snertir farþegaþjón-
ustuna er aukið leiðbeininga- og
upplýsingastarf fyrir farþega,
þannig að félagið geti leiðbeint
þeim um það helzta sem snertir
framhald á ferðum þeirra eftir að
þeir yfirgefa Loftleiðavélarnar og
annað sem þeir óska upplýsinga
um.
Þá er ráðgert að auka og end-
urbæta fjarskiptaþjónustuna milli
Loftleiðastöðvanna bæði í Evrópu
og Ameriku. Hefur félagið tekið
upp fjarritakerfi og mun eftirleið-
is senda allar upplýsingar og
Bolli Gunnarsson
skeyti milliliðalaust milli stöðva
sinna innbyrðis. Á þennan hátt
getur félagið sent upplýsingar um
farþegalista sína milli áfangastaða
strax eftir flugtak, en þær upp-
Iýsingar hafa yfirleitt ekki fengizt
til þessa fyrr en flugvélarnar hafa
verið lentar. Um þessi mál hefur
tekizt góð samvinna við yfirstjórn
Landssfmans.
Önnur mál, sem rædd voru á
fundinum í Khöfn var m.a. ein-
faldari og hagsýnni vinnuaðferðir
f afgreiðslustörfum einkum í því
skyni að flýta fyrir afgreiðslu
flugvélanna á lendingarstöðum. Þá
var og rætt um ýmiss konar vinnu-
fyrirkomulag annað, vandamál er
steðja að f sambandi við af-
Eitthvert það athyglis-
verðasta, sem komið hefur
fram í umræðunum um
Efnahagsbandalagið á Al-
þingi, eru þau ummæli
Bjarna Benediktssonar, að
tolla- og viðskiptasamning
ur sé nánast eitt afbrigðið
af aukaaðild.
Framsóknarflokkurinn
hefur tekið upp þá stefnu
varðandi Efnahagsbanda-
tagið, að telja aukaaðild
átilokaða, en tolla- og við-
I skiptasamning einu færu
I Ieiðina.
greiðslu á farangri farþega og
vöruflutningum o.fl.
Að lokum skýrði Bolli frá því
að Loftleiðafulltrúarnir hafi með-
an á ráðstefnunni stóð þegið boð
SAS einn daginn, til að skoða
bækistöðvar þessara helztu keppi-
nauta þeirra á Kastrupflugvelli.
Bolli sagði að þar hafi þeim gefizt
kostur á að kynna sér ýmsa starf-
semi þessa stóra flugfélags og m.a.
gat hann sérstaklega um veitinga-
sölu þá, sem selur veitingar í flug
vélar frá fjölmörgum flugfélögum,
sem viðkomu hafa á Kastrupflug-
velli. Sagði hann að þar hafi margt
merkilegt og nýstárlegt gefið að
líta.
Segja formælendur flokksins að
aukaaðild fylgi ýmis óaðgengileg
skilyrði og að aukaaðild þróist ætíð
upp í fulla aðild að vissum tíma
liðnum.
Bjarni Benediktsson benti á á
Alþingi s.l. föstudag, að aukaaðild
og viðskiptasamningur væri nánast
hið sama. Á þessu tvennu væri eng
inn eðlismunur. Aukaaðild er af-
skaplega teygjanleg, hún getur
„eins og Eysteinn Jónsson hefur
bent réttilega á“, verið allt úr 1%
upp í 99%.
Hann benti og á, að sú aukaað-
ild, sem hlutlausu ríkin í Evrópu,
Svíþjóð, Austurríki og Sviss, hefðu
sótt um, mundi ekki breyta um
eðli eða leiða til fullrar aðildar.
Aukaaðild þyrfti því engan veginn
að leiða til fullrar aðildar.
Þegar framsóknarmenn tala um
að aukaaðild sé útilokuð en við-
skiptasamningur eina færa leiðin og
Tryggingalög
samræmd
Tillaga til þingsályktunar hefur
verið lögð fyrir Alþingi, sem veitir
ríkisstjórninni heimild til að full-
gilda fyrir islands hönd bráða-
; birgðasamning Evrópuríkja um fé-
I lagsleg tryggingarlög varðandi elli,
örorku, eftirlifendur, framfærslu og
læknishjálp o. fl.
Tillaga þessi er liður í þeirri ein-
ingu sem hið svokallaða Evrópuráð
beitir sér fy.rir meðal landa álfunn-
ar. Tilgangurinn er sá að stuðla að
framförum á sviði félagsmála, og
einn þátturinn í því er sá að koma
á þeirri reglu, að útlendingar njóti
sama réttar á sviði félagsmála og
eigin þegnar dvalarlandsins njóta.
Markmiðið með þeim samning-
um, sem nú liggja fyrir um trygg-
ingarlögin, er að tryggja að sér-
hver meðlimur Evrópuráðsins veiti
þegnum annarra meðíima þess jafn
rétti við sína eigin þegna, að því
er tekur til réttinda á þeim svið-
um, sem samningarnir taka til og
enn fremur að þegnar Evrópurikj-
anna njóti góðs af tilteknum rétt-
indum samkvæmt gildandi samn-
ingum milli ríkjanna.
---------- I
SUS-rit um
fundarsköp
Nýlega er komið út handhægt,
lítið rit um fundarsköp, skrifað af
Braga Hannessyni, héraðsdómslög-
manni og gefið út af Sambandi
ungra Sjálfstæðismanna. Ritið er
37 blaðsíður og fjallar um helztu
aðalatriði fundarskapa.
I fprmála segir Þór Vilhjálmsson
formhður SUS: „Ætlunin var að
gefa stutt yfirlit um aðalreglurnar
um almenn fundarsköp, en rekja
þær þó nægilega ítarlega til að
öllum helztu atriðunum væru gerð
nokkur skil og bókin gæti orðið til
hjálpar í þeim vandamálum, sem
reynslan hefur sýnt að helzt komi
upp á þessu sviði. Það er pnat okk-
ar I stjórn Sambands ungra Sjálf-
stæðismanna að höfundinum hafi
tekizt að feta hinn rétta meðalveg
í þessu efni og því höfum við ráð
izt í að fá ritið prentað svo að það
geti orðið sem flestum að gagni."
hefja deilur þar um, þá eru þeir
að deila um keisarans skegg.
Ef ísland sækti um aukaaðild, þá
veit enginn og allra sízt framsókn-
armenn, að hvaða kjörum við verð-
um að ganga, eða hvers konar
samningum við náum. Þetta sýnir
aðeins þá óábyrgu afstöðu, sem
Framsóknarflokkurinn hefur tekið í
þessu viðkvæma máli. Eftir að
hafa þagað um málið í langan tíma
byrja þeir á því að fordæma við-
ræður ríkisstjórnarinnar við ráða-
menn Efnahagsbandalagsins og
lýsa síðan andstöðu sinni á leið,
sem nánast getur verið sú sama og
sú, sem þeir\lýsa stuðningi við.
Af þessu er hins vegar Ijóst, að
skoðanamunur stjórnarflokkanna
og Framsóknarflokksins er ekki
mikill og lofar það góðu um að
samstaða geti náðst milli þessara
flokka f hinu veigamikla máli, sem
viðvíkur Efnahagsbandalaginu.
Efnahaðsbandalagiðs
VIÐSKIPTASAMNINGUR
SAMA OG AUKAAÐILD