Vísir - 28.11.1962, Side 15

Vísir - 28.11.1962, Side 15
WUWAJHE UOW, R.OXR.ING TKIUíAF’HAWTLYv KEAKEC’ UP TO S/AASH HIS 7AZEP’ ANTAGOWIST— E J.r'V ‘ V í SIR . Miðvikudagur 28. nóvember 1962. Barnasagan KALLI og super- fiBmu- 'fiskurimi Hún veifaði til hins deyjandi manns og hvarf milli runnanna. Þegar hún var komin upp á þjóð veginn nam hún staðar stundar- korn, stóð þar hikandi án þess að hreyfast úr sporum. Og svo tók hún allt í einu í sig, að halda áfram ótrauð. Hún var leiksopp- ur örlaganna, en allt gat farið vel að lokum. Hún gekk yfir plankabrú og það brakaði í henni undir fótum hennar. — Veslingurinn, hugsaði hún. Nú deyr hann og hann er ánægður. Það er óskiljanlegt hvernig karlmenn eru. Ekkert gæti mér fundizt mikilvægara en mitt eigið líf — og Gastons. Það var molluhiti og gangan erfið. Þegar til Auray kom var hún þreytt og þyrst og sár á fót- um. Alla leiðina hafði hún kennt nokkurs beygs, því að alltaf var hún að fara fram hjá her- mannahópum, sem voru að hvíla sig í nánd við þjóðveginn eða lágu á . vegarkantinum. En allir vormhmr þreytu- og dapurlegir. Þegar hún kom að húsinu, þar sem bronze-ljónshausinn vár á útidyrahurðinni, hikaði hún, en loks tók hún kjark í sig og knúði dyra. Opnað var gat á hurðinni og samtal fór fram með þeim hætti, sem áðuí hefur verið lýst. — Bíðið, ég skal opna, var sagt að lokum. Karólína kom inn í þrönga og dimma forstofu, með hellulögðu gólfi. Þar stóð öldruð kona og studdist við staf og virti hún hana fyrir sér. Svo gaf hún henni bendingu um að koma með sér. Þær gengu upp stiga og inn í stórt herbergi. Karólína settist og ætlaði að i fara að segja henni hvernig það atvikaðist, að hún var beðin að reka þetta erindi. — Ég vil ekkert um það vita, sagði aldraða konan. Þér vitið hvað yður ber að gera og það er nægilegt. Þegar dimmt er orðið skal ég athuga hvað hægt | er að gera varðandi d’Ayran ; greifa, en nú skuluð þér hvíla ! yður dálítið, meðan sonar sonur minn söðlar hest handa yður, og þar nae'st getið þér haldið áfram fe'rð yðar. Karólína hreyfði engum mót- ' mælum, kippti af sér skónum, J sem voru með trébotnum, og hall í aði sér út af á legubekk. Hlerar vó.ru fyrir gluggum og svalt í ' herberginu, enda leið Karólínu nú vel. Hún hugsaði sem svo, að í rauninni óskaði hún sér einskis annars en að eignast svona hús. Þá væri þetta herbergið henn- ar og Gastons, hugsaði hún, og Anni litli gæti leikið sér í garð- inum. Ó, hve allt væri þá unaðs- legt og lífið fagurt, hugsaði hún. Þrettán ára drengur kom og vakti hana og bað hana að koma niður að borða morgunverð. Gamla konan var þar setzt við annan borðsendann. llm beina gekk kona jafngömul hinni og mælti sú ekki orð af vörum. Karólína var banhungruð og gerði matnum góð skil, eggja- köku og kindakjötsstöppu. Drengurinn varð fyrstur til þess að minnast á hina fyrirhuguðu ferð hennar. — Amma, unga konan getur ekki ferðazt svona klædd. — Nei, sagði Karólína, það er alveg satt, ég vona . . . — Alið engar áhyggjur. Hér er allt til reiðu. Þér getið verið vissar um, að ég sé fyrir öllu. Þér getið fengið föt af Alain. Hann er nokkru minni en þér, en þetta ætti að geta bjargazt Hvað segir þú um það Alain? Drengurinn kinkaði kolli og Karólína fór með honum. Hann fór með hana inn í lítið herbergi uppi á lofti. Þar opnaði hann skáp og tók út föt sem hann rétti Karólínu. Húi. var fljót að 1 fara úr fötum smalastúlkunnar og þegar hún hafði farið í skó og vafið handklæði þétt um barm | sinn eins og ávallt, er hún klædd I ist karlmannafatnaði, opnaði hún dyrnar og kallaði á dreng- inn. — Jæja, hvernig lít ég út?, spurði hún glettnislega. Er hárið á mér ekki of sítt. — Nei, alls ekki. Þér eruð á- kaflega fögur. — Jæja, gott og vel, þá leggj- um við af stað. Hvur er hestur- inn? Ég verð líka að*fá vitneskju um hvar ég get haft hestaskipti. -— Það. er ekki naúðsynlegt, ég kem með sem leiðsögumaður. Ég hefi riðið þessa leið marg- sinnis og allir kannast við mig. Þér verðið að segja, að þér séuð bróðir minn. Karóíína fór með drengnum niður í húsagarðinn þar sem HiMBJMWMai/r!-1 -- RBQ—M Varst þú ekki á hárgreiðslusýningunni um daginn frú Kristín. tveir hestar stóðu, báðir söðl- aðir. —■ Það er bezt, að þú takir þennan, hann er rólegri. — Eins og þú vilt en ég er ekki hrædd við hesta og fór um allt á þeysings reið löngu áður en þú fæddist. Gamla konan birtist allt í einu. Hún kyssti Karólínu á ennið. — Guð verndi yður, sagði hún. Brátt voru þau komin út á Þjóðveginn. — Ertu ’ ekkert hræddur?, spurði Karólína. — Ekki vitund, ég hefi marg- oft fylgt fólki þessa leið. Fyrr var faðir minn leiðsögumaður. Biástakkar felidu hann. Móðir mín er í fange.lsi í Nantes. Amma mín þykist vera lýðveld- issinni — það er þess vegna, sem þeir gera okkur ekki mein. — En er þetta ekki í fyrsta sinn, sem þú ert leiðsögumaður konu á þessari leið? — Nei. Það eru margar konur meðal konungssinna, sem vilja leggja allt í sölurnar fyrir kon- ung sinn. Skógarás skagaði fram í fjarska og þau stefndu í áttina þangað. Þar fyrir handan voru skógarnir miklu, sem fara varð í gegnum áður en komizt yrði að höllinni. Fallbyssuskothríð kvað við — en öflugri og meir en daginn áður. Þau sáu reyk- ský líða til lofts frá ströndinni. í tveggja hundruð metra fjar- lægð var flokkur úr riddaraliði Hoche. Drengurinn benti á þá ! — Þetta er seinasta reið þeirra | — helreiðin Enginn þeirra kem- ur aftur Guð er með okkur og Lúðvíks XVI verður hefnt. Karólína svaraði ekki Henni fannst skelfilegt til þess að hugsa, að þrettán ára drengur skyldi ala slíkar hugsanir. WJ791 BUT THE AGILE AFE-MAN KECOVEREP AWF I70VE BENEATH THE RAK.ING TALONS ! Numa, en svo hét ljónið reis upp á afturfæturna til að geta betur kastað sér á óvin sinn, en hinn liðugi apamaður gat risið upp og komizt undan beittum rándýrsklónum með því að grípa um skrokkinn á ljóninu. KULDASKÓR og BOMSUR VERZL.^ götunum var mjög hrifið, það hélt að götu-listamenn væru að leika iistir sýnar og kastaði smá peningum til þeirra. Terrylene* skyrtur Nú höfðu Kalli og vinir hans fengið járnbrautarvagn, en hvern ig átti að koma honum á brautar- stöðina? Bizniz fékk strax góða hugmynd. Gamli járnbrautarvagn inn var bundinn aftan í bíl hans ■'izinz settist við stýrið og Kaili í vagninn. Meistarinn gekk á undan með rauðan fána í hend- inni, því að samkvæmt lögum i Batavariu átti alitaf að aðvara fóik á þennan hátt, ef eimreið var ekið eftir götunum. Fólkið á

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.