Vísir - 08.12.1962, Blaðsíða 2

Vísir - 08.12.1962, Blaðsíða 2
V í SIR . Laugardagur 8. desember 1962. 2________________________________________________________ ^ i ■ifin imimnif—■ ■ —nmi VERÐLA UN fmm L'k- 3vmI 'Tönk »<• efe. ÖiTctuy óloma bt-yicl f-fkimhj ö 2 I * b 3 „ r-* t/i S .b E3 | S a iá Bridgeþáttur VÍSII Ritsti Stefán Guðjohnsen Reykjavíkurmeistaramóti í tví- menningskeppni lauk s.l. helgi og urðu Reykjavíkurmeistarar Einar Þorfinnsson og Gunnar Guð- mundsson frá Bridgefélagi Reykja- víkur. Röð og stig næstu para, sem öll voru frá Bridgefélagi Reykja- víkur var eftirfarandi: 1. Einar Þorfinnsson — Gunnar Guðmundsson 1662 stig. 2. Eggert Benónýsson — Þórir Sigurðsson 1591 stig. 3. Símon Símonarson — Þorgeir Sigurðsson 1561 stig. 4. Kristinn Bergþórsson — Lár- us Karlsson 1544 stig. 5. Guðlaugur Guðmundsson — Ingólfur Isebarn 1543 stig. Sveitakoppnir félaganna eru ný- hafnar og er tveimur umferðum lokið hjá Bridgefélagi kvenna. Efst ar og jafnar eru sveitir Elínar Jóns dóttur og Laufeyjar Þorgeirsdóttur með'12 stig. í þriðja sæti er sveit Eggrúnar Arnórsdóttur með 10, stig. I sveitakeppni I. flokks hjá Bridgefélagi Reykjavíkur er einnig tveimur umferðum lokið og er sveit Benedikts Jóhanncssonar efst með 11 stig. Hér er spil frá þeirri keppni, sem kom fyrir milli sveita Benedikts og Ólafs Þorsteinssonar. Staðan var a-v á hættu og norður gaf. Ólafur « K-10-7-5 V G-6 $ G-10-8-4 4» 10-6-4 Jón A G-8-4 V Á-D-7-5 ♦ Á-7-6-5 A G-7 N 4 Asbjörn * D-9 V K-10-9-3 ♦ K-9-2 Jf> Á-K-D-9 Guðlaugur A Á-6-3 " V 8-4-2 ♦ D-3 8-5-3-2 Sagnir: Norður Austur Suður Vestur ,.^ss 1 grand pass 2 grönd pass 3 hjörtu pass 6 hjörtu Sagnirnar eru ef til vill ekki út- flutningsvara, en hafi þeim verið ábótavant, þá bætti Ásbjörn það upp með klókindalegri spila- mennsku. Suður spilaði út trompi og Ás- ’ojörn tók þrisvar tromp og endaði í borði, Útlitið var ekki bjart. Það virtist engin leið að gefa tvo slagi á spaða. En gamall bragðarefur eins og Ásbjörn gefst aldrei upp. Hann spilaði nú laufi heim á ásinn og síðan laufi á gosann í borði. Nú fór hann inn á tlgulkónginn og tók laufahjónin. Blindur henti tveimur tíglum og norður, sem hafði gefið eitt lauf 1 þriðja tromp, varð að kasta tvisvar. Hann kast- aði tveimur tlglum eins og borðið. Nú kom tígultvistur, drottning, ás 1 og gosi. Nú voru fjögur spil á hendi Ásbjörn spilaði spaða- fjarka úr borði. Norður lét fimmið, Ásbjörn níuna og suður þristinn. Þar með var slemman komin 1 hús. Fljótt á litið virðist ekki rangt hjá suðri að gefa níuna, upp á það að sagnhafi verði þá að spila spaðan- um út sjálfur f. . K-10. Suður gerir náttúrlega ráð fyrir að norður sé með tígulníuna. En því er til að svara, að hefði austur átt K-10-9 I spaða, þá hefði hann ekki spilað spilið eins og hann gerði og tekið fyrr ágizkunina í spaðanum. I öðru lagi er ekki líklegt að norður kasti tígulgosa og geymi tígulníu, þvl hann blekkir engan nema suður á því. ■fc Brczkt-franskt samkomulag hef ur verið undirritað um smíði far- þegaflugvéla, sem geta flogið yfir Norður-Atlantshal' með 100 far- þega á þrem klukkustundum — eða tvöföldum hraða hljóðsins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.