Vísir - 08.12.1962, Blaðsíða 6

Vísir - 08.12.1962, Blaðsíða 6
i i i VI S IR . Laugardagur 8. desember 1962. GKggl Jólasöfnun Mæðra- styrksnefndar hafin Nú er Mæðrastyrksnefnd að hefja hina árlegu jólasöfnun sína, sem hún hefur gengizt fyr- ir undanfarin 33 ár. Frá og með deginum í dag verður skrifstof- an á Njálsgötu opin frá kl. 10,30—18 og verður þar tekið á móti peningagjöfum og um- sóknum um styrki. Fatamóttaka og fataúthlutun verður aftur á móti í samráði við Vetrarhjálp- ina og verður fötum veitt mót- taka í Ingólfsstræti 4 kl. 2—6 daglega. Stjórn Mæðrastyrksnefndar boðaði nýlega til fundar með fréttamönnum og skýrði þeim frá starfsemi nefndarinnar. Starfsemi Mæðrastyrksnefnd- ar má segja að sé þríþætt. I fyrsta lagi ýmiss konar réttar- bætur handa konum og er lög- fræðingur nefndarinnar, frú Auður Auðuns, til viðtals á vissum tímum allt árið um kring. í öðru lagi er það ýmiss konar styrktarstarfsemi, t. d. jólasöfnunin. 1 þriðja lagi er svo nefndin með hvíldarheimili fyr- ir mæður. Fyrsta jólasöfnun Mæðra- styrksnefndar var árið 1928 og söfnuðust þá 120 krónur. Árið 1961 söfnuðust 231 þúsund krón ur, auk fata og matvæla og er það það mesta, sem safnazt hef ur hingað til. 1 fyrra var hægt að veita aðstoð 700 — 800 heim ilum, og voru það einkum gaml- : ar konur, ekkjur, einstæðari mæður eða fyrirvinnulaus heim,-1 ili, sem aðstoðar nutu. Mæðrastyrsknefndin hefur nú sent söfnunarlista til verzlana og fyrirtækja i Reykjavík, og,; sagðist frú Jónína Guðmunds- dóttir, formaður nefndarinnar, vona, að undirtektir yrðu einis góðar og í fyrra. Nefndin vill beina þeim tíl- mælum til fólks, að það konii fatagjöfum sem allra fyrst, því oft þarf að laga fötin áður en hægt er að nota þau, og það tekur sinn tíma. Umsóknir xim styrki þurfa einnig að berast sem fyrst, því fyrr sem þærfoer ast, því fleirum verðuh hægt að hjálpa. Nauðsynlegt er, að þ«iir, sem eru á listum hjá nefndinni frá liðnum árum, endurnýi um- sóknir sínar. Að Mæðrastyrksnefndínni standa 19 félög og fulltrúar allra félaganna vinna að jóla- söfnuninni. í úthlutunarnefnd- inni eru þessar konur: Jánína Guðmundsdóttir formaður, Jó- hanna Stcíánsdóttir, Guðfiinna ' Jóhannsdóttir, Ásta Björnsdótt- ir, Unnur Skúladóttir og Guð- rún Snæbjörnsdóttir. Söluskrifstofa F.L / nýju húsnæ ði Fréttamenn blaða og útvarps skoðuðu f gær í boði Flugfélags ís- Iands hið nýja húsnæði söluskrif- stofu þess, sem undangengin 17 ár hefur verið í Lækjargötu 4, en nú er flutt í húsnæði það, sem Iðnað- arbankinn áður hafði í Lækjargötu 2. Þar hefur allt verið endurskipu- Iagt til stórbættrar aðstöðu til þjón ustu við innlenda og erlenda við- skiptamenn félagsins. Er húsnæðið vistlegt og allt með glæsibrag. Á götuhæð er afgreiðslusalur, þar sem sala farseðla fer fram, bæði með eigin flugvélum félags- ins svo og með öðrum félögum, hvert sem er í heiminum. Á 2. hæð verður upplýsingaþjónusta fyrir farþega og aðra, sem til skrifstof- unnar leita og þar mun farþegaaf- greiðsla fara fram eftir þv£ sem þörf gerist. Á 5. hæð hússins er farpantana- deild félagsins staðsett. Farpant- anadeild sér um allar farpantanir með flugvélum Flugfélags fslands milli landa, svo og pantainir á á- framhaldsleiðum, pantanir á hótel- herbergjum, sé þess beiðst, o. fl. í farpantanadeild er TELEX- þjónusta félagsins, en TELEX- tækið er I sambandi við sölu- skrifstofur félagsins erlendis, svo og önnur flugfélög og margar ferðaskrifstofur. Tekur t. d. aðeins 6 mfnútur að ná sambandi við Japan. í kjallara hússins eru geymslur og aðstaða til innpökkunar á aug- lýsinga- og útstillingavarningi. í söluskrifstofu Flugfélags fslands í Lækjargötu 2 vinna til jafnaðar 8—10 manns. Skrifstofustjóri er Birgir Ólafsson. Við hlíð söluskrif- stofunnar, einnig í LæSkjargötu 2, er afgreiðsluskrifstofa vöruflutn- inga millilandaflugs. Yfirmaður hennar er Sveinn Þorsteinsson. Með því að kaupa JÓLAKORT RAUÐA KROSSINS styðjið þér Alsírsöfnunina Kortin eru gerð eftir myndum frú Barböru Árnason. fyiesti viiburður í útgófu islenzkro fræðirita í garðyrkju" Garðblóm í litum eftir Ingólf Daviðsson t bókinni eru 508 litmyndir af tegundum, ættum og af- brigðum, teiknaðar af danska listamanninum Vemer Hancke. Myndimar em allar gerðar eftir lifandi fyrir- myndum. Texti bókarinnar er stuttur og gagnyrtur og algerlega miðaður við íslenzka staðháttu. Því er þeim tegundum, sem hér þrífast bezt, gerð meiri og betri skil en hinum, sem minni reynsla er fengin af hér á landi. Tré og runnar litum i eftir Ingólf Daviðsson Hér er að finna 357 litmyndir af trjám og mnnum, og er bókinni skipt í þrjá kafla. í hinum fyrsta eru allir fegurstu Iaufrunnar og lauftré, sem henta í litla og stóra garða, þar á meðal eru flest nýjustu rósaafbrigði, sem nú eru mest eftirsótt. I öðrum kaflanum eru al- gengustu og fegurstu vafnings- og klifurplöntur. Loks eru í þriðja kafla bókarinnar mikið úrval af fögrum og sérkennilegum barrtrjám og barrtrjárunnum. Texti Ing- ólfs er allur miðaður við hérlenda staðháttu og lýsing- ar allar stuttar og óvenju greinilegar. Um þessar tvær óvenjufögru bækur segir Hafliði Jóns- son, garðyrkjufræðingur, í ritdómi: „Það :n: hiklaust telja útkomu þessara tveggja lit- myndabóka með mestu viðburðum, sem til þessa hafa átt sér stað í útgáfu íslenzkra fræðirita í garðyrkju, og ég efast ekkert um að þær eiga eftir að hafa mikil áhrif á blómaþekkingu alls almennings á næstu árum... “ GARÐBLÓM ! UTUM og TRÉ OG RUNNAR í LITUM eru ómissundi hundbækur ullru úhugumunnu um gúrðrækt — SKUGGSJÁ — [C ALLAR HELZTU málningarvörur ávallt fyrirliggjandi SENDUM HEIM HELGI MAGNÚSSON & CO. Hafnarstræti 19. Símar 13184 - 17227 • • Okukennsla! Get útvegað kennslu í bifreiðarakstri í Hafnar- firði, Kópav. og Reykja- vík. Bila og Bilpartasalan Hellisgötu 20, Hafnar- firði, sími 50271. Hrafnista DAS — Starfsstúlkur Konur og stúlkur óskast til starfa hálfan eða allan daginn. Uppl. í slma 35133 og 50528 eftir kl. 7. Sjóstakkar á hálfvirði Sjóstakkar á hálfvirði fyrir hendi, en er farið að fækka. Vopni, Aðal- stræti 16. Saumavél til sölu Husquarna-saumavél til sölu. Sími 32910. Til sölu Philco-ísskápur, 12,2 kúbikfet, með sjálfvirkri affrystingu, eldhúshús- gögn frá S ’húsgögnum, kaffimávastell, 12 manna (ónotað), og segul- bandstæki, River. Uppl. £ sfma 34656. Stofusett Stofusett, áklæðið grátt og svart, selst ódýrt, einnig svefnsófi og svefn- stóll, Laugavegi 68, inn sundið. Ökukennsla Kennt er á nýja Volkswagen-bifreið. Uppl. f sfma 18158. Skrifborð — fiskabúr — fatnaður Skrifborð (fyrir ungling) fiskabúr, tvenn karlmannaföt og frakki, lítið notað, á meðalmann, til sölu. Uppl. í sfma 12091. Föst atvinna — framtíðarstarf Oss vantar verklagið og reglusamt fólk til vinnu f verksmiðju vorri nú þegar, 10 manns, bæði karla og konur. — Vaktavinna — yfirvinna — gott kaup fyrir duglegt fólk. — Talið við verkstjórann. — Hamp- iðjan h.f., Stakkholti 4, sími 24490.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.