Vísir - 17.12.1962, Blaðsíða 8
8
V í SIR . Mánudagur 17. desember 1962.
VÍSIR
Utgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR.
Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson.
Frétiastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen.
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178.
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3.
Áskriftargjald er 55 krónur á mánuði.
I lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur).
Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f.
Blómstmndi þjóðarhagur
Nafnkunnur útlendingur, sem áður hefir gist ís-
land, hafði orð á því nýlega, er hann kom hér enn,
að sér virtist fólk aldrei hafa búið við betri lífskjör en
einmitt nú. Vitnaði hann til mikillar verzlunar, hús-
bygginga, bílamergðar og viðtala sinna við fólk í höf-
uðborginni.
Engan þarf að undra þau ummæli. Kaupmenn segja
að jólaverzlun sé nú mikil, búðir eru fullar af vörum
og miklir peningar eru í umferð manna á meðal. Samt
sem áður eykst spariféð jafnt og þétt og hefir aldrei
verið' meira í sögu þjóðarinnar en á þessu ári. Hag-
reikningar sýna að meðaltekjur þriggja verklýðsstétta
eru nær 100 þúsund krónur þetta árið og hafa þær
aldrei verið meiri. Vöruverð hækkaði að vísu nokkuð
á árinu, en staðreyndin er að kaupmátturinn hefir auk-
izt verulega síðustu f jögur árin.
Álit þjóðarinnar út á við hefir og farið stórvax-
andi að því er fjármál og traustan efnahag snertir.
Og alþjóðastofnanir, sem OECD, skýra frá því hlut-
lausa mati sínu að mjög gangi nú í haginn um við-
reisn íslenzks efnahagslífs. Atvinna er svo mikil að
ekki reynist unnt að fá verkamenn til margra verka
sem óunnin bíða.
Við getum fagnað þessu góða árferði, og það er
gott að byrja nýtt ár við slík skilyrði. En þetta hag-
stæða árferði hefir ekki fengizt án fyrirhafnar. Það
er afleiðing þeirrar efnahags og fjármálastefnu sem
fylgt hefir verið undanfarin ár. Nú uppskerum við
sem þá var sáð.
Auknar verkl. framkvæmdir
Það vekur athygli að fjárveitingar til verklegra
framkvæmda árið 1963 verða tvöfalt meiri en þær
voru árið 1958. Rétt er að hafa það þó í huga að vegna
gengisbreytinganna hefir kostnaður við framkvæmdir
hækkað um 48-50%. En framlagið sjálft hækkað um
100%. Sést á þessum tölum að hér er um verulega
aukningu til verklegra framkvæmda að ræða þrátt
fyrir gengisbreytingarnar.
Þessar tölur sýna betur en nokkur orð þá stefnu
ríkisstjórnarinnar að auka mjög framlögin til uppbygg-
ingar landsins. Margt er enn ógert. En hér má engin
stöðnun eiga sér stað. Því er hér haldið áfram á réttri
braut.
Vinarkveðja
í gær voru ljósin tendruð á hinu mikla norska
jólatré á Austurvelli.
Jólatréð er gjöf frænda vorra handan hafsins.
Það er sprottið úr norskri mold en stendur nú í ís-
lenzkri. Það minnir á hinar sameiginlegu rætur þess-
ara tveggja þjóða. Og ljós þess varpa birtu fram á
veg til enn aukins samstarfs og vináttu íslendinga og
Norðmanna.
Indverjar eru friðsöm
þjóð, líklega ein frið-
samasta og óáreitnasta
þjóð í heimi, ef þeir fá
að vera í friði. Allur
hugsunarháttur þeirra
beinist að því að mega
lifa í friði og hlutleysi
og af þessum þætti í
þjóðarskapgerðinni kem
ur það, að Indverjar
hafa ekki gáð að sér.
Með hlutleysisstefnunni
hafa þeir lokað augun-
um fyrir þeim staðreynd
um, sem þeim þóttu ó-
þægilegar og allt í einu
finna þeir eins og Nehru
sagði nýlega í ræðu, að
þeir hafa f jarlægzt raun-
veruleikann og ekki
varað sig á hættunum.
KVENNASVEITIR.
En þegar ráðizt er á þessa
friðsemdar þjóð, þá kemur f
ljós, að það er skap í henni og
einmitt þetta hefur birzt í Ind-
landi að undanförnu. Indverjar
snúast nú til varnar gegn hern-
aðarinnrás Kínverja og þá
minnast' þeir þess, að þeir hafa
áður einnig átt góða kappa og
baráttumenn.
Sérstaka athygli hafa við-
brögð indverskra kvenna vakið
síðan Kínverjar réðust á Ind-
land. Þær hafa sýnt hetjulund
sem býr í þeim. Fjöldi ind-
verskra kvenna hefur boðið sig
fram til sjálfboðastarfa og ind-
versk stjórnvöld gripið til þess
ráðs, að stofna þjóðvarðssveitir
kvenna, þar sem kvenhetjunum
er kenndur vopnaburður. Hafa
vopnaðar konur sést að æfing-
um i flestum borgum Indlands.
ULLARFÖT OG BLÓÐ.
Þó verður það auðvitað fyrst
og fremst hlutverk karlmann-
anna að verja Indland gegn hin-
um kommúnisku árásarsveit-
um, en það mun hins vegar
verða hlutverk kvenfólksins að
vinna að baki vígstöðvanna,
gegna þar þjónustustörfum og
hjúkrunarstörfum.
Meðal annars gengust ind-
versk kvennasamtök fyrir því
nú þegar fréttist af hernaðar-
árás Kínverja að skipuleggja
kvennahópa, sem unnu að því
í miklum flýti að prjóna ullar-
föt á indversku hermennina,
sem urðu að heyja baráttu sína
uppi í hálendisfrosti Himalaya-
fjallanna. Þá flykktust konurn-
ar líka að stöðvum þeim þar
sem gefið var blóð handa særð-
um hermönnum. Fengust á
skömmum tíma miklar blóð-
vatnsbirgðir.
SKARTGRIPIR SAFNAST.
Þannig var fórnaHund hinna
indversku kvenna þégar hættan
steðjaði að. Þær voru reiðu-
búnar að fórna sér fyrir föður-
landið. Þegar það kom I Ijós, að
Indland væri svo fátækt, að
það ætti vart fjármuni til að
kaupa þau varnarvopn sem til
þurfti.
Þá leið ekki á löngu áður en
konurnar gripu til sinna ráða.
Þær fóru að hópast saman og
safna í einn sjóð ýmiss konar
skartgripum úr gulli og silfri
sem þær áttu. Jafnvel hinar fá-
tækustu konur í Indlandi hafa
lagt stolt sitt í það að eiga ein-
hverja verðmæta skartgripi og
því safnaðist nú saman mikið
fé er saman kom, en kvenþjóð
Indlands ein mun telja yfir 200
milljónir.
Þannig hafa indverskar kon-
ur sýnt fórnarlund og hugdirfð
jafnvel framar karlþjóðinni og
kemur þannig i ljós, að hin
firðsama þjóð rís upp með reiði
þegar á hana er ráðizt.
Sfransjur dómur
í Bandaríkjunum geta dóm-
arar dæmt til annarra refsinga
en fjárútláta eða fangelsis.
Þannig gerðist það nýlega, að
fjórir piltar komu fyrir dómara
í bænum Winona í Minnesota.
Þeir voru sakaðir um að hafa
hellt benzíni yfir hund. Dómar-
inn dæmdi þá alla f sömu refs-
ingu: — Hver ykkar verður að
fá sér hvolp og annast hann f
minnsta kosti eitt ár, þið megið
ekki vera úti á götunum eftir
kl. 6 á kvöldin, þið verðið að
fara í kirkju 'á hverjum sunnu-
degi og þið verðið að greiða
reiknina frá dýralækninum,
sem bjargaði hundinum.